Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 56

Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 56
! það styttist í að Mynd- stefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru til- nefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað. Þau eru veitt fyrir afburðafram- lag til myndlistar, framúrskar- andi myndverk eða sýningu. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands er fjárhagslegur bakhjarl heið- ursverðlaunanna og leggur til helming verðlaunafjárins en hinn helmingurinn kemur úr sjóðum Myndstefs, sem er höfundarrétt- arsjóður myndlistar í landinu. Andrés Kolbeinsson fyrir merkt framlag til íslenskrar ljós- myndalistar sem kynnt var almenningi í fyrsta sinn á yfirlits- sýningu á vegum Ljósmynda- safns Reykjavíkur sumarið 2006. Atli Hilmarsson fyrir fjölþætt verkefni á sviði grafískrar hönn- unar, meðal annars í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871+/- í kjallara Aðalstrætis 16 og Sjónlist 2006 á Akureyri. Birgir Andrésson fyrir per- sónulegt framlag á sviði mynd- listar og frumlega túlkun á íslenskum þjóðareinkennum í verkum sínum á yfirlitssýningu í Listasafni Íslands vorið 2005. Rúrí fyrir gjörninginn Tileink- un, sem fram fór við Drekkingar- hyl á Þingvöllum í tengslum við samsýninguna Mega vott í Hafn- arborg haustið 2006, og fyrir áhrifamikið framlag til íslenskr- ar myndlistar. Sigríður Sigþórsdóttir, VA arki- tektum, fyrir hönnun lækninga- lindar Bláa lónsins og Landnáms- seturs í Borgarnesi, þar sem næm tilfinning og virðing fyrir nátt- úrulegu umhverfi og sögulegu samhengi er einkennandi. Valgerður Bergsdóttir fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kenn- ari, stjórnandi og myndlistarmað- ur. Tilnefningar bera með sér fjöl- breytileikann sem er í myndlist landsmanna: ljósmyndari sem átti sitt besta skeið á sjötta og sjö- unda áratugnum en tekur enn myndir; myndlistarmaður sprott- inn af akri konseftlistar; gern- ingakona og skúlptúristi, arki- tekt, grafískur hönnuður og glerlistakona og kennari með meiru. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Valgerði Hauksdótt- ur myndlistarmanni, Pétri Ármannssyni arkitekt og Björ- gólfi Guðmundssyni, stjórnarfor- manni Landsbankans, velur úr til- lögum. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ljós- myndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi graf- ískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búningahöfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erf- ingjar að myndhöfundarétti. Skyndibitar Latabæjar Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chapl- in-dagskrá og lék hljómsveitin undir. FL Group leggur hljómsveit- inni lið og kallast það: Fyrsti kons- ert er frír. Eins og nafnið bendir til eiga nú allir landsmenn kost á því að kynnast hljómsveitinni, sjá hana og heyra í öllu sínu veldi á tónleik- um. Áhugasamir þurfa eingöngu að fara inn á heimasíðu hljómsveitar- innar, www.sinfonia.is og skrá sig þar. Hljómsveitin mun síðan bjóða öllum sem skrá sig á tónleika við fyrsta tækifæri. Ráðist er í átakið því margt bendir til að fólk hafi áhuga á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar en mikli fyrir sér að stíga skrefið til fulls. Með þessu móti er vonast til að áhugasamir taki skrefið á tónleikana og njóti þeirrar upplif- unar að heyra fullvaxna sinfóníu- hljómsveit leika á tónleikum. Háskólabíó er stór tónleikasalur og er oftar en ekki þétt setinn á tónleikum. Val um sæti er því allt- af háð aðsókn greiðandi gesta. En yfirleitt eru einstaka sæti laus og það eru einmitt þau sem áhugi er á að nýta fyrir áhuga- sama sem hafa aldrei komið á tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Fleiri gesti – takk Undir lok vikunnar síðustu tók hópur manna sig til í Reykjavík og fór í blysför frá Þingholts- stræti að húsi Benedikts Gröndal við Vestur- götu 16b. Förin var gengin til að mótmæla áformum borgaryfir- valda sem nýlega keyptu húsið og hyggjast flytja það í Árbæ. Telur hópurinn sem gekk að það sé misráðið og borgarbúar eigi Gröndal skuld að gjalda, einu helsta skáldi þeirra á nítjándu öld, náttúrufræðingi, myndlistarmanni og menningar- frömuði í mörgu tilliti. Eru borg- aryfirvöld gagnrýnd harðlega fyrir þessar áætlanir. Hús Grönd- als stendur í skugga bak við yngra hús, en það er eitt af mörgum gömlum húsum við Vesturgötu. Þaðan hafa horf- ið hús undir því yfirskini að þeim skyldi komið í Árbæ. Þeirra á meðal er Sjóbúð- in þar sem Geir Zoëga bjó, sem var drifkraftur í borginni um síð- ustu aldamót. Það hefur aldrei risið þar og viðir þess fóru í önnur hús. Nú er hafið stríð um hús Gröndals og reynir nú á borgar- stjórn og aðrar opinberar nefndir sem bera ábyrgð á minjavörslu húsa í landinu. Gröndalshús í hættu kl. 19.35 /23.45 Mínútumyndir í tilefni af 40 ára afmæli Félags kvikmyndagerðar- manna. Í kvöld eru það myndir Hilmars Oddssonar, 27.09.06: Venjulegur dag- ur, og Óskars Jónassonar, Dagsverk, sem verða sýndar í Kastljósi. F A B R IK A N 2 0 0 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.