Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 19
Ég má til með að þakka fyrir mig, eins og hinir frambjóðendurnir. Kosningabarátta mín var ólík ann- arra að því leyti að ég gerði ekk- ert til að fá fólk til að kjósa mig. Annað en þá það að láta fara sem minnst fyrir mér. Að frátöldu þátttökugjald- inu, kostaði þessi „prófkjörsslag- ur“ tæplega fimmtán þúsund krón- ur, sem ég borgaði með yfirdrætti á bankareikningi mínum. Engu að síður fékk ég fjörutíu prósent atkvæða, sem ég er harla ánægður með. Ekki síst í ljósi þess að þarna úti meðal þeirra sem ekki taka þátt í prófkjörum flokkanna, eru þús- undir kjósenda sem eiga samleið með mér. Og ég með þeim. Tölum betur saman í vor. Með bestu kveðju, Ellert B. Schram. Kveðja til kjósenda Í Fréttablaðinu hinn 29. október birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra um hlutfall Íslendinga á aldr- inum 20-40 ára sem stunda háskóla- nám. Þar hrósaði hún ítrekað þeim árangri sem íslensk stjórnvöld hafa náð í framlagi til menntamála, sam- anborið við hin Norðurlöndin. Þorgerður Katrín bendir rétti- lega á að námslán íslenskra náms- manna eru hærri en gengur og ger- ist á Norðurlöndunum. Aftur á móti hafa „lánasjóðir“ Norðurlandanna blandað tilfærslukerfi, þ.e. styrkja- og lánakerfi. Á Norðurlöndunum vega því námslán aðeins 1/3 af tilfærslum stjórn- valda og 2/3 er styrkur, sem námsmenn þurfa ekki að greiða til baka. Íslenskir námsmenn fá 87.400 krónur á mán- uði, miðað við einstakling í leiguhúsnæði. Það má einnig benda á að náms- lánin skerðast um 12% af tekjum ársins á undan. Ef við berum saman Dan- mörku og Ísland fá námsmenn þar í landi u.þ.b. 29.000 krónur á mánuði í námslán og styrk upp á 57.000 krónur. Samtals 86.000 krónur á mánuði. Svipað náms- og styrkjakerfi er til staðar á hinum Norðurlöndun- um. Samkvæmt þessu, eins og menntamálaráð- herra benti á, veita Íslend- ingar hæstu námslánin á Norðurlöndunum enda vega styrkirnir þar mun meira. Námslán á Íslandi bera 1% vexti sem eru í raun- inni 8,2% vextir miðað við núverandi verðbólgu- stig, lánskerfið á Norður- löndum býður upp á óverðtryggð námslán með 2,5%- 3,5% raunvöxtum. Því miður eru framfærslulánin og lánskjörin ekki nógu góð ef tekið er tillit til verðlagsástands og borið saman við sambærileg láns- og styrkjakerfi á Norðurlöndunum. Á Íslandi er raunveruleg fram- færsla námsmanna ekki mæld og hefur kröfum námsmannahreyf- inganna um að slík vinna verði hafin verið tafin af fulltrúum stjórnvalda í stjórn LÍN. Miðað við framfærslugrunn LÍN duga náms- lánin ekki fyrir raunverulegri framfærslu námsmanna. Náms- lánin eru okkar laun fyrir okkar vinnu. Er nám ekki annars 100% vinna? Ég hvet menntamálaráðherra til þess að beita sér fyrir í framfærslu- málum námsmanna, og styðja þannig við menntun Íslendinga, grunnstoð þekkingarþjóðfélagsins. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs HÍ. (Greinin er birt í heild á Visir.is undir Umræðan) Ranghugmyndir menntamálaráðherra Ígrein Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu 13. október sl. er ráðist á „umhverfisöfgamenn“ sem „bæta það upp með hávaða, sem vantar á þekkinguna“. Því miður er umfjöllun Hannesar sjálfs fremur dæmi um hávaða en mál- efnalega gagn- rýni. Í fyrsta lagi verður því ekki trúað að prófessor í stjórnmála- fræði sé ófær um að skilja hvernig skilyrðissetningar haga sér. Þess vegna er meðhöndlun Hannesar á viðvörunum umhverfisverndars- inna um DDT og friðunarsinna um hvalastofnana óskiljanleg. Spárnar segja að ef ekkert verði að gert þá muni DDT valda miklum skaða og sumar hvalategundir deyja út. Þegar svo var brugðist við viðvör- unum með þeim árangri að vanda- málin snarminnkuðu ályktar stjórn- málafræðingurinn að spárnar sem viðvaranirnar byggðust á hafi reynst rangar. Hannes hlýtur þó að skilja að tilgangurinn með því að kynna spárnar var einmitt að koma í veg fyrir að þær rættust. Prófessorinn er svo fjölhæfur að hann hlýtur að vera með doktors- gráðu í fleiru en stjórnmálafræði. Hann hikar í það minnsta ekki við að fullyrða að nær allir loftslagsfræð- ingar heimsins hafi rangt fyrir sér um orsök hlýnunar jarðar og afleið- ingar þess fyrir mannkynið. Kemur þó hvergi fram að Hannes sé sjálfur loftslagsfræðingur eða hafi nokkur vísindaleg gögn til stuðnings afstöðu sinni. Engu að síður telur Hannes að „margar aðrar skýringar“ geti verið á hlýnunni og gengur svo langt að telja að loftslagshlýnun geti hrein- lega komið „í veg fyrir nýja ísöld“. Í lok greinarinnar nefnir Hann- es svo tölfræðinginn Björn Lom- borg og telur að hann hafi hlotið ósanngjarna meðferð hjá umhverf- isverndarsinnum. Lomborg er eink- um þekktur fyrir að hafa verið dæmdur af siðanefnd danskra vís- indamanna fyrir óheiðarleg vinnu- brögð. Hann var m.a. gagnrýndur fyrir að skálda gögn og mistúlka niðurstöður annarra vísindamanna af ásettu ráði. Spyrja má hvort umhverfisverndarsinnar eigi frem- ur að treysta tölfræðingnum Lom- borg en öðrum vísindamönnunum sem eru nær allir sammála um nauðsyn þess að takmarka losun koltvísýrings. Og er þá almennt betra að treysta tölfræðingum fyrir loftslagsmálum? Eða er ekki betra að vísindamenn, þ.á.m. Hannes sjálfur, spari fullyrðingarnar þegar kemur að kenningum annarra vís- indagreina? Höfundur er háskólanemi. Mengun prófessors
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.