Fréttablaðið - 26.11.2006, Side 78

Fréttablaðið - 26.11.2006, Side 78
23 24 25 26 27 28 29 Það hefur mikið verið rætt og ritað um laun íslenskra knattspyrnumanna síðustu vikur. Talað hefur verið um að leikmenn séu að fá himinhá laun samkvæmt hinum og þessum heimildum en sjaldan eða aldrei fáum við stað- festar fréttir af launum eða kaup- verði leikmanna á íslenska leik- mannamarkaðinum. Hvorki frá leikmönnum né félögum. Nú síðast var talað um að Helgi Sigurðsson hefði farið til Vals á fimm milljónir króna og svo hefur því verið haldið fram að eftir- sóttustu strákarnir á markaðn- um innanlands séu að fá um hálfa milljón á mánuði og jafn- vel meira. Íslenski leikmannamarkað- urinn er ákaflega sérstakur fyrir margra hluta sakir og ekki síst fyrir þá stað- reynd hversu lokaður hann er og hversu mikið feimnismál laun og kaupverð leikmanna eru. Hvað er eiginlega verið að fela? Fréttablaðið hefur und- anfarnar vikur tekið ítarleg viðtöl við marga af eftirsóttustu knatt- spyrnumönnum lands- ins síðustu ár í þeirri von að geta dregið upp skýra mynd af því hvernig markaðurinn sé í raun og veru og hvernig hann hefur breyst á undanförnum árum. Hvað eru leikmenn að fá í laun? Hvernig samningar eru í boði hjá hverju félagi? Er enn verið að borga leik- mönn- um „svart“? Hvaða félög brjóta regl- ur um félagaskipti og hvaða félög eiga mestu peningana? Þessar spurningar eru á meðal þeirra sem lagðar voru fyrir leikmenn- ina. Það er skemmst frá því að segja að leikmennirnir tóku ákaflega vel í bón blaðsins, voru mjög sam- starfsfúsir og töluðu hreint og beint um hlutina. Þeir koma ekki fram undir nafni enda var tilgangur úttektar- innar ekki sá að komast að því hvað einstaka leikmenn hafa í laun heldur hvernig málum sé háttað almennt á íslenska leik- mannamarkaðnum. Leikmönnunum sjálfum fannst tími kominn á að opna umræðuna og ekki síst fyrir þær sakir að þessi mikla leynd er þeim ekki í hag og í viðtölunum kom meðal annars fram að þeir hafa flestir í raun og veru ekki hugmynd um hversu há laun þeir geti farið fram á. Allar þær upplýsing- ar sem verður að finna í greinum vikunnar eru alfarið fengnar frá leik- mönnunum sjálfum. Í fyrstu greininni sem birtist á morgun verður fjallað um hversu há laun leik- menn í Landsbanka- deildinni hafa í raun og veru. Fréttablaðið mun í greinum alla næstu viku lyfta hulunni af hinum dulda leik- mannamarkaði í íslenskri knattspyrnu. Í greinunum kemur meðal annars fram hversu mikið leikmenn á Íslandi fá greitt í dag og hvaða lið borga best. Upplýs- ingarnar koma beint frá leikmönnum Landsbankadeildarinnar. Ísland lauk í gær sínum undirbúningi fyrir forkeppni HM kvenna sem fer fram í Frakklandi árið 2007. Liðið lék um helgina tvo leiki gegn Færeyingum og vann þá báða heldur sannfærandi. Á föstudagskvöldið vann Ísland afar sannfærandi sigur, 43- 11, eftir staðan var 23-7 í hálfleik. Hanna G. Stefánsdóttir var þá markahæst í liðinu með tíu mörk en Dagný Skúladóttir skoraði sex. Í gær var heldur jafnara með liðunum en Ísland vann leikinn, 27-21. Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimm mörk og Rakel Dögg Bragadóttir fjögur. Íslenska liðið fer í dag til Rúmeníu þar sem það tekur þátt í forkeppni HM ásamt heimamönn- um, Portúgal, Ítalíu og Aserbaíd- sjan. Tveir sigrar hjá Íslendingum Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson skoraði 24 stig í leik ToPo og Porvoo sem síðar- nefnda liði vann heldur óvænt, 94-83, á heimavelli Loga og félaga. Logi var stigahæstur leik- manna ToPo í leiknum en liðið er nú í fimmta sæti finnsku úrvals- deildarinnar með níu leiki unna en sjö tapaða. 24 stig í tapleik Það verður sannkallað- ur Íslendingaslagur í úrslitaleik meistarakeppni félaga sem hófst í gær með undanúrslitaleikjunum. Þá lögðu Gummersbach lið Lemgo með 34 mörkum gegn 33. Þá sigruðu Evrópumeistarar Ciudad Real lið Medwedi frá Moskvu, 37-34. Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gummers- bach en liðið er þjálfað af Alfreði Gíslasyni. Guðlaugur Arnarsson lék í vörn liðsins. Hvorki Logi Geirsson né Ásgeir Örn Hall- grímsson skoruðu fyrir Lemgo. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Ciudad Real. Íslendingaslag- ur í úrslitum Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, er í stöðu sem hann hefur ekki fengið að kynnast síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Liðið er í næstefsta sæti og er þremur stigum frá Manchester United sem er á toppi deildarinnar. Með sigri í leiknum nær United sex stiga forskoti á Chelsea og það er eitthvað sem Mourinho vill ekki að gerist. Mourinho og Sir Alex Ferguson hafa haft frekar hljótt um sig í aðdraganda leiksins en samskipti þeirra virðast einkennast af gagn- kvæmri virðingu. Peter Kenyon og Cristiano Ronaldo hafa séð um að koma með sleggjurnar í fjöl- miðlum en Kenyon byrjaði með því að lýsa því yfir að stefnan væri sett á að gera Chelsea að stærra félagi en Manchester United og að það takmark ætti að nást 2014. „Þessi ummæli snerta mig ekki neitt, mér er sama hvernig önnur félög líta á hlutina. Það eina sem ég veit er að hvert sem við förum í heiminum er alltaf stór hópur stuðningsmanna sem tekur á móti okkur. Við eigum frábæra sögu að baki og spilum oftast skemmtileg- an fótbolta. Það held ég að sé aðal- ástæðan á bak við þennan fjölda stuðningsmanna,“ sagði Sir Alex í viðtali í gær. Manchester United vann viður- eign sína gegn Chelsea á Old Traff- ord 1-0 á síðasta tímabili þar sem Darren Fletcher skoraði eina markið. Útlit er fyrir að allar stærstu stjörnurnar verði með í leiknum í dag en eina breytingin sem má búast við að verði gerð á byrjunarliði United frá síðasta leik er sú að Patrice Evra kemur líklega í vinstri bakvörðinn í stað Gabriel Heinze. Frank Lampard spilaði ekki með Chelsea í meist- aradeildinni í síðustu viku vegna leikbanns en verður nú með. Manchester United hefur verið það lið sem verið hefur mest sann- færandi á tímabilinu en útlit er fyrir að baráttan um Englands- meistaratitilinn verði einvígi gegn Chelsea. Þegar tölfræði þessara liða er borin saman er hún mjög svipuð að mörgu leyti en hvað sóknina varðar er það United sem hefur vinninginn. Liðið hefur til að mynda átt talsvert fleiri fyrir- gjafir og skot að marki á tímabil- inu en Englandsmeistararnir. Langstærsti leikur tímabilsins til þessa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.