Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 81
Eitt hvimleiðasta fyrirbærið í íslenskri menningarumræðu er þegar pólitíkusar og aðrir mætir menn blása á kröfur lista- og menningar- stofnana um viðunandi þak undir höfuðið með þeim orðum að „menn- ing sé ekki hús“. Pétur Blöndal blaðamaður spurði t.d. í Morgunblað- inu árið 2002: „Er ekki nóg af húsum, sem hægt er að nýta til listastarfsemi?“ Maður þarf ekki að skoða sig lengi um í íslensku menningarlífi til að sjá afleiðingarnar. Listaháskóli Íslands starfar á þremur stöðum í borginni, meðal annars í sláturhúsi og vélsmiðju. Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika sína í kvikmyndahúsi, nema þegar búist er við fleiri áheyrendum en húsið rúmar. Þá er spilað í handboltahöll. Auðvitað segir það sig sjálft að menning er ekki hús. Hús eru steypa og steypa er dauð, en listin lætur okkur finna fyrir því að við erum lifandi, að við getum hlegið, grátið og fundið til. Hús er samt sem áður lífsnauðsynlegt athvarf fyrir þá sköpun sem á sér stað í menningunni, hvort sem um er að ræða skóla, tónleikasal, listasafn eða leikhús. Þegar íslenskir pólitíkusar halda því fram að menning sé ekki hús eru þeir fyrst og fremst að opinbera eigin skilningsleysi á því að menning- in þarf aðstöðu til að geta þrifist. „Menning er ekki hús“ -viðhorfið er ekki bara heimskulegt heldur beinlínis niðurlægjandi. Með því er gefið í skyn að menning sé og eigi að vera afgangsstærð, að hún sé ómagi, baggi á þjóðfélaginu. Skilaboð- in eru skýr: Það kostar nógu mikið að halda lífinu í öllum þessum listamönnum þótt við förum ekki að byggja yfir þá líka. Kannski fer þetta að breytast nú þegar Ágúst Einarsson hefur sýnt fram á með óyggjandi hætti að menning er mikilvæg atvinnugrein og umsvifamik- ill þáttur í íslenska hagkerfinu. En það hefur alltaf verið vond pólitík á Íslandi að byggja ný hús undir listir og menningu. Nema í Kópavogi, en það er önnur saga. Víðast hvar í Evrópu virðast menn hins vegar vera þeirrar skoðunar að menning sé ekki bara hús, heldur glæsileg og vönduð hús. Í Kaup- mannahöfn er verið að byggja nýjar höfuðstöðvar danska ríkisútvarps- ins, DR byen, sem áætlað er að muni kosta um 40 milljarða íslenskra króna. DR byen verður glæsileg menningarmiðstöð með fjórum risabyggingum, þar á meðal nýju tónlistarhúsi danska útvarpsins sem stendur til að vígja 2008. Óperan í Kaupmannahöfn hefur líka vakið heimsathygli, ekki bara fyrir arkitektúrinn heldur vegna þess að aðbúnaður listamannanna er óvenju góður. Húsið er heilar fjórtán hæðir (fimm eru neðanjarðar) og aðalsviðin eru sex, einn aðalsalur og fimm æfingasvið. Samtals eru yfir 1.000 herbergi í óperunni, sem er 41.000 fermetrar að heildarflatarmáli og kostaði yfir 30 milljarða króna. En það tekst ekki alltaf jafn vel til þegar byggt er yfir listina. Mozarteum-listaháskólinn í Salzburg hefur starfað í meira en 160 ár og er einn frægasti listaskóli heims. Árið 1977 var vígð ný viðbygging við skólann, sem er til húsa í höll frá 17. öld, en fljótlega varð ljóst að eitthvað væri að. Byggingin þótti ljót, kennslustofurnar voru litlar og gangarnir þröngir, en öllu verra var að kennarar og nemendur tóku að veikjast meira en góðu hófi gegndi og jafnvel var óttast að nokkur dauðsföll tengdust nýja húsinu. Eftir að hafa barist við húsasótt í tvo áratugi ákvað borgarstjórnin í Salzburg í samráði við skólayfirvöld að rífa viðbygginguna og byrja frá grunni. Nýja Mozarteum-byggingin var vígð í síðasta mánuði og glæsilegri umgjörð fyrir skólann er ekki hægt að hugsa sér, enda kostaði hún 30 milljón evrur eða um 2,7 milljarða króna. Menning getur líka verið viðbygging ef því er að skipta. Þorsteinn heitinn Gylfason sagði eitt sinn að menning væri að gera hlutina vel. Hann lét þessi orð falla eftir að hafa heimsótt skóverk- smiðju í Tékkóslóvakíu þar sem aðbúnaður var fyrir neðan allar hellur og engin leið fyrir starfsfólkið að búa til almennilega skó. Þorsteinn bætti við: „Það versta sem hægt er að gera manni er að leyfa honum ekki að gera það vel sem hann gerir.“ Þetta er einmitt kjarni málsins. Forsenda þess að geta skarað fram úr er að hafa góða aðstöðu, rétta umhverfið, bestu tækin. Það vinnur enginn Tour de France á ónýtu hjóli. Samt eru íþróttir ekki hjól. Það verður enginn listaháskóli í fremstu röð til í sláturhúsi, eða heimsfræg sinfóníuhljóm- sveit í bíósal. Samt er menning ekki hús. Eða þannig. Menning er stundum hús Sjöttu tónleikar í tónleikaröð Jazz- klúbbsins Múlans fara fram á DOMO-bar, Þingholtsstræti 5, í kvöld en þar leikur A.S.A., tríó Andrésar Þórs Gunnlaugssonar djassgítarleikara. Þema kvöldsins verður tónlist píanóleikarans og tónskáldsins Thelonious Monk sem er einn af mikilvægustu tónskáldum djass- sögunnar og er einn fárra djass- ópusahöfunda sem skapaði sér hvað mesta sérstöðu í tónsmíðum sínum en handbragð hans þekkja djasstónlistarmenn og -unnendur úr mílufjarlægð. Tríóið skipa auk Andrésar Þórs, Scott McLemore trommuleikari og orgelleikarinn Agnar Már Magnússon en þess má geta að allir meðlimir tríósins hafa sent frá sér nýjar plötur á árinu sem er að líða og verða tónsmíðar þær á sérstöku tónleikaverði fyrir þá sem eru að hamstra jólagjafir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir þúsund krónur en fimm hundruð krónur fyrir nemendur. Músík Monks í Múlanum Annað kvöld verður síðasta sýn- ing á brúðuleikverki Bernds Ogrodnik, Umbreyting – Ljóð á hreyfingu, í Kúlunni, sviði Þjóð- leikhússins við Lindargötu. Verk- ið var frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík á liðnu vori og hlaut feikigóðar undirtektir gagnrýn- enda og leikhúsgesta. Bernd stýr- ir sjálfur brúðunum í verkinu, sem er án orða en þar er um að ræða laustengdar, ljóðrænar en jafnframt hversdagslegar frá- sagnir af vanalegu og óvenjulegu fólki. Síðar í vetur er von á annarri brúðusýningu fyrir yngri áhorf- endur úr smiðju Bernds Ogrod- niks. Um er að ræða nýja sýningu á Pétri og úlfinum, við tónlist Pro- kofiefs. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðleikhússins, www. leikhusid.is. Umbreytingu að ljúka DESYN MASIELLO DANSVEISLA FLEX MUSIC STÓRDANSLEIKUR SÚPERPLÖTUSNÚÐURINN Í SVÖRTUM FÖTUM HÚSIÐ OPNAR KL. 23.00 MIÐAVERÐ 1500 KR. ALDURSTAKMARK 20 ÁRA HÚSIÐ OPNAR KL. 00.30 ALDURSTAKMARK 20 ÁRA 01. DES 2006 02. DES 2006 DJAMMIÐ UM HELGINA: Allt um djammið GRAND ROKK Fimmtudagskvöld: GLÆPAKVÖLD Lesið úr nýjum glæpasögum í takt við tónlist Sunnudagskvöld: JÓLAPERA Helgileikurinn um Jósef frá Nasaret Frumsýning kl. 18 Þriðjudagskvöld 5. des: Dauðaköntrísveitin SVIÐIN JÖRÐ Útgáfutónleikar 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.