Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 6
 og 2 lítra Pepsi 10 bitar, stór franskar P IP A R • S ÍA • 6 0 7 8 8 Málþing um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög fór fram á Nordica hóteli í gær. Form málþingsins var nokkuð nýstárlegt þar sem umræða milli gesta og fyrirlesara fór fram með MSN-spjalli á nettengdum tölvum sem voru á hverju borði. Meðal þeirra sem fluttu ávörp voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður endurskoðunarnefndar- innar. Menntamálaráðuneytið boðaði til málþingsins í tengslum við heildarendurskoðun á grunnskólalögum, en nefnd þess efnis var skipuð í mars á þessu ári. „Þetta var mjög skemmtilegt og óhefðbundið málþing,“ segir Guðrún Ebba. „Það voru fjórir sem opnuðu umræðuna um álitamálin á þinginu og á meðan þeir töluðu gat fólk sent spurningar og skoðanir á MSN-spjallinu. Allur salurinn tók þátt í umræðunni.“ Hún segir að helst hafi verið rætt um að auka sveigjanleika, valfrelsi og sjálfstæði sveitarfélaga og skóla. „Nú tekur við það ferli hjá endurskoðunar- nefndinni að skrifa frumvarp um heildarendurskoðun grunnskólalaga, við erum komin með mjög gott veganesti.“ Kjörforeldrar sem ættleiða erlend börn með milli- göngu löggiltra ættleiðingafélaga munu fá 480.000 krónur í styrk frá og með 1. janúar næstkomandi samkvæmt tillögum um drög að frumvarpi sem Magnús Stefáns- son félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í fyrradag. Ísland er nú eina Norðurlandið sem greiðir ekki ættleiðingar- styrki til kjörforeldra. Frumvarp verður væntanlega tilbúið í næstu viku að sögn Magnúsar, sem von- ast til að það verði samþykkt fyrir þinglok. Heildarkostnaður við að ætt- leiða barn er rúm milljón sam- kvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu sem er eina félagið sem hefur verið löggilt af dóms- málaráðherra til að annast milli- göngu um ættleiðingar á erlend- um börnum. Fjöldi ættleiddra barna frá öðrum löndum hefur undanfarin ár verið að meðaltali 25 á ári og miðað við sambærileg- an fjölda yrðu útgjöld ríkissjóðs vegna styrkjanna um tólf milljón- ir króna á ári. Starfshópurinn telur að fjöldi ættleiðinga á erlendum börnum geti aukist með ættleiðingarstyrk til kjörforeldra. Íslensk stjórnvöld hafa gert formlega samninga um ættleiðingar við Kína, Indland, Kólumbíu, Tékkland og Taíland að sögn Karls Steinars Valssonar, varaformanns Íslenskrar ættleið- ingar, og að til standi að skoða samninga við lönd í Afríku. Hálf milljón í ættleiðingarstyrk Á að banna notkun botnvörpu? Átt þú bókasafnskort? Stjórnarsamstarfið hefur gengið vel en framsóknar- menn þurfa að aðgreina sig skýr- lega frá samstarfsflokknum – Sjálfstæðisflokknum. Þetta sagði Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, á fundi mið- stjórnar flokksins í gær. Í þessari fyrstu stóru ræðu sinni á vettvangi Framsóknar- flokksins kom formaðurinn víða við. Hann fjallaði um stöðu flokks- ins, stjórnmálaástandið og verk- efnin framundan. Jón sagði að stefnumunur og ágreiningur væri á milli stjórnar- flokkanna í mörgum málum. „Við höfum ólíkar áherslur í vel- ferðarmálum, byggðamálum og málum sem snerta tekjuskiptingu og skattkerfi. Okkur greinir á um það hversu langt skuli ganga í einkavæðingu og við deilum um samkeppni, óhefta frjálshyggju eða þjóðleg samvinnuviðhorf.“ Ágreininginn við stjórnarand- stöðuna sagði Jón þó meiri. Sagði hann Samfylkinguna flakka á milli póla og einkennast af ving- ulshætti en stefna vinstri grænna væri hömlulaust afturhald og að berjast gegn framförum. Jón minntist ekki á Frjálslynda flokk- inn. Að mati formanns Framsókn- arflokksins verða fjölskyldumál- in efst á baugi í kosningabarátt- unni. Sagði hann einnig að á sviði skattamála þyrfti að skoða stöðu þeirra sem aðeins telja fram fjár- magnstekjur og um samgöngumál sagði hann vilja framsóknar- manna að gera áætlun til langs tíma um jarðgangagerð, þannig að stanslaust verði á komandi ára- tug unnið að framkvæmdum. Enn fremur skipti meginmáli að fram- sóknarmönnum takist að mynda þjóðarsátt um umhverfisstefnuna „þannig að allir nái samstöðu, nema þá hörðustu ofstækis- menn“. Yfirlýsing Jóns um Íraksmál féll í góðan jarðveg og klöppuðu fundarmenn fyrir henni. „Við skulum tala hreinskilnislega um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri,“ sagði Jón. Hann sagði ákvarðanirnar hafa byggst á röngum forsendum og því verið rangar eða mistök. Í ræðu sinni mærði Jón sam- verkamenn í þingflokki og ráð- herraliði Framsóknar og sagði Kristinn H. Gunnarsson rödd hins óbundna og einbeitta gagnrýn- anda. Að því var hlegið og klapp- að. Framsókn aðgreini sig frá samstarfsflokknum Formaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfið hafa gengið vel. Hann sagði þó ágreining vera milli flokkanna í mörgum málum, til dæmis greindi þá á um hversu langt ætti að ganga í einkavæðingu. Samtök áhuga- manna um áfengis- og vímuefna- vandann, SÁÁ, tóku formlega í notkun nýja 1.500 fermetra göngudeild við Efstaleiti 7 í gær og var hún nefnd Von. Mæting var með besta móti, en um fimm hundruð gestir heiðruðu samtökin við þetta tækifæri. Meðal þeirra var forseti lýðveld- isins, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra, sem lýsti yfir einlægum vilja sínum til nánara samstarfs við samtökin. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, var hinn ánægðasti með opnunina og sagði hana hafa verið glæsilega. Von í Efstaleiti Leiðtogafundur Rússlands og Evrópusambands- ins í Finnlandi í fyrradag var árangurslaus að mestu. Vladimir Pútín Rússlands- forseti og leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna komu sér að vísu saman um að nauðsynlegt væri að semja um frjáls viðskipti með orku, en Pútín gerði þó lýðum ljóst að hann væri enn ekki tilbúinn til slíkra samninga. Pútín vill hvorki veita erlendum fyrirtækjum aðgang að orkulindum Rússlands, né heldur skipta upp stórum ríkiseinokun- arfyrirtækjum í Rússlandi. Fundur skilaði engum árangri Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 52,3 milljörð- um króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2006 samanborið við 47,7 milljarða á sama tímabili 2005. Aflaverðmæti hefur aukist um 4,6 milljarða eða 9,7 prósent. Afla- verðmæti ágústmánaðar nam 6 milljörðum en í ágúst í fyrra var verðmæti afla 5,5 milljarðar. Aflaverðmæti botnfisks var í lok ágúst orðið 39,3 milljarðar miðað við 31,9 milljarða á sama tíma árið 2005. Verðmæti þorskafla var 18,1 milljarður og jókst um 8,4 prósent. Ufsaaflinn jókst að verðmæti um 78,4 prósent, var 3,2 milljarðar. Ufsaafli mun verðmeiri nú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.