Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 95
Það var létt yfir
íslenska kvennalandsliðinu í
handbolta eftir að liðið vann sigur
á Adserbaídsjan í fyrsta leiknum
í undankeppni HM á þriðjudag-
inn. Liðið fékk frí í gær og í dag
en það er erfitt verkefni fyrir
höndum á morgun þegar Ísland
mætir Portúgal.
Stelpurnar tóku fríinu fagnandi
og eftir leikinn mátti víða sjá
bros á andlitum þeirra. Ekki síst í
herbergi þeirra Elísabetar
Gunnarsdóttur og Hörpu Melsted
þar sem fram fór hörkuspennandi
lagakeppni.
Keppnin fór þannig fram að
Rakel Dögg Bragadóttir sat við
tölvuna, spilaði lög úr henni og
hinar stelpurnar áttu að giska á
hver væri flytjandinn. Það var að
lokum Ragnhildur Guðmunds-
dóttir sem fór með nokkuð
öruggan sigur af hólmi enda ansi
nösk á að giska og greinilega vel
að sér í tónlistarheiminum.
Spila á spil og
skemmta sér
Frákastavélin Ben
Wallace, sem kom til Chicago
Bulls frá Detroit Pistons í sumar,
er búinn að gera allt vitlaust hjá
félaginu á þeim stutta tíma sem
hann hefur verið í herbúðum
félagsins. Nýjasta nýtt er að Wall-
ace braut reglur félagsins vísvit-
andi í leik gegn New York Knicks
er hann mætti til leiks með ennis-
band sem einhverra hluta vegna
er bannað hjá Bulls.
Hann var fyrir vikið settur á
bekkinn. Í næsta leik á eftir mætti
hann til leiks án ennisbandsins og
fékk að spila en spilaði ekki vel. Í
raun hefur Wallace átt í miklum
erfiðleikum í vetur og hefur ekki
einu sinni náð tíu fráköstum að
meðaltali í leik. Vörnin átti að
styrkjast með komu hans en hún
hefur verið slakari en síðasta
vetur það sem af er þessum vetri.
Annars virðist Wallace vera
með allt á hornum sér og sam-
skipti hans við þjálfara og stjórn-
arformann félagsins hafa ekki
verið upp á marga fiska. Það er
margt sem fer í taugarnar á Wall-
ace hjá félaginu og til að mynda
hefur hann rifist mikið yfir því að
fá ekki að spila tónlist í búnings-
klefanum fyrir leiki.
Kaldhæðnin í þessu ennis-
bands-máli er sú að Bulls notar
mynd af Wallace með ennisband í
auglýsingaskyni fyrir félagið. En
af hverju ákvað Wallace eiginlega
að mæta til leiks með ennisbandið
vitandi að það væri bannað?
„Ég var bara í þannig skapi,“
sagði Wallace einfaldlega.
Ben Wallace var í aðalhlutverki
hjá Chicago Bulls sem vann New
York Knicks í fyrrinótt, 102-85. Þá
lék hann í tæpar 40 mínútur, skor-
aði tíu stig og tók tólf fráköst.
Settur á bekkinn fyrir að nota ennisband
Argentínumaðurinn
strunsaði heim á leið um síðustu
helgi er honum var skipt af velli í
leik West Ham. Hann bað félaga
sína síðar afsökunar, sagðist hafa
verið heitt í hamsi og því hafi
hann brugðist svo illa við.
Félagar Tevez í West Ham-
liðinu fengu að velja refsingu til
að leggja á Argentínumanninn og
þeir ákváðu að hann skyldi mæta
á næstu æfingar í landsliðstreyju
Brasilíu. Verður áhugavert að sjá
hvort hann sættir sig við þá
refsingu.
Neyddur í
treyju Brasilíu
Varnarmennirnir
Silvinho frá Brasilíu og Giovanni
Van Bronckhorst hafa ákveðið að
framlengja samninga sína við
Evrópumeistara Barcelona til
ársins 2008 en samningar beggja
áttu að renna út næsta sumar.
„Það er búið að ganga frá öllu
og við munum skrifa undir
pappírana í byrjun desember,“
sagði Txiki Begiristain, yfirmað-
ur knattspyrnumála hjá Barce-
lona.
Framlengja
við Barcelona