Fréttablaðið - 14.11.2006, Síða 57
Ásgerður Júníusdóttir stendur í
ströngu þessa dagana. Hún er að
frumæfa nýja óperu sem frum-
sýnd verður í lok vikunnar og jafn-
framt tekin til við að kynna disk
sinn með sönglögum eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson sem kemur út
fljótlega. Nýi diskurinn hefur að
geyma öll sönglög Magnúsar
Blöndals en fæst þeirra hafa komið
út áður. Magnús samdi talsvert af
sönglögum en kunnast þeirra er
hin erfiða voacalísa Sveitin milli
sanda sem hefur komið út í fjölda
gerða eftir að Elly Vilhjálms söng
hana fyrst.
Safndiskur Ásgerðar er áfram-
hald á þeirri vinnu sem hún hefur
lagt í að eigin frumkvæði. Mörgum
er í minni diskur hennar sem
geymdi safn af nýjum sönglögum
kvenskálda og kventónskálda sem
Smekkleysa gaf út fyrir fáum árum
og söngkonan fékk mikið lof fyrir.
Ásgerður flutti í vor sem leið
nokkur lög af þessu safni á minn-
ingarkvöldi um Magnús en í
vinnslu er heimildarmynd
um feril þessa merka tón-
skálds og fyrirhuguð
útgáfa á verkum hans á
vegum Smekkleysu. Er
diskur Ásgerðar hluti
af því plani. Alls eru
18 verk á disknum.
Og að auki verða
fimm „remix“ af
vocalísum Magnús-
ar eftir unga tón-
listarmenn: þeirra
Áka Ásgeirssonar, Þóru Marteins-
dóttur, Davíðs Brynjars Franzson-
ar, Þuríðar Jónsdóttur, Einars
Arnar Benediktssonar og Bibba
Curver. Það er Árni Heimir Ing-
ólfsson sem leikuyr undir söng
Ásgerðar á píanó, en Þórhallur
Steingrímsson á harmoníum og
orgel. Upptökur fóru fram í Saln-
um og í Neskirkju. Diskurinn er
væntanlegur til landsins.
Ásgerður syngur lög
Magnúsar Blöndal
KRISTINN H.
G UNNARSSON
Nú rifnar þakið af!
Þeir eru komnir aftur. Þeir hafa ekkert breyst. Misstu ekki af þessu
einstaka tækifæri og tryggðu þér miða á magnaða tónleika og
dansleik með Roof Tops í Súlnasal, laugardaginn 18. nóvember. Tvær
skemmtilegustu ballhljómsveitir landsins, Roof Tops og Saga Class
leika fyrir dansi eftir tónleikana.
Miðaverð kr. 6.300 fyrir kvöldverð, tónleika og dansleik, kr. 2.000 fyrir tónleika og
dansleik. Húsið opnar kl. 19 fyrir matargesti og kl. 22 fyrir tónleika og dansleik.
Miðapantanir eru í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is.
Stórdansleikur með Roof Tops í Súlnasal Hótels Sögu
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
07
05