Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 12

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 12
[Hlutabréf] Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrar- félög, 365 á sviði fjöl- miðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýs- ingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurð- ardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu í gær að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög; annars vegar fjöl- miðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. og hins vegar upplýsingatækni- og fjarskiptafélagið Teymi. Verða bæði félögin skráð í Kauphöll Íslands næstkomandi mánudag og fá hluthafar Dags- brúnar hlutabréf í hvoru félagi. Við skiptinguna er fjölmiðlahlut- inn metinn á 55 prósent af heildar- virði Dagsbrúnar en fjarskipta- hlutinn á 45 prósent. Ari Edwald er forstjóri 365 en Árni Pétur Jónsson stýrir Teymi. Í stjórn 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, setjast Jón Ásgeir Jóhannesson, Árni Hauks- son, Magnús Ármann, Pálmi Har- aldsson og Þorsteinn M. Jónsson. Jón Ásgeir tekur við starfi stjórn- arformanns. Stjórn Teymis er skipuð þeim Þórdísi J. Sigurðar- dóttur, fyrrum stjórnarformanni Dagsbrúnar, Guðmundi Ólasyni, Matthíasi Páli Imsland, Þorsteini M. Jónssyni og Þór Sigfússyni. Þórdís, fráfarandi stjórnarfor- maður, sagði á fundinum að upp- stokkun Dagsbrúnar væri liður í því að efla rekstur félagsins og stjórnin teldi það farsæla niður- stöðu fyrir hluthafa og starfsmenn að eignast hluti í tveimur skráðum félögum. „Á undanförnum tveim- ur árum hefur verið unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla- og fjar- skiptahluta Dagsbrúnar með innri og ytri vexti. Við teljum að því verki sé lokið og eftir standi tvö félög sem hvort um sig búi við sterka stöðu á markaði og eru skýr valkostur fyrir fjárfesta.“ Ari Edwald, forstjóri 365, segir að félagið ætli sér að selja hlut sinn í Hands og bróðurpart bréfa í breska útgáfu- og samskiptafyrir- tækinu Wyndeham Press og ein- beita sér að innanlandsmarkaði. Velta 365 er áætluð tólf milljarðar króna. Lokað var fyrir viðskipti með Dagsbrún í gær vegna skiptingar- innar. Á fimmtudaginn sendi Dags- brún frá sér neikvæða afkomuvið- vörun fyrir fyrstu níu mánuði ársins og hefur 1,5 milljarða var- úðarfærsla verið færð vegna eign- arhlutar í Wyndeham Press. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans reikna með miklu tapi félagsins á 3. ársfjórðungi en það tapaði 1,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og hafa hluta- bréf þess lækkað um 24 prósent frá ársbyrjun. Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöru- verði auk þess sem greiðslufrest- ur til birgja verði lengdur. Að sögn breska dagblaðsins Times ætlar Don McCarthy, stjórnarformaður HoF, að fara fram á tveggja prósenta afslátt frá birgjum enda hafi ekki orðið neinar breytingar á samningum birgja og HoF síðan á sumardög- um árið 2003. Stjórnir bresku verslananna Debenhams, Bhs, Arcadia og Marks & Spencer hafa þegar óskað eftir álíka kjörum hjá birgjum. Times segir að stjórnir nokk- urra verslanakeðja hafi óskað eftir því í júní síðastliðnum að birgjar veittu eins prósents afslátt og framlengdu greiðslufrest sinn úr 30 dögum í 60. Marks & Spenc- er fór hins vegar fram á 5,5 pró- senta afslátt. Kaupum Baugs og fleiri fjár- festa á HoF lauk í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra félagsins, að breskar versl- anir bjóði margar hverjar upp á keimlíkt vöruúrval. Sé nauðsyn- legt að krydda vöruúrvalið og hafi hann þegar boðað að nokkrum vörumerkjum í verslunum HoF verði skipt út fyrir önnur. House of Fraser semur við birgja Hagnaður fjárfestingafélagsins Atorku Group nam rúmum 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljón- ir á sama tíma í fyrra. Séu öll félög Atorku tekin með skilaði samstæð- an 32,2 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Félagið skilar uppgjöri í tvennu lagi, móðurfélagi annars vegar og samtæðu hins vegar. Í móðurfélagsreikningi eru allar fjárfestingar, m.a. fjárfestingar í dótturfélögum metnar á gangvirði en í samstæðureikningi er beitt hlutdeildaraðferð og samstæðu- reikningsskilum þar sem rekstrar- leg afkoma hvers og eins dótturfé- lags ásamt afkomu móðurfélags, án gangvirðismat á dótturfélögum, er lögð saman og myndar afkomu tímabilsins. Tvöfalda hagnaðinn Sá hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis hefur verið settur í eignarhaldsfé- lagið Hands Holding sem fyrst kallaðist K2. Hluthafar félagsins eru Teymi, 365, Milestone og Straumur-Burðarás. Teymi er stærsti hluthafinn með hlut á bil- inu 40-50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hands Holding eru átta talsins í sjö löndum. Meðal þeirra eru Hands í Noregi, Opin kerfi, Hugur Ax, Landssteinar Strengur, Kerfi í Svíþjóð og í Dan- mörku. Áætluð velta félagsins á árinu er um nítján milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Sveinn Andri Sveins- son, viðskiptafræðingur og fyrr- um fjármálastjóri Norðurljósa, taka við sem framkvæmdastjóri Hands. Markmið eigenda munu vera þau að viðhalda og bæta núver- andi rekstur. Einnig verða mögu- leikar til stækkunar kannaðir innan- sem utanlands. Talið er lík- legt að bæði 365 og Teymi muni minnka við hlut sinn í Hands en aðrir hluthafar bæti við sig verði hlutafé aukið. Stjórn eignarhaldsfélagsins skipa Gunnlaugur M. Sigmunds- son, sem er formaður stjórnar, Björgvin Ingi Ólafsson, Guðmund- ur Ólason, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þórdís J. Sigurðardóttir. Hands Holding til starfa Peningaskápurinn …
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.