Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 18.11.2006, Qupperneq 86
22.00 Daniel A. Pinero eða DP One er einn af efnilegustu hip-hop plötu- snúðum Bandaríkjanna um þessar mundir. Hann er í hóp sem heitir Turntable Anihilists og meðlimur í Rock City Rockers, TCK og Zulu Kingz. Ásamt því hefur hann deilt sviði með RUN-DMC, Slick Rick, Talib Kweli, Mos Def, Common og M.O.P. Hann verður á NASA í kvöld. Hildur Bjarnadóttir opn- ar í dag sýningu í Safninu í gamla Faco-húsinu við Laugaveg. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin sérstak- lega fyrir þessa sýningu Safnsins. Hildur hefur á undanförnum árum fengist við gerð verka sem sækja í eldri hannyrðir. Hún notar tækni handíða í víðu samhengi þráðar og vefs og vísar gjarna í aldalanga hannyrða- og handverkshefð kvenna. Í nýlegum verkum sínum hefur hún og gert málarastrigann að vettvangi fyrir formpælingar sínar og dregur um leið upp hugmyndafræði karllægs sjónarhorns sem ríkir í listasög- unni. Þar sem saga málverksins er í fyrirrúmi og jafnan það sem karlar hafa gert á því sviði. Ólíkt þeim listamönnum, sem hafa öldum saman notað strigann sem undirstöðu málverks, vinnur Hild- ur með strigann sjálfan og sögu- lega merkingu hans, gerir hann að upphafsreit í leit að svörum: hvað skilur handverkið frá hinum „fögru listum“, hún vekur spurn um opinbera listhefð, hámenningu og lágmenningu, karllega list og kvenlega. Verk Hildar í Safni líta, við fyrstu sýn, út fyrir að vera „mónókróm“ – einlit og einsleit – málverk, hörstrigar, sem málað hafi verið yfir með ljósum lit. Reyndin er þó að, að baki hvers verks fer fram vinna, sem byggir á aldagamalli textílhefð. Hildur vefur verkin frá grunni, úr fínasta hör sem fáanlegur er og litar þráð- inn með akrílmálningu áður en hún tekur til við að vefa úr honum. Þau eru málverk án myndar, það er handverkið sjálft sem er verkið og vísanir þess í handverkssögu, listasögu, karla- og kvennamenn- ingu. Hildur Bjarnadóttir er fædd 1969, nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og við Pratt Institute í New York, Bandaríkj- unum. Verk hennar hafa verið sýnd víða; í helstu söfnum og sýn- ingarrýmum á Íslandi, svo og í Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Póllandi, Noregi og Svíþjóð, Hildur hlaut á árinu Sjónlistaorð- una fyrir myndlist og hefur auk þess hlotið í verðlaun The Betty Bowen Memorial (2001), Menn- ingarverðlaun The American Scandinavian Society of New York (1999) og Myndlistarverðlaun Pennans (2000). Hildur sýnir nú verk sín í fyrsta sinn í Safni og stendur sýning hennar út árið 2006. Félag um átjándu aldar fræði gengst fyrir málþingi í fyrirlestra- sal Þjóðarbókhlöðu í dag og hefst það kl. 13 og lýkur um kaffileytið. Þar verða flutt sex erindi fræði- manna um ýmislegt er lýtur að sögulegum minnum frá einkalífi þess tíma sem félagið einbeitir sér einkum að. Kvonbænir og kaupöl heitir erindi Árna Björnssonar, dr. phil. Ísland í ljósi vestur-evrópsks hjúskaparmynsturs er efni Ólafar Garðarsdóttur, sagnfræðings. Djákninn á Reynisstað og kona klausturhaldarans – Af ástum Jóns Steingrímssonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving er efni Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín, guðfræðings. Raunir biskupsdótt- ur – Þættir úr lífssögu Helgu Steinsdóttur er efni Sigurðar Pét- urssonar. Ævisaga Guðrúnar Ketilsdótt- ur – sjálfsævisaga baráttukonu eða kímni- saga af flóni? spyr Guðný Hallgríms- dóttir sagn- fræðingur. Skóp ástin örlög Þuríð- ar bóndadótt- ur? er við- fangsefni Þórunnar Guðmunds- dóttur sagn- fræðings. Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínút- ur. Um 10 mínútur gefast til fyrir- spurna og umræðna að loknu hverju erindi. Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar aðgengileg á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18. oldin. Af ástum og örlögum Grasrótarsýningar Nýlistasafns- ins eru undanfarin sex ár búnar að vera spennandi samantekt á því hvað er að gerast í yngsta hópi starfandi myndlistarmanna. Það var hlutverk Grasrótarinnar frá upphafi að kynna það ferskasta í íslenskri nútímalist. Að þessu sinni ákváðu sýningarstjórarnir Andrea Maack, Huginn Þór Ara- son og Jóhannes Atli Hinriksson að velja einn upprennandi ungan myndlistarmann til sýningar í öllu safninu. Með því vildu þau skapa heilsteypta sýningu þar sem lista- maðurinn fær notið sín til fulln- ustu. Nær þrjú hundruð fermetrar Nýló eru því lagðir undir mynd- heim Huldu Vilhjálmsdóttur. Þetta er stærsta sýning sem Hulda hefur staðið fyrir þótt hún hafi komið víða við á ferli sínum frá því hún sýndi fyrst 1997. Níunda árið hennar er brátt og baki og það tíunda fram undan. Hulda Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá málaradeild MHÍ 2000 og hefur unnið sleitulaust síðan að listsköpun sinni. Sérstakur stíll listakonunnar hefur þróast í gegn- um árin og hefur Hulda verið ötul við sýningarhald að ýmsu tagi. Verkin í Nýló eru 72 að tölu og af öllu tagi, þótt málverk í bland við teikningar, skúlptúra, ljósmyndir o.fl. séu þar fyrirferðarmest. Þau eru flest til sölu. Hulda heldur úti vefsíðu þar sem skoða má feril hennar og kynnast sögu hennar og viðhorfum, www.huldavil.com. Sýningin í Nýló opnar á laugardag kl. 16. Nýlistasafnið er opið frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13-17 og á fimmtudögum til kl. 22. Stendur sýningin til 17. desember. Hulda í Grasrótinni ! Kvennakór í Grafarvogi P IP A R • S ÍA • 6 0 7 0 4 Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík • Sími 568 4240 www.astund.is • astund@astund.is 30% afslátt af öllum vörum veitum við viðskiptavinum okkar Í tilefni af 30 ára afmæli Ástundar Einnig af öllum tilboðsvörum. Reiðtygi Hnakkar Reiðfatnaður Íþróttavörur Dans- og ballettvörur Fimleikafatnaður. Útivistarfatnaður Fatnaður hinna vandlátu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.