Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 38

Fréttablaðið - 18.11.2006, Page 38
James Bond er mættur aftur til leiks í kvikmyndinni Cas- ino Royale, útbúinn ýmsum tækninýjungum, þar á meðal farartækjum, til að knésetja óþokkana. Aston Martin DB5 er líklega þekktasta gerð Aston Martin, ekki síst vegna heimsfrægðarinnar sem þessi tiltekna bíltegund hefur öðlast í gegnum kvikmyndir um njósnara hennar hátignar, James Bond, eða 007. Hefur Bond sést þeysa um á ólíkum gerðum Aston Martin með reglulegu millibili frá því að þriðja kvikmyndin um hann, Goldfinger, leit dagsins ljós árið 1964, en fram að því ók hann um á Bentley Mark IV. Er sú hugmynd runnin undan rifjum skapara Bonds, Ian Flemm- ing, sem tilgreinir jafnframt hve mikla ánægju almennt viðhald á bifreiðinni veiti njósnaranum þegar hann eltist ekki við skúrka eða kvenfólk. Bentleyinn sem Flemming lýsir er jafnfram langt frá því að vera jafn tæknivæddur og Aston Martin kvikmyndanna. Í fyrstu tveimur Bond-myndunum, Dr. No (1962) og From Russia With Love (1963) er tækjabúnaður Bonds reyndar almennt af heldur skorn- um skammti, en framleiðendur myndanna sáu sér ekki annan kost vænan en að bæta úr því í Gold- finger þar sem andstæðingarnir verða viðsjárverðari með hverri mynd. Bond þarf einfaldlega á tækj- unum að halda til að ná settum markmiðum, enda býr hann ekki yfir ofurmannlegum kröftum líkt og Hulk, Wolverine eða Könguló- armaðurinn. Aston Martin hefur oftar en ekki komið að góðum notum í baráttunni við glæpi og hafa ófáir misindismenn mætt skapadómi sínum fyrir tilstilli þessarar ofurbifreiðar, hvort sem þeir hafa fengið á sig tundurskeyti úr henni, orðið fyrir skothríð eða verið skotið upp í háloftin úr far- þegasætinu. Þótt farartæki Bonds skipti tugum, allt frá kafbátum sem líkj- ast ísjökum upp í litlar þotur sem leggjast saman og taka á sig hests- mynd, er Aston Martin líklegast sá þekktasti, tengdur ímynd Bonds jafn órjúfanlegum böndum og beretta með 0,22 hlaupvídd eða hristur martini (athugið, ekki hrærður!). Það skal því engan undra þótt Aston Martin verði á sínum stað í nýjustu myndinni um Bond, Casi- no Royale (2006), en notkun bíls- ins er ef til vill liður í tilraun til að endurvekja gullaldarskeið Bonds þegar Sean Connery túlkaði per- sónuna af hörku. Spennandi verð- ur að sjá hvort leikarinn Daniel Craig taki sig jafn vel út í ökusæt- inu á hinum nýja Aston Martin DBR9 og Connery gerði í sínum DB5. Órjúfanlegur hluti af njósnara hennar hátignar RAFGEYMAR Í ÖLL FARARTÆKI 2 5 3 1 / TA K TI K 8 .1 1 .2 0 0 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.