Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 67
Konfektnámskeið í Húsasmiðjunni Konur athugið! Sýnikennsla í konfektgerð verður haldin í Húsasmiðjunni undir styrkri leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakara og konditormeistara. Námskeiðin byrja klukkan 20 og standa til 22. Námskeiðisgjald er 1.500 kr. fyrir sýnikennsluna í konfektgerð. Léttar veitingar eru í boði fyrir alla þátttakendur. Panta þarf á námskeiðið í síma 525-3000 eða með því að senda tölvupóst á konfekt@husa.is Grafarholt 15. nóvember Keflavík 16. nóvember Borgarnes 21. nóvember Selfoss 27. nóvember Akranes 28. nóvember Skútuvogur 30. nóvember Akureyri 6. desember Egilsstaðir 7. desember Norsku leikmannasam- tökin heiðruðu í fyrrakvöld þá knattspyrnumenn sem hafa staðið upp úr á liðnu tímabili. Var lið árs- ins valið en eins og tíðkast hefur nær það val bæði yfir leikmenn sem léku í norsku úrvalsdeildinni sem og norska leikmenn sem leika erlendis. Landsliðsmennirnir Kristján Örn Sigurðsson, leikmað- ur Brann, og Veigar Páll Gunnars- son, leikmaður Stabæk, voru báðir valdir í liðið og er það sérstaklega góður árangur. Kristján þótti taka stórum framfaraskrefum í sumar en hann var færður úr bakvarðastöðunni í miðvörðinn í sumar þar sem hann blómstraði. Átti hann ríkan þátt í sterkum varnarleik liðsins, sér- staklega fyrri hluta móts þegar liðið fékk vart mark á sig. Hann lék við hlið Ólafs Arnar Bjarna- sonar í vörninni en síðla sumars gekk annar íslenskur varnarmað- ur, Ármann Smári Björnsson, til liðs við félagið. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegur heiður,“ sagði Kristj- án Örn við Fréttablaðið í gær. „Þetta tímabil var ágætt hjá mér en það má auðvitað alltaf gera betur. Ég stefni að því að standa mig enn betur næsta tímabil,“ sagði Kristján sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Brann. Hann hefur verið orðaður við lið í Englandi en sjálfur hefur hann ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Honum hefur þó ekki enn verið boðinn nýr samningur hjá Brann. „Framkvæmdastjóri félagsins sem sér um þessi mál var að segja upp. Þannig að ef eitthvað á að verða úr því gerist það ekki strax.“ Veigar Páll Gunnarsson var næstmarkahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í sumar en hann skoraði átján mörk, einu færra en félagi hans, Daniel Nannskog. Sá síðarnefndi var val- inn leikmaður ársins af stuðnings- mannasamtökunum í Noregi og hlaut af því tilefni „gulltrefilinn“ svokallaða. Nannskog var hins vegar ekki valinn í lið ársins, held- ur Veigar Páll og Steffen Iversen, leikmaður Rosenborg. Hann skor- aði sautján mörk í sumar en þeir þrír voru í sérflokki í markaskor- un í sumar. Stabæk lenti í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og missti þar með af sæti í Royal League sem fjögur efstu liðin fá þátttökurétt í. Brann lenti í öðru sæti deildarinnar og er því með í keppninni. Kristján Örn á þó við meiðsli að stríða og gæti misst af næsta leik liðsins í deildinni. „Ég meiddist á ökkla í sumar og sömu meiðslin tóku sig upp á æfingu um daginn. Ég hef spilað á tæpri löppinni í allt sumar og ætla því að taka mér góðan tíma til að jafna mig í þetta sinn,“ sagði Kristján Örn. Norsku leikmannasamtökin völdu lið ársins í norsku knattspyrnunni í árlegu hófi í Ósló í fyrrakvöld. Valið nær til allra leikmanna í Noregi sem og norskra leikmanna erlendis og áttu Íslendingar tvo fulltrúa í liðinu. Enska úrvalsdeildarliðið Reading tilkynnti í gær að það hefði framlengt samninga sína við íslensku landsliðsmennina Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Er það mikil viður- kenning fyrir íslenska tvíeykið en þeir spiluðu stórt hlutverk í sigri liðsins í ensku 1. deildinni í fyrra og hafa átt góðan þátt í velgengni liðsins í ensku úrvalsdeildinni í ár. Sér í lagi Ívar sem hefur verið fastamaður í byrjunarliði Read- ing. Brynjar Björn samdi til ársins 2008 en Ívar til 2009. Steve Copp- ell, stjóri liðsins, hefur áður lýst yfir mikilli ánægju með störf þeirra og Nick Hammond, yfir- maður knattspyrnumála félagsins, gerði það sama í gær. „Ívar og Brynjar eru báðir algerir fagmenn fram í fingur- góma og góð dæmi um það sem Reading stendur fyrir sem knatt- spyrnufélag,“ sagði Hammond. „Áhrif þeirra á lið Reading hafa verið mikil á þeirra tíma hjá félag- inu og erum við hæstánægð með að þeir hafi skrifað undir nýja samninga.“ Sjálfur tók Ívar undir þetta og lýsti yfir ánægju sinni með samn- inginn. „Hér vil ég vera og taka þátt í því sem Reading er að gera. Samningurinn er vottur um að félagið hefur trú á mér og að ég geti staðið mig vel í úrvalsdeild- inni. Ég er því afar þakklátur,“ sagði Ívar. Brynjar Björn var vitanlega ánægður með sitt og sagðist hlakka til að takast á við þau verk- efni sem eru fram undan hjá Reading næsta eina og hálfa árið. Ívar og Brynjar framlengdu samninga sína við Reading Svo gæti farið að Barce- lona myndi leitast eftir því að fá Henrik Larsson aftur í sínar raðir um stundarsakir þar sem meiðsli hrjá sóknarmenn liðsins um þess- ar mundir. Samuel Eto‘o verður frá fram yfir áramót og verður Lionel Messi einnig frá í svipaðan tíma. Þá meiddist Javier Saviola í leik Barcelona gegn Real Zaragoza um helgina eftir að hafa komið inn á sem varamaður fyrir Eið Smára Guðjohnsen og skorað þriðja mark liðsins í 3-1 sigri Börsunga. Spænskir fjölmiðlar sögðu í gær að forráðamenn Barcelona væru nú að skoða þann mögu- leika að fá Larsson aftur til félagsins þar til nýtt keppnis- tímabil hefst í Svíþjóð þar sem hann leikur með Helsingborg. „Saviola reif vöðva í vinstra læri og er búist við að hann verði frá í fjórar til sex vikur,“ sagði í frétt á heimasíðu Barcelona í gær. Messi verður frá í þrjá mán- uði þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð á fæti. Frank Rijkaard, stjóri Barce- lona, teflir iðulega fram þriggja manna sóknarlínu og getur nú valið á milli fjögurra manna. Þeir eru Ronaldinho, Ludovic Giuly, Eiður Smári Guðjohnsen og Santi Ezquerro en sá síðastnefndi hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu. Henke Larsson aftur til Börsunga?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.