Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 4
75.000 KR.
GJAFABRÉF
FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM BÍLUM
Leiðtogar hinna 26
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins strengdu þess heit í lok
tveggja daga fundar síns í Ríga í
Lettlandi í gær að standa sína
pligt í Afganistan, þrátt fyrir vax-
andi mannfall í átökum þar og
neitun sumra NATO-ríkja um að
leggja til hermenn í hættulegustu
verkefnin.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra benti í ræðu sinni á fundin-
um á, að Ísland hefði nú þá sér-
stöðu að vera án reglubundins
eftirlits og viðbúnaðar í lofti á
friðartímum. Sú staða yrði
úrlausnarefni bæði fyrir íslensk
stjórnvöld og bandalagið. Því
myndi ríkisstjórn Íslands óska
eftir því að málið yrði sem fyrst
tekið til umfjöllunar í Norður-Atl-
antshafsráðinu.
Leiðtogarnir lýstu því yfir að
25 þúsund manna viðbragðssveit-
ir bandalagsins væru komnar á
laggirnar eftir fjögurra ára undir-
búning, en þeim er ætlað að standa
í fylkingarbrjósti nútímavædds
herafla NATO.
Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári
eftir loftárásir NATO á landið -
ásamt grannríkjunum Makedoníu
og Svartfjallalandi boðin þátttaka
í aðildarundirbúningsáætlun
bandalagsins.
„Við staðfestum óbifandi stöð-
ugleika bandalags okkar og lýsum
því yfir að [NATO-herliðið í
Afganistan] búi yfir þeim mann-
afla, búnaði og sveigjanleika sem
þörf krefur til að tryggja áfram-
haldandi árangursríka fram-
kvæmd verkefnisins,“ segir í
lokaályktun leiðtoganna.
Af þessu tilefni greindi Geir
H. Haarde forsætisráðherra frá
því að íslensk stjórnvöld myndu
auka framlög til endurreisnar- og
þróunarverkefna í Afganistan,
auk þess sem staðið yrði að flug-
frakt í þágu þeirra bandalags-
ríkja sem hafa liðsafla í sunnan-
verðu landinu.
Í umræðum um pólitíska og
hernaðarlega uppfærslu NATO
sagði Geir að um mjög nauðsyn-
legt ferli væri að ræða sem varð-
aði getu bandalagsins til að gegna
hlutverki sínu við breyttar
aðstæður. Um leið benti hann á að
þetta mætti ekki verða til þess að
bandalagið missti sjónar á kjarna-
tilgangi samstarfsins, það er
sameiginlegum vörnum byggð-
um á gagnkvæmum varnarskuld-
bindingum aðildarríkjanna.
Í því samhengi benti Geir á, að
Ísland hefði nú þá sérstöðu innan
bandalagsins að vera án reglu-
bundins eftirlits og viðbúnaðar í
lofti á friðartímum. Sú staða yrði
úrlausnarefni bæði fyrir íslensk
stjórnvöld og bandalagið, „enda
hefði það ávallt nálgast öryggi
aðildarríkjanna með heildstæðum
hætti,“ að því er haft er eftir Geir
í fréttatilkynningu.
Geir sagði að íslensk stjórn-
völd væru ánægð með nýlegt
samkomulag við Bandaríkin um
varnarmál, en eftir stæði nauð-
syn á eftirliti og viðbúnaði á frið-
artímum. Því yrði af Íslands
hálfu óskað eftir að málið yrði
tekið til umfjöllunar í Norður-
Atlantshafsráðinu á næstu vikum.
Norður-Atlantshafsráðið er æðsta
stofnun NATO.
Breytt staða varna Íslands
líka úrlausnarefni NATO
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins luku fundi sínum í Ríga í Lettlandi í gær með því að álykta um stað-
festu bandalagsins að ná árangri í Afganistan. Forsætisráðherra sagði breytta stöðu varnarmála á Íslandi
einnig vera úrlausnarefni NATO. Málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstunni.
Ríkisstjórn Íslands fer
yfir niðurstöðu skýringaviðræðna
íslenskra yfirvalda og skipasmíða-
fyrirtækisins Asmar á ríkisstjórn-
arfundi á morgun.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins verður Birni Bjarnasyni
dómsmálaráðherra falið að ganga
endanlega frá kaupum á varðskip-
inu á grundvelli skýringaviðræðna
sem fram fóru í síðustu viku.
Fulltrúar skipasmíðafyrirtækis-
ins Asmar, sem smíðar skip sín í
Talcahuano í Chile, funduðu þá með
forsvarsmönnum Landhelgisgæsl-
unnar, Ríkiskaupa og Rolls Royce í
Noregi en það fyrirtæki kemur að
hönnun skipsins.
Danskur verkfræðingur, Cars-
ten Fauner, var íslenskum yfirvöld-
um innan handar í samningavið-
ræðunum sem tæknilegur ráðgjafi.
Eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu átti Asmar lægsta til-
boðið í gerð nýs varðskips, um 2,4
milljarða króna sem var um 200
milljónum undir áætluðum kostn-
aði.
Þrjú önnur fyrirtæki buðu í gerð
varðskipsins, Damen í Hollandi,
Simek í Noregi og Peene-werft í
Þýskalandi.
Gert er ráð fyrir að skipið verði
rúmlega 90 metra langt og með 100
til 125 tonna dráttarkraft. Björn
Bjarnason vildi ekki tjá sig um
málið er Fréttablaðið leitaði eftir
því í gær frekar en Sólmundur Jóns-
son, rekstrarstjóri Landhelgisgæsl-
unnar. Ekki náðist í Georg Lárus-
son, forstjóra Landhelgisgæslunnar,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Málþing um stofn-
frumurannsóknir, þar sem drög að
nýju frumvarpi verður kynnt
verður haldið í Norræna húsinu í
dag.
Árið 2005 var skipuð nefnd sem
fékk það verkefni að endurskoða
lög um tæknifrjóvgun með tilliti
til rannsókna á stofnfrumum úr
fósturvísum en afrakstur nefndar-
starfsins liggur nú fyrir.
Ólöf Ýrr Atladóttir, fram-
kvæmdastjóri vísindasiðanefndar,
segir vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði vaxandi grein hér
á landi en að þörf sé á að endur-
skoða löggjöfina. Málþingið
stendur frá klukkan 13-18.
Þörf á nýjum
reglugerðum