Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 26.11.2006, Qupperneq 65
„Pabbi leitaði ekki langt yfir skammt. Þetta er nafn úr fjöl- skyldunni. Afi hans hét þetta líka. Hann hét reyndar Otúel Sólmundur Sigurðsson,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson viðskiptafræðinemi um nafnið sitt. Honum var sagt að nafnið ætti að bjarga hjónabandi for- eldra sinna. „Já, því ég er með falsað ættarnafn. Er falsaður Hólm í raun og veru. En móðir mín heitir Hólmfríður. En allt kom fyrir ekki. Þau skildu eins og skrifað var í skýin.“ Aðspurður um merkingu nafns síns segir Sólmundur það svo sjaldgæft að hann hafi aldrei rekist á nein spjöld þar sem hún er tíunduð. En hann gerir ráð fyrir því að þetta standi fyrir eitthvað bjart. Og svo stendur seinni hluti nafnsins fyrir „hönd“ líkt og í Guðmundur. „Hönd sólarinnar! Kannski að ég fari að kalla mig það. Sólmundur hefur eiginlega bara rekist á nafna sína í ætt- inni. Heyrt af nokkrum öðrum en aldrei hitt neinn. Og rétt er það. Sjaldgæft er nafnið. Sam- kvæmt þjóðskrá bera aðeins 25 nafnið Sólmundur sem 1. eigin- nafn, líklega flestir skyldir okkar Sólmundi, og þrír sem hafa það sem 2. eiginnafn. Sólmundur segir ekki hafa verið gaman að heita þessu nafni yngri. „Ég var reyndar aðallega sjálfur með fordóma gagnvart því. Maður hikaði við að kynna sig og annað. Því maður þurfti alltaf að tvítaka nafnið. En í dag finnst mér það mjög gott. Ef minnst er á einhvern Sóla, eins og ég er nefndur í daglegu tali, fer ekkert á milli mála hvaða Sóla um ræðir. Það er bara þessi eini sem kemur til greina í þeim heimi sem ég hrærist í.“ Sólmundur telur það hafa hert sig að bera nafnið. Þó hann geti ekki sagt að það hafi mark- að djúp sár á sálu sinni. „Ég lenti ekki í neinum afgerandi stælum vegna nafnsins. Ætli maður sé ekki eitthvað sérstakari fyrir vikið. Fyndnari en gengur og gerist. Vegna nafnsins. Það skyldi þó aldrei vera?“ Sóli segist aldrei hafa verið uppnefndur sem barn. „Það var eins og fólk í kringum mig hefði ekki nægjalnega sterkt ímynd- unarafl því sjálfur sá ég mörg sóknarfæri í uppnefnum. Eins og náttúrlega á unglingsárunum hefði Bóli verið málið, Sóli Drjóli heyrðist reyndar en mér fannst ekkert að því. Já, ég uni glaður við mitt og mitt nafn. Held að ekk- ert nafn passi betur við mig en einmitt Sólmundur. Ég held að ég sé mesti Sól- mundur sem til er.“ Mesti Sólmundurinn sem til er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.