Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 23

Fréttablaðið - 26.11.2006, Page 23
ar, enda komst ég að því að umferðar- menningin í Póllandi er ekki ósvipuð því sem hún er á Íslandi – menn leggja mikið á sig til að komast bíllengd fram- fyrir náungann og gefa enga sénsa. Svo er mikil vörubílaumferð á þessum vondu vegum. Hjölförin eru 10-15 sm djúp sem getur verið mjög hættulegt mótorhjólum. Ég prísaði mig sælan að það skyldi ekki rigna þar!“ Eftir þessa taugatrekkjandi reið eftir þjóðvegum Póllands hvíldist Hjörtur eina nótt á tjaldstæði í Kraká. „Þar fór þetta að verða skemmtilegra – vegirnir orðnir góðir og landslagið fjölbreytt- ara,“ segir hann. Leiðin yfir Tatrafjöll- in, milli Póllands og Slóvakíu, var sér- staklega falleg. Næsti áfangi lá frá Kraká til Kärnten í suðurhluta Austur- ríkis. „Það var skollin á hitabylgja þarna og ég ók frá Kraká til Bratislava í Slóvakíu í yfir 30 stiga hita. Leiðin lá í gegnum fjallaþorp og fallega náttúru. Þarna í fjöllunum í Slóvakíu tók ég smákrók til að kíkja á bæinn Ruzombe- rok (sem eitt sinn hét Rosenberg upp á þýsku).“ Svo lá leiðin til Bratislava, sem er niðri á sléttunni við Dóná, um 60 km frá Vín. „Mér fannst ég vera aftur kominn yfir í menninguna þegar ég var kominn til Austurríkis,“ segir Hjörtur. „Ég var kominn suður fyrir borgina Graz sunn- arlega í Austurríki þegar myrkur skall á og ég fann mér þægilegan grasbala til að sofa í, enda veðrið gott,“ segir Hjört- ur. Síðasti áfangi þessa leggs ferðarinn- ar var svo úr grasbalanum í Kärnten til Rimini við ítölsku Adríahafsströndina, í gegn um Alpana. „Ég var þá byrjaður að þreytast og þeysti eftir hraðbraut- inni það sem eftir var,“ viðurkennir ferðalangurinn. Við tóku hvíldardagar á sólarströnd í faðmi fjölskyldunnar. Tveimur og hálfri viku síðar var aftur haldið af stað áleiðis norður eftir, en í þetta sinn vestar. „Ég ók þvert yfir fjöl- lin í Toskana, í gegnum Flórens til Pisa. Þaðan meðfram ítölsku Rívíerunni, í gegnum Genúa og gisti í San Remo. Þaðan ók ég áfram eftir frönsku Rívíer- unni, um Mónakó og Nice og sveigði síðan upp í frönsku Alpana hjá Grasse,“ segir hann. „Þetta er skemmtileg leið þarna norður eftir, í vesturjaðri Alpanna í Suðaustur-Frakklandi. Ég tjaldaði í litlum bæ sunnan við Greno- ble.“ Þaðan lá leiðin til Genf í Sviss. Þar var byrjað að rigna aftur. „Ég ók í gegnum Sviss einmitt þegar allra mest úrkoman var þar í ágúst, aurskriður og tjón. Ég ætlaði að drífa mig í gegnum rigningarsvæðið en það reyndist endast alveg norður eftir öllu Þýskalandi. Þegar ég var kominn í gegnum Sviss yfir landamærin að Þýskalandi valdi ég að fylgja þjóðvegi B3 norður eftir. Hann liggur þvert norður eftir öllu landinu og er fjórföld hraðbraut á köflum.“ B3-þjóðvegurinn endaði norður við Stade. „Ég tók svo ferju yfir Saxelfi frá Wissenhafen til Glückstadt, en þar með var ég kominn langleiðina til Danmerk- ur. Næsti áfangastaður var Álaborg á Norður-Jótlandi. Hjólið fór svo aftur í skip í Árósum. Og ég flaug heim. Heild- arkílómetrafjöldinn var 10.126,“ segir Hjörtur, ánægður með að hafa látið drauminn rætast. Spurður um kostnaðinn við ferða- lagið segir Hjörtur að vissulega hafi hann verið töluverður, en hann hafi ekki nennt að standa í því að leita styrktaraðila og því borgað allt úr eigin vasa. En hvernig var ástandið á þrjátíu ára gömlum vélfáknum eftir þessa maraþon-yfirreið? „Hjólið stóðst þessa prófraun með prýði,“ segir Hjörtur. Ekkert gaf sig. Vélin var farin að leka smá olíu undir restina, annað ekki. Í Finnlandi varð það óhapp að hjólið lagðist fullklyfjað á hliðina þegar til stóð að smyrja keðjuna. Það olli ekki neinum teljandi skemmdum en það var hins vegar ekki hlaupið að því fyrir einn mann að ná hjólinu aftur á réttan kjöl með allar klyfjarnar. Á köflum, í umferðarteppum í miklum hita, svo sem í Suður-Frakklandi, fór ekki hjá því að loftkæld vélin hitnaði meira en góðu hófi gegndi. En enski öldungurinn lét það ekki á sig fá og skilaði knapa sínum heilum á leiðarenda. Hættuleg- ast var þó að á vegunum þarna norð- ur frá stukku hreindýr gjarnan fyrir- varalaust upp á veginn, en það er yfirleitt mjög erfitt að koma auga á þau fyrir skóg- inum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.