Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 26
Þrjátíu manns eru í fram-
boði í forvali Vinstri
hreyfingarinnar - græns
framboðs sem fram fer um
helgina. Afdráttarlaus svör
frambjóðenda í tvö efstu
sætin gefa vísbendingu um
pólitískan samhljóm en um
leið greinilegan skoðana-
mun frambjóðenda.
Frambjóðendur eru ósammála um
hvort rétt hafi verið að einkavæða
bankana. Kristján Hreinsson segir
það hafa verið rétt að einkavæða
bankana en að það hafi verið
„óþarfi að gefa Búnaðarbank-
ann.“
Frambjóðendur hafna alfarið
áformum um stækkun álvers
Alcan í Straumsvík. Eins og greint
hefur verið frá í Fréttablaðinu
greiða Hafnfirðingar atkvæði um
það hvort stækkunaráform fyrir-
tækisins nái fram að ganga. Byggir
sú ákvörðun bæjaryfirvalda á 33.
grein samþykktar um stjórn Hafn-
arfjarðarbæjar, en þar segir að
bæjarstjórn beri „að leggja þau
mál í dóm kjósenda sem hún álítur
vera mjög þýðingarmikil fyrir
bæjarfélagið.“
Allir eru sammála um að verð-
leggja eigi útblástur á kolefnis-
samböndum út í andrúmsloftið.
Breski hagfræðingurinn
Nicholas Stern, sem fór fyrir
vinnu bresku ríkisstjórnarinnar
um athugun á hugsanlegum áhrif-
um aðgerðaleysis vegna loftslags-
breytinga af mannavöldum, sagði
það brýnt viðfangsefni að ríkis-
stjórnir þjóða heimsins verðlegðu
útblástur á kolefnissamböndum.
Grundvallarröksemdin að baki
þessari skoðun Stern er sú sama
og Auður Lilja Erlingsdóttir bend-
ir á í svari sínu, að það eigi að
„kosta að menga og borga sig að
vera umhverfisvænn.“
Samhljómur frambjóðenda
gefur vísbendingu um að loftslags-
breytingar af mannavöldum séu
þegar orðið mikilvægt umræðu-
efni meðal flokksmanna.
Frambjóðendur eru skýrlega
ósammála um hvort rétt hafi verið
að óska ekki eftir fresti er frjáls
för íbúa frá átta Austur-Evrópu-
ríkjum var heimiluð 1. maí á þessu
ári. Sumir segja það hafa verið
rétt, aðrir rangt.
Paul F. Nikolov, sem unnið
hefur að málefnum innflytjenda,
segir ákvörðunina hafa verið rétta
í ljósi þess að „atvinnuleysi hefur
minnkað þrátt fyrir að hingað hafi
komið þúsundir frá 1. maí.“
Það kemur ekki á óvart að allir
frambjóðendur hafni einkavæð-
ingu Landsvirkjunar þar sem hug-
myndir í þá veru samrýmast ekki
pólitískri hugsjón flokksins. Búast
má við því að umræða um náttúru-
vernd og umhverfismál snúist að
einhverju leyti um þá grundvallar-
spurningu, hvort það sé heppilegt
að ríkið ráði því hvaða auðlindir
megi nýta og hverjar ekki, um leið
og ríkið er eini eigandinn að
stærsta fyrirtækinu sem sækist
eftir nýtingu auðlinda.
Eflaust á umræða um þá stöðu
sem upp kemur um áramót, þegar
ríkið verður eini eigandinn að
Landsvirkjun, eftir að fara fram
innan stjórnmálaflokkanna og þá
hvort eignarhaldið sé ákjósanlegt.
Augljóslega gefa svör frambjóð-
enda um einkavæðingaráform
ekki tæmandi svör en þau gefa
vísbendingum um pólitíska sýn
flokksmanna.
Kristján Hreinsson er eini fram-
bjóðandinn sem telur það hafa
verið rétt að leyfa hvalveiðar í
atvinnuskyni. Hann nefnir það
sérstaklega að réttast hefði verið
að „afla fylgis á alþjóðavettvangi“
áður en ákveðið var að hefja veið-
arnar.
Skattahækkanir eru óvinsælar.
Augljóst er að stór hluti frambjóð-
enda í forvalinu er ósáttur við
núverandi skattkerfi. Er það
almennt viðhorf að réttast væri
að „jafna skattbyrðina, létta henni
af þeim sem þurfa að lifa af
lágmarkslaunum“, eins og Kolbrún
Halldórsdóttir þingkona segir í
svari sínu.
Frambjóðendur útiloka ekki sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn í
ríkisstjórn, þótt „það sé ekki fyrsti
kostur“, eins og skýrlega kemur
fram í svörum Kristínar Tómas-
dóttur og Álfheiðar Ingadóttur.
Frambjóðendur eru ósammála
um hvort stuðla eigi að frekara
samstarfi einkaaðila og hins opin-
bera í heilbrigðiskerfinu. Hluti
frambjóðenda hafnar alfarið
aðkomu einkaaðila að heilbrigðis-
kerfinu á meðan aðrir eru því
hlynntir, svo lengi sem heilbrigðis-
kerfið heyri undir ríki og sveitar-
félög og sé að þeirra ábyrgð.
Mikill meirihluti frambjóðenda
telur það óréttlætanlegt að lífeyris-
kjör þingmanna og ráðherra séu
betri en annarra starfsstétta.
Kolbrún Halldórsdóttir lætur sér
nægja að svara spurningunni á
þann veg að baráttan fyrir launa-
jöfnun sé brýn en það blási ekki
byrlega.
Ósammála um einkavæðingu