Fréttablaðið - 26.11.2006, Side 70

Fréttablaðið - 26.11.2006, Side 70
! Kl. 14.00Sýningu Hallsteins Sigurðssonar í Listasafni Sigurjóns lýkur í dag og mun Jón Proppé, heimspekingur og listgagnrýnandi, leiða gesti um sýn- inguna kl. 15. Listamaðurinn verður einnig á staðnum og mun segja frá tilurð verkanna og svara spurning- um. Listasafnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14 - 17. Þriðja uppákoma 108 PROTO- TYPE verður haldin í kvöld kl. 19 en þar er um að ræða röð mánað- arlegra sýninga sem hefur það að markmiði að skapa listamönnum umhverfi þar sem megináherslan er lögð á sköpunarferlið og nýjar hugmyndir. Á þessari sýningu verða vídeóverk í fyrirrúmi og geta gestir kynnt sér verk þeirra sem eru í vinnslu. Þátttakendur kvöldsins eru Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur sem sýnir sólóverkið „Stóll, dag- blað, plastpoki“, Sveinbjörg Þór- hallsdóttir danshöfundur sýnir hópverk unnið í samstarfi við dansara úr Listdansskóla Íslands, Soffía Guðrún Jóhannsdóttir sjón- listamaður sýnir verkið „Vil dansa“. Inga Maren Rúnarsdóttir dans- höfundur og Lydía Grétarsdóttir tónlistarmaður leiða saman hesta sína og Fairyboy Lumiersdóttir sýnir ljósmyndir. Að sýningunni lokinni verða opnar umræður milli listamann- anna og áhorfendanna undir stjórn Ásu Richardsdóttur, fram- kvæmdastjóra Íslenska dans- flokksins. Sýningin fer fram í Klassíska Listdansskólanum, Grensásvegi 14 og opnar húsið kl. 18.30 Vídeóverk í vinnslu Tónleikar fyrir fjölskylduna Í Myndasal Þjóðminjasafnsins stendur nú yfir greiningarsýning- in „Ókunn sjónarhorn“. Þar eru uppi myndir úr íslensku þjóðlífi sem engar upplýsingar eru til um, hver tók, hvar og hver er á mynd- inni. Hefur safnið gripið til þess ráðs að fá aðstoð almennings til að greina myndirnar og á fyrri slík- um sýningum hafa fjölmargar athugasemdir komið fram. Í dag er síðasti sýningardagur og síðustu forvöð að skoða mynd- irnar. Þarna má sjá ýmsar myndir víða að af landinu frá tímabilinu 1930-1950 sem safninu hafa borist gegnum tímann. Þegar sýningin var sett upp í lok september hafði ekki tekist að bera kennsl á mynd- efnið og voru gestir beðnir að gefa upplýsingar um það. Þetta hefur reynst árangursríkt því með hjálp allra þeirra sem skoðað hafa sýn- inguna hefur nú tekist að greina allmargar af myndunum. Betur má þó ef duga skal og eru gestir hvattir til að koma og greina þær sem eftir eru um helgina! Þjóðminjasafnið við Suðurgötu er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 11-17. Maður og staður Orgelið í Neskirkju þótti mikið þing þegar kirkjan reis á sínum tíma. Þar ræður nú ríkjum Stein- grímur Þórhallsson og hans tillegg til hátíðardaga í kirkjunni fyrir aðventu verða tónleikar í dag kl. 17. Þar verða flutt verk eftir tón- skáldin Bach, Frescobaldi, Guilm- ant og Franck. Steingrímur lauk píanókennara- prófi 1998 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og kantorsprófi frá Tón- skóla þjóðkirkjunnar. Þá um haust- ið lá leiðin til Rómar í Kirkjutón- listarskóla Páfagarðs. Haustið 2002 var hann ráðinn organisti við Nes- kirkju. Steingrímur er jafnframt listrænn stjórnandi „Tónað inn í aðventu“ en markmið hátíðarinnar er að listamenn sem tengjast kirkj- unni eða vesturbæ á einhvern hátt hafi vettvang til að koma fram undir einum hatti en einnig er markmiðið að setja á fót listahátíð vesturbæjar með aðsetur í Nes- kirkju þar sem ungir og aldnir sýni afrakstur vinnu sinnar. Orgelið hljómar Verk mánaðarins á Gljúfrasteini er minningasaga Halldórs Lax- ness, Í túninu heima, og mun Halldór Guð- mundsson bók- menntafræðing- ur spjalla um hana á Gljúfra- steini kl. 16 í dag. Í túninu heima kom út 1975 og var fyrst minningasagna Halldórs en hann kallaði þessar bækur skáldsögur í ritgerðarformi, og er það réttnefni því auk þess sem Halldór minnist bernsku og ungl- ingsára skrifar hann hér margt um viðhorf sitt til skáldskapar og sagnagerðar. Hið sama mun nafni hans gera sem ætlar að bera bók Halldórs saman við bækur tveggja annarra íslenskra höfunda sem einnig ólust upp í sveit, en þeir eru Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson en hann hefur nýlega sent frá sér bókina Skáldalíf, eins konar hliðstæðar ævisögur Gunn- ars og Þórbergs. Í túninu heima Höll ævintýranna Sunnudaginn 26. nóv kl. 11.00 laus sæti Smiður jólasveinanna Sunnudaginn 26. nóv. kl. 14.00 Miðvikudaginn 29. nóv. kl. 10.00 uppselt Föstudaginn 1. des. kl. 10.00 og 14.00 uppselt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.