Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 23
ar, enda komst ég að því að umferðar- menningin í Póllandi er ekki ósvipuð því sem hún er á Íslandi – menn leggja mikið á sig til að komast bíllengd fram- fyrir náungann og gefa enga sénsa. Svo er mikil vörubílaumferð á þessum vondu vegum. Hjölförin eru 10-15 sm djúp sem getur verið mjög hættulegt mótorhjólum. Ég prísaði mig sælan að það skyldi ekki rigna þar!“ Eftir þessa taugatrekkjandi reið eftir þjóðvegum Póllands hvíldist Hjörtur eina nótt á tjaldstæði í Kraká. „Þar fór þetta að verða skemmtilegra – vegirnir orðnir góðir og landslagið fjölbreytt- ara,“ segir hann. Leiðin yfir Tatrafjöll- in, milli Póllands og Slóvakíu, var sér- staklega falleg. Næsti áfangi lá frá Kraká til Kärnten í suðurhluta Austur- ríkis. „Það var skollin á hitabylgja þarna og ég ók frá Kraká til Bratislava í Slóvakíu í yfir 30 stiga hita. Leiðin lá í gegnum fjallaþorp og fallega náttúru. Þarna í fjöllunum í Slóvakíu tók ég smákrók til að kíkja á bæinn Ruzombe- rok (sem eitt sinn hét Rosenberg upp á þýsku).“ Svo lá leiðin til Bratislava, sem er niðri á sléttunni við Dóná, um 60 km frá Vín. „Mér fannst ég vera aftur kominn yfir í menninguna þegar ég var kominn til Austurríkis,“ segir Hjörtur. „Ég var kominn suður fyrir borgina Graz sunn- arlega í Austurríki þegar myrkur skall á og ég fann mér þægilegan grasbala til að sofa í, enda veðrið gott,“ segir Hjört- ur. Síðasti áfangi þessa leggs ferðarinn- ar var svo úr grasbalanum í Kärnten til Rimini við ítölsku Adríahafsströndina, í gegn um Alpana. „Ég var þá byrjaður að þreytast og þeysti eftir hraðbraut- inni það sem eftir var,“ viðurkennir ferðalangurinn. Við tóku hvíldardagar á sólarströnd í faðmi fjölskyldunnar. Tveimur og hálfri viku síðar var aftur haldið af stað áleiðis norður eftir, en í þetta sinn vestar. „Ég ók þvert yfir fjöl- lin í Toskana, í gegnum Flórens til Pisa. Þaðan meðfram ítölsku Rívíerunni, í gegnum Genúa og gisti í San Remo. Þaðan ók ég áfram eftir frönsku Rívíer- unni, um Mónakó og Nice og sveigði síðan upp í frönsku Alpana hjá Grasse,“ segir hann. „Þetta er skemmtileg leið þarna norður eftir, í vesturjaðri Alpanna í Suðaustur-Frakklandi. Ég tjaldaði í litlum bæ sunnan við Greno- ble.“ Þaðan lá leiðin til Genf í Sviss. Þar var byrjað að rigna aftur. „Ég ók í gegnum Sviss einmitt þegar allra mest úrkoman var þar í ágúst, aurskriður og tjón. Ég ætlaði að drífa mig í gegnum rigningarsvæðið en það reyndist endast alveg norður eftir öllu Þýskalandi. Þegar ég var kominn í gegnum Sviss yfir landamærin að Þýskalandi valdi ég að fylgja þjóðvegi B3 norður eftir. Hann liggur þvert norður eftir öllu landinu og er fjórföld hraðbraut á köflum.“ B3-þjóðvegurinn endaði norður við Stade. „Ég tók svo ferju yfir Saxelfi frá Wissenhafen til Glückstadt, en þar með var ég kominn langleiðina til Danmerk- ur. Næsti áfangastaður var Álaborg á Norður-Jótlandi. Hjólið fór svo aftur í skip í Árósum. Og ég flaug heim. Heild- arkílómetrafjöldinn var 10.126,“ segir Hjörtur, ánægður með að hafa látið drauminn rætast. Spurður um kostnaðinn við ferða- lagið segir Hjörtur að vissulega hafi hann verið töluverður, en hann hafi ekki nennt að standa í því að leita styrktaraðila og því borgað allt úr eigin vasa. En hvernig var ástandið á þrjátíu ára gömlum vélfáknum eftir þessa maraþon-yfirreið? „Hjólið stóðst þessa prófraun með prýði,“ segir Hjörtur. Ekkert gaf sig. Vélin var farin að leka smá olíu undir restina, annað ekki. Í Finnlandi varð það óhapp að hjólið lagðist fullklyfjað á hliðina þegar til stóð að smyrja keðjuna. Það olli ekki neinum teljandi skemmdum en það var hins vegar ekki hlaupið að því fyrir einn mann að ná hjólinu aftur á réttan kjöl með allar klyfjarnar. Á köflum, í umferðarteppum í miklum hita, svo sem í Suður-Frakklandi, fór ekki hjá því að loftkæld vélin hitnaði meira en góðu hófi gegndi. En enski öldungurinn lét það ekki á sig fá og skilaði knapa sínum heilum á leiðarenda. Hættuleg- ast var þó að á vegunum þarna norð- ur frá stukku hreindýr gjarnan fyrir- varalaust upp á veginn, en það er yfirleitt mjög erfitt að koma auga á þau fyrir skóg- inum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.