Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 53
Ný húð á aðeins 5 dögum! ÁRANGUR Í 35 ÁR VEGNA MEÐFERÐAR Á: Óhreinni húð Stækkun svitahola Ótímabærrar öldrunar á húð Hrukkum Örum Húðslits Appelsínuhúð Minnkandi sveigjanleika húðar á maga, upphand- leggjum og lærum Ótrúlegur árangur! Stórhöfði 17 20-60% AFSLÁTTUR www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 P IP A R • S ÍA • 6 0 8 0 6 Á undanförnum árum hefur sykursýki greinst í síauknum mæli meðal almennings. Með núverandi lifnaðarháttum og þar með talið offituvanda í heim- inum, má reikna með að sykursjúkum muni enn fara fjölgandi. Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem ein- kennist af því að líkami okkar verður ófær um að stjórna blóðsykri en sykur er eitt þeirra orkuforma sem líkaminn nýtir sér í dagsins önn. Ákveðin hormón, þ.m.t. insúlín sem framleitt er í briskirtli, stjórna sykurmagni í blóði líkamans en briskirtill- inn er lítið líffæri staðsett rétt neðan magans og tengist bæði meltingarvegi og blóðrás. Briskirtill- inn losar annars vegar meltingarensím út í melting- arveginn svo við getum tekið upp þau næringarefni sem við þurfum á að halda og hins vegar insúlín og önnur hormón út í blóðrásina sem hjálpa líkamanum að vinna sykur úr fæðunni. Skipta má sykursýki í tvo aðalflokka, sykursýki tegundir 1 og 2. Tegund 1 sykursýki getur greinst á hvaða aldri sem er, þó er algengast að hún greinist hjá börnum og unglingum, og einkennist af því að briskirtill líkamans hættir að framleiða insúlín eða framleiðir of lítið af því. Tegund 2 sykursýki hefur, þangað til á undanförnum árum, helst greinst hjá einstaklingum sem eru komnir yfir miðjan aldur en vegna offituvanda er greining að færast neðar í aldri. Þessi tegund sykursýki tengist svokölluðu in- súlínþoli þar sem líkaminn nýtir verr það insúlín sem til er. Briskirtillinn bregst við fyrst í stað með því að framleiða og losa meira insúlín en smám saman gefst hann upp og framleiðslan fer dvín- andi. Sterk erfðafræðileg tengsl eru við sykursýki 2 en aðrir áhættuþættir eru aldur, ofþyngd, saga um meðgöngusykursýki, hár blóðþrýstingur, háar blóð- fitur o.fl. Sykursýki 1 er talin vera sjálfsofnæmis- sjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á og eyði- leggur getu briskirtils til insúlínframleiðslu. Einkenni sykursýki eru þorsti, tíð þvaglát, þreyta, svengd og stundum megrun. Einnig getur komið fram pirringur í fótum og sjóntruflanir. Sjúklingar sem greinast með sykursýki 2 hafa yfirleitt aðra sjúkdóma til staðar við greiningu, eins og hjarta- og æðasjúk- dóma, og yfirleitt er sjúkdómurinn búinn að malla í mun lengri tíma en hjá sjúklingum með sykursýki 1. Meðferð við sykursýki 1 er óhjákvæmileg insú- língjöf þar sem þessir sjúklingar framleiða ekki nægjanlegt eigið insúlín og geta ekki lifað án þess. Hjá sjúklingum með sykursýki 2 er fyrst reynd megrun og líkamsrækt. Ef það gengur ekki eru gefin lyf sem hjálpa til við stjórnun blóðsykurs og með tímanum má reikna með að margir sjúklingar þurfi á insúlíngjöf að halda. Líklega verður aldrei hægt að uppræta sykursýki en með því að vera vakandi fyrir einkennum sjúk- dómsins og sporna við ofþyngd verður töluverður ávinningur í baráttunni, a.m.k. gegn sykursýki af tegund 2. Unnið í samvinnu við skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar á LSH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.