Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 1

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 1
550 5000 Fjölskyldan hafði lengi átt fimm sæta Mitsubishi Galant, árgerð 1990. En þega yngsti sonurinn fæddi t ffjöl „Við ferðuðumst um allt land í mánuð, sváf- um í tjaldi og og nutum lífsins,“ segir Svav- ar. Dæturnar þrjár sem eru 7, 8 og 9 ára og eiginkona Svavars, Þóra Arnórsdóttir frétta- kona, eru með eindæmum söngelskar og því var sungið hástöfum á vegum landsins í sumar. „Mér þykir óskaplega gaman að syngja líka, en því miður held ég ekki lagi,“ segir Svavar sem segir með ólíkindum hvað dæturnar og konan þó umbera þes stöku tóntegund Austurland Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur olíufélögunum vegna ólög- legs verðsamráðs félaganna á árunum 1993 til og með 2001. Þetta staðfesti Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Fréttablaðið. Krafa bæjar- ins nemur tæp- lega 29 milljónum króna og byggist á því að olíufélög- in hafi „staðið fyrir samstilltum aðgerðum við gerð tilboða vegna útboðs Vest- mannaeyjabæjar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytis- kaupa Bæjar- veitna, Áhalda- húss og Hafnarsjóðs bæj- arins“, eins og orðrétt segir í kröfubréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Elliði segir olíufélögin hafa hafnað kröfum Vestmannaeyjabæjar og því hafi verið ákveðið að fara með málið fyrir dóm. Er í kröfubréfinu meðal ann- ars vitnað til fundargerðar fram- kvæmdastjórnar Olíufélagsins frá 22. apríl 1997. Þar segir að framkvæmdastjóri markaðs- sviðs, sem þá var Þórólfur Árna- son, hafi rætt „þetta útboð við fulltrúa Olís og Skeljungs“. Í fundargerðinni segir einnig að Þórólfur hafi sagt „frá útboði Vestmannaeyjabæjar og að olíu- félögin ættu erfitt með að gefa afslátt frá listaverðum vegna þess fordæmis sem því fylgdi“. Í tölvupósti sem Jón Halldórs- son, þáverandi framkvæmda- stjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, sendi til Einars Bene- diktssonar, forstjóra Olís, 12. febrúar árið 2000, segir að í apríl 1997 hafi Vestmannaeyjabær sóst eftir „tilboðum í allan sinn rekst- ur. Tilboð komu á listaverði frá öllum aðilum þannig að ljóst var að hver héldi sínu“. Aðalmeðferð fór fram í máli Sigurðar Hreinssonar, trésmiðs frá Húsavík, gegn Keri, sem áður var Olíufélagið, á fimmtudag. Að sögn Steinars Guðgeirsson- ar hæstaréttarlögmanns, sem flytur mál Sigurðar og Vest- mannaeyjabæjar, gæti niðurstað- an í málinu orðið fordæmisgef- andi fyrir fleiri mál. Hátt í 200 einstaklingar hafa lýst yfir áhuga á því að fara í mál við olíufélögin í gegnum neytendasamtökin. „Þetta mál gæti orðið fordæmis- gefandi fyrir önnur sambærileg mál sem hugsanlega kæmu í kjöl- farið, verði olíufélögin dæmd til skaðabóta. Grunnurinn að málinu byggist á því að ólöglegt samráð leiði til yfirverðs og að ávinning- urinn af átta ára verðsamráði sé ótvíræður. Þetta litla mál gæti því velt þungu hlassi verði niður- staðan sú að olíufélögin verði dæmd til greiðslu skaðabóta,“ segir Steinar. Tveir af þremur bæj- arfulltrúum Vestmannaeyjalist- ans eru skráðir í Sjálfstæðis- flokkinn, sem er einn í meirihluta í bæjarstjórninni með fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Sex af sjö bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum eru því skráðir í Sjálfstæðisflokkinn þótt flokk- urinn hafi ekki nema fjóra full- trúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vestmannaeyja- listinn buðu fram í sveitarstjórn- arkosningunum í vor en að sögn bæjarfulltrúa Vestmannaeyja- listans er ekki um að ræða sam- eiginlegt framboð margra stjórn- málaflokka, þótt Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hafi ekki boðið sérstaklega fram í kosningunum. Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving Ingvarsson, sem sitja í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir hönd Vestmannaeyjalist- ans, staðfestu við Fréttablaðið í gær að þeir væru skráðir í Sjálf- stæðisflokkinn. „Ég hef ekki enn þá verið skráður úr flokknum. Ég tók þátt í prófkjörinu fyrir skömmu til þess að veita góðum mönnum brautargengi,“ sagði Páll Scheving. Hjörtur sagðist sömuleiðis vera skráður í flokkinn. „Ég er búinn að vera skráður í flokkinn að ég held síðan ég var ungling- ur, eftir að ég kaus í einhverju prófkjöri. Það hefur gengið afar erfiðlega að fá sig lausan úr flokknum. En það hlýtur að koma að því.“ Í bæjarstjórn Vestmannaeyja sitja Elliði Vignisson, sem jafn- framt er bæjarstjóri, Páley Borg- þórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir hönd Vestmannaeyjalistans situr, auk Hjartar og Páls, Kristín Jóhannsdóttir. Í 34. grein skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins kemur fram að „gegni maður trúnaðarstörf- um fyrir annan stjórnmálaflokk geti maður ekki verið félagi í sjálfstæðisfélagi“. Eins og þessi vel dúðaði stöðumælavörður ber með sér stóð Ísland undir nafni í gær eins og alla undanfarna viku. Mikið frost var um allt land og fóru tölur niður fyrir tíu gráður víða á Norð- urlandi. Minnkandi vindur gerir þó tilveruna bærilegri en undan- farið og draga fer úr vindi á næstu dögum. Það bítur þó í kinnar landsmanna áfram því frost verð- ur töluvert áfram í dag. Stöðumælavörður 19 kann ágætlega við kuldann og minnir á að eina ráðið gegn kulda er að klæða sig vel en það er víst eitt- hvað sem Íslendingar ættu að vita eftir rúmlega ellefu hundr- uð ára dvöl í þessu landi elds og ísa. -
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.