Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 18.11.2006, Síða 8
 George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríð- inu, meðal annars þann að verk- efni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næst- unni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bát- inn. „Það mun einfaldlega taka lang- an tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð – og það er hugmynda- fræði frelsisins – að sigrast á hug- myndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hætt- um.“ Þetta sagði Bush á blaðamanna- fundi í Hanoi, höfuðborg Víet- nams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í for- setahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráð- herra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokks- ins og hitti þar valdamesta leið- toga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnista- flokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víet- nams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Banda- ríkjanna sem var í þeim erinda- gjörðum að bæta samskipti ríkj- anna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minn- ast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrra- hafsríkja. Vill ekki fara strax frá Írak Bush dregur þann lærdóm af Víetnamstríðinu að bandaríski herinn eigi ekki að fara of fljótt burt. Sigur geti unnist, en það muni taka tímann sinn. Markmið sjóðsins er að ná hærri ávöxtun en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands. KOSTIR VERÐBRÉFASJÓÐA GLITNIS: • Mikil áhættudreifing og góð ávöxtun • Eignastýring í höndum sérfræðinga • Ávallt innleysanlegir Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 10 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðslýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. * Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð ** Sjá ávöxtun innlendra hlutabréfasjóða á www.sjodir.is 39,9% Nafnávöxtun síðustu 12 mánuði m.v. 30.09.2006* SJÓÐUR 10 ÚRVAL INNLENDRA HLUTABRÉFA BESTA ÁVÖXTUN SAMBÆRILEGRA SJÓÐA SÍÐUSTU 24 MÁNUÐI** H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 5 4 1 . Í eigu hvers var Gullborgin sem nú stendur til að rífa? Hvaða Íslendingur varð fyrstur til að tryggja sér þátt- tökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi? Hvaða þingmaður tekur sæti á þingi eftir 19 ára fjarveru? Ríkisstjórnin leggur til að 300.000 króna frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega taki að fullu gildi um næstu áramót og gildistöku þar með flýtt um þrjú ár. Í frumvarpi um almannatrygg- ingar sem nú er til umfjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir að frítekju- markið taki gildi í tveimur áföng- um, árið 2009 og 2010. Er þessi ákvörðun sögð endurspegla vilja ráðherra og ríkisstjórnar að koma til móts við eindregnar óskir tals- manna fulltrúa aldraðra og aldr- aðra sjálfra. Samfylkingin, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem flokkarnir sögðust fagna þess- ari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Þó nái þetta skref hvergi nærri nógu langt og sé aðeins þriðjungur af því sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt til á Alþingi. Í þingsálykt- unartillögu sem stjórnarandstöðu- flokkarnir stóðu sameiginlega að í haust er lagt til að frítekjumark vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þúsund krónur á mánuði eða 900 þúsund krónur á ári og komi strax til framkvæmda. Krefjast flokkarnir þrír þess að ríkisstjórnin stígi nú þegar stærri skref til þess að bæta kjör lífeyris- þega í samræmi við þessar tillögur. Hærra frítekjumark aldraðra Karlmaður um þrítugt var handtekinn tvívegis á rúmri klukkustund vegna ölvunar- aksturs aðfaranótt föstudags. Fyrst var hann stöðvaður í Tryggvagötu og bíllyklar hans gerðir upptækir. Maðurinn lét þó ekki segjast, náði sér í aukalykla og hélt för sinni áfram. Lögreglan stöðvaði hann aftur stuttu síðar á Vesturlands- vegi og þurfti að beita manninn valdi til að ná úr honum blóðsýni. Þá fór bifreið yfir á rauðu ljósi á Sæbraut sömu nótt og í kjölfarið gefið merki um að stöðva. Ökumaðurinn, kona um tvítugt, hlýddi kallinu en reyndi síðan að stinga af á tveimur jafnfljótum. Lögreglan hafði þó hendur í hári hennar í nálægum húsagarði og reyndist hún vera undir áhrifum áfengis. Náði í aukasett af bíllyklum Yfir fimm hundruð umsóknir bárust um lóð á Hrauns- holti eystra og í Garðahrauni þegar úthlutun á níutíu og einni lóð á þessum tveimur svæðum var auglýst nýlega. Umsóknirnar skiptast nokkuð jafnt á milli svæðanna eftir því sem kemur fram á vef Garðabæjar. Listi yfir nöfn umsækjenda verður lagður fyrir fund bæjarráðs á þriðjudaginn í næstu viku. Óvíst er hvenær tillaga um úthlutun verður lögð fram en gera má ráð fyrir að það verði í desember eða byrjun janúar. Stefnt er að því að lóðirnar verði byggingarhæfar haustið 2007. Yfir 500 manns sóttu um 91 lóð Björn Bjarnason dómsmálaráðherra býst við að á nýjum búningum lögreglumanna standi enska orðið police. Björn upplýsti þetta á þingi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknarflokki, um merkingu varðskipsins Týs. Þegar skipið kom úr slipp í Póllandi fyrir rúmum mánuði stóð á því Coast Guard en merkingin var afmáð skömmu síðar. Taldi Björn að skipið yrði merkt bæði með íslensku og ensku heiti Land- helgisgæslunnar í framtíðinni. Svaraði Björn aðspurður að lögreglubílar verði ekki merktir á ensku en nýir búningar lögreglumanna beri merkinguna police. Búningar lögreglu verði merkt police
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.