Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 32

Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 32
Gátlisti fyrir skíðaferðina Þegar farið er í skíðaferð, óháð stað og stund, eru nokkrir hlutir sem er einfaldlega ekki hægt að vera án. Skíði og tilheyrandi Skíði og bindingar / Skíðastafir / Skíðaskór / Skíða- og skópoki / Skíðaáburður Skíðafatnaður Skíðagalli / Skíðagleraugu / Sól- gleraugu / Ullarsokkar / Ullarbol- ur / Föðurland / Þykk ullarpeysa eða góð flíspeysa / Flísbuxur / Húfa eða ennisband / Lúff- ur eða hanskar / Trefill eða band fyrir vitin / Regngalli / Íþrótta- sokkar / Nærbuxur til skiptanna Í snyrtitöskuna Sólarvörn / Varasalvi / Aftersun / Hitakrem / Sjampó / Sápa / Svita- lyktareyðir / Dömubindi / Raka- krem Ýmislegt annað Peningar / Sundbolur eða -skýla / Úlpa / Gönguskór / Myndavél / Sjúkrakassi / Snjóflóðavæla / Föt til skiptanna 2 „Krulla er einstaklega skemmtileg íþrótt. Í henni felst lúmskt góð lík- amsrækt en svo þurfa keppendur að búa yfir klókindum til að ná árangri. Það er einmitt þessi stra- tegía sem gerir krulluna svo frá- bæra,“ segir Gísli Jón Kristinsson, formaður curling-nefndar ÍSÍ og upphafsmaður íþróttarinnar hér á landi. Það var fyrir rúmum áratug sem Gísli kom á fót krulludeild innan Skautafélags Akureyrar og hófust þá fyrst markvissar æfing- ar í íþróttinni hér á landi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, eins og Gísli segir sjálfur frá, og eru iðkendur á landinu í dag farnir að skipta tugum, ef ekki hundruð- um. „Það var ekki fyrr en skauta- höllin á Akureyri reis um aldamótin sem kraftur komst í starfið en í dag eru þrjár krulludeildir starfrækt- ar, innan SA, SR og Bjarnarins. Íslandsmót hafa verið haldið síðan 2002 og síðustu tvö ár höfum við verið með lið á heimsmeistaramóti öldunga. Áhuginn á krullu verður sífellt meiri,“ segir Gísli, sem sjálf- ur er formaður krulludeildar SA, en fyrir norðan hefur íþróttin einmitt náð mestum vinsældum. „Við erum með æfingar tvisvar í viku og eru allt að 50 manns á ísnum á þessum æfingum. Aðstað- an er sífellt að batna og aðgangur að góðum búnaði verður æ betri,“ segir Gísli og bætir því við að krulla henti fólki á öllum aldri, körlum sem konum. Um Krullu: Hvað er krulla? Krulla er íþrótt sem leikin er á slétt- um ís. Leikurinn felst í því að 20 kílóa granítsteini er rennt eftir endi- langri braut þannig hann endi sem næst miðju í svokallaðri höfn eða húsi á hinum enda brautarinnar. Hvaða útbúnað þarf í krullu? Leikmenn eru í sérstökum skóm sem eru sleipir. Notaðir eru sérstak- ir kústar, bæði til að sópa svellið og hita það og líka til stuðnings þegar steini er rennt. Hins vegar er vel hægt að spila krullu í venju- legum íþróttaskóm sem eru sleipir á svelli. Hvernig fer leikur í krullu fram? Tvö lið með fjórum leikmönnum í hvoru liði eigast við í hverjum leik. Liðsstjóri stendur í höfn og gefur kastaranum merki um hvar hann vilji að steinninn hafni. Þegar steininum er rennt er hann látinn snúast í þá átt sem liðsstjóri skipar fyrir og snýst steinninn á meðan hann rennur yfir leikvöll- inn. Í hvert sinn sem leikmaður rennir steini eru tveir liðsfélagar hans tilbúnir með sérstaka kústa sem geta stýrt stefnu og hraða steinsins. Hvernig eru stigin talin? Hvort lið hefur átta steina og hver leikmaður rennir tveimur stein- um í hverri umferð. Í leikjum á Íslandi er venjan að hver leikur sé sex umferðir eða þá að leikið er í tiltekinn tíma. Stig eru talin eftir hverja lotu og það lið sem hefur fleiri stig samanlagt sigrar í leiknum. Í hverri umferð skorar aðeins það lið sem á stein næstan miðju þegar umferðinni lýkur og fjöldi stiga ræðst af því hve marga steina liðið á nær miðju hringsins en næsti steinn andstæðingsins. Fyrir hverja er krulla? Krulla er íþrótt við allra hæfi, ungra sem aldinna, karla sem kvenna. Engrar sérstakrar líkams- þjálfunar er þörf, því þó steinarnir vegi 20 kg er íþróttin flestum auð- veld. Það eru fáar íþróttagrein- ar sem jafn breiður aldurshópur getur stundað. Unglingar jafnt sem 70 ára karlar og konur geta stundað þessa íþrótt. Kraftmiklir krullarar keppa á heimsmeistaramótum Krulla eða „curling“ er íþrótt sem á sér langa sögu en ekki er liðinn nema áratugur síðan hún ruddi sér til rúms hér á landi. Vinsældir íþróttarinnar hafa hins vegar vaxið og voru Íslendingar þátttakendur á HM-öldunga síðastliðin tvö ár. Hrönn byrjaði nánast að æfa á skíðum um leið og hún byrjaði að labba, eins og hún segir sjálf frá, og það hjálpaði til þegar hún hætti á skíðunum og fór yfir á snjóbrett- ið. „Ég var óhræddari við hraðann. Þetta er alveg ný tækni en í raun og veru tekur mun styttri tíma að læra á snjóbretti en skíði.“ Hrönn fer oftast í Bláfjöll til þess að stunda íþrótt sína en skemmtilegast finnst henni þó að komast upp í Skála- fell. „Því miður er svo sjaldan snjór þar,“ útskýrir Hrönn og bætir við að auðvitað sé best að komast í stærri brekkur erlendis. Hrönn dvaldi til dæmis í Austurríki í langan tíma og þar hafði hún nægan tíma til þess að leika sér í fallega hvítum púður- snjó. Þar í landi endaði hún einnig í öðru sæti á snjóbrettamóti sem hún tók þátt í. Þegar Hrönn byrjaði að renna sér á snjóbretti segist hún hafa verið mun djarfari heldur en hún er í dag. „Manni fer að finnast annað vera skemmtilegra [en brellur]. Ég held að ég hafi líka verið búin að fá nóg af því að meiða mig,“ segir Hrönn og hlær en hún hefur meðal annars farið úr axlarlið og rófubeinsbrotn- að. „Þetta er samt það skemmtileg- asta sem ég geri. Í framtíðinni er draumurinn að fá að fara með þyrlu upp á einhvern fjallstopp, til dæmis í Kanada.“ Hrönn segist afar ánægð yfir því að stelpur verða alltaf meira og meira áberandi á snjóbrettum í brekkun- um. „Það er svo góður félagsskapur í kringum þetta, alltaf nóg að gera og fullt í gangi.“ Snjóbrettastelpurnar eru orðnar svo margar að þær hafa sitt eigið vefsvæði á íslensku snjó- brettaheimasíðunni www.bigjump.is þar sem kynnast má margvíslegum ævintýrum stelpnanna. Hrönn hvet- ur allar stelpur sem hafa áhuga á því að renna sér á snjóbretti að láta verða af því. ,,Skemmtilegasta sem ég geri“ Hrönn Kristjánsdóttir hóf að renna sér á snjóbretti fyrir nokkrum árum þegar hún var orðin leið á skíðunum. Hún segist ánægð með hversu miklu stúlkur renni sér nú á snjóbretti. { vetrarlíf }

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.