Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 58

Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 58
Vesalingarnir koma aftur upp á Broadway í nóvember og hefjast forsýningar aðra helgi. Eru sýn- ingar áætlaðar í sex mánuði. Það er sama gengið sem stendur að sýningunni og vann upphaflegu sviðsetninguna fyrir RSC sem frumsýnd var síðla árs 1985. Sú sviðsetning flutti síðan í West End og á Broadway. Þar gekk hún frá 1987 til 2003. Sviðsetning Þjóðleikhússins þótti draga dám af upprunalegu sviðsetningunni og leiddi til athugasemda í dagblöðum frá full- trúa Autograph, en það fyrirtæki sá um hljóðhönnun á Vesalingun- um upprunalega. Gangur verksins hér var óvenju góður miðað við söngleiki en verkið er stórt og dýrt í flutningi. Vesalingar á Broadway Jökull Valsson vakti talsverða athygli fyrir sína fyrstu skáld- sögu, hrollvekjuna Börnin í Húm- dölum, sem kom út fyrir tveimur árum. Í Skuldadögum rær Jökull af miðum Stephens King og niður í reykvíska undirheima. Hér segir frá dópsalanum (og fíklinum) Matta, sem vaknar upp við vondan draum á föstudags- morgni. Búinn að týna 50 grömm- um af kókaíni sem honum var falið að selja yfir helgina og veit sem er að eigandinn verður allt annað en hrifinn. Hann þarf sem sagt að hafa upp á dópinu ellegar redda andvirði þess með öðrum ráðum, forðast handrukkara og ofan í kaupið þarf hann svo að mæta í lamb hjá mömmu. Efniviðurinn býður upp á mikla keyrslu og Jökull lætur það ekki fram hjá sér fara; á fyrstu síðum er söguhetjan komin á sprett sem – með hjálp hvíta púðursins – stendur fram á sunnudag og verð- ur blóðugri eftir því sem á líður. Matti er óheillakráka, lausnirn- ar á raunum hans virðast ítrekað vera handan við hornið en í hvert skipti sem hann reynir að bæta stöðu sína sekkur hann dýpra í fenið. Auk hans koma við sögu vinur hans Steini, steratröllið Reynir og kærastan hans Beta, handrukkararnir Ottó og Benni, ítalski pitsubakarinn Valentino, Eiður, yfirmaður Matta, og verð- bréfasalinn Sigurgeir, sem er í raun hákarlinn á toppi dóppýram- ídans en er minntur harkalega á hlutskipti þeirra sem verma botn- inn. Lykilpersónurnar eru vel heppnaðar og skýrar. Hvorki afskrifaðar sem ræflar eða upp- hafnar sem hetjur, bara eins og hvert annað fólk en tilheyrir sam- félagskima þar sem önnur lögmál gilda en í hversdagslífi flestra. Jökull minnir þó á að þessi kimi er órofinn heildinni og teygir sig ofar upp samfélagsstigann en margir vilja vera að láta. Jökull hefur traust tök á text- anum. Sagan er yfirleitt sögð frá sjónarhorni Matta, sem er stút- fullur af meiningum um hvað er að íslensku samfélagi, en frásögn- in flakkar stöku sinnum yfir í þriðju persónu. Stíllinn er talmáls- legur, með tilheyrandi slangri, og skerpir á keyrslunni þótt hann sé líklegri til að höfða til yngri les- enda en eldri. Sú mynd sem dregin er upp af Reykjavík er ekki kræsileg en raunsæ. Undir lokin reynir Jökull vissulega á þanþol lesandans í ofbeldislýsingum en heldur sig þó innan marka þess sem má kalla trúverðugt. Honum skrikar þó stundum fótur, til dæmis á Matti til að reifa sjónarmið sín um sam- félagsmein á borð við gatnaskipu- lag á ótrúlegum stundum. Slíkum agnúum er þó auðvelt að líta fram hjá. Skuldadagar er samtímasaga í húð og hár, skrifuð í stormi sinna tíða og mun því kannski eldast hratt, en svínvirkar í núinu. Tár, bros og hnúajárn Fim. Aukas. upps.9. nóv Fös. 10. nóv Lau. 11. nóv Lau. 18. nóv Sun. 19. nóv Fös. 24. nóv Lau. 25. nóv Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími 5629700 www.idno.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.