Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 88

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 88
Hollywood hefur aldrei verið þekkt fyrir að ala af sér löng og farsæl hjóna- bönd því flest stjörnuhjóna- bönd enda í skilnaði fyrr en seinna. Nokkur hjónabönd skera sig úr að því leyti að hafa ekki enst árið. Margir segja að fyrsta árið í hjóna- bandi sé eins og að svífa á bleiku skýi en það á aldeilis ekki við um neðangreind pör. Hvort það sé í tísku í Hollywood er ekki gott að segja en stjörnunum virðist vera mikið í mun að gifta sig og eru svo enn fljótari að skilja. Þriggja ára krísan í hjónaböndum er vel þekkt og eru það mörg hjónabönd sem ganga í gengum erfiðleika þá en í Hollywood þekk- ist þessi sama krísa sem fjögurra mánaða krísan. Tvö þekkt hjóna- bönd hafa nú liðið undir lok eftir einungis fjögurra mánaða líftíma. Óvænt hjónaband leikkonunnar Renee Zellweger og kántrísöngv- arans Kenny Chesney entist aðeins í fjóra mánuði en parið þekktist ekki lengi áður en það ákvað að ganga í það heil- aga. Það er ein- mitt annað dæmi um hjónabönd í Hollywood, oftar en ekki er hugmyndin um hjóna- bandið ekki vandlega úthugsuð áður en hún er fram- kvæmd. Seinni parið eru Kid Rock og Pamela Ander- son sem sóttu um skilnað fyrir stuttu. Parið gifti sig á fjórum mismunandi stöðum í sumar en ástin kulnaði hjá þeim fjórum mánuðum síðar og hafa þau nú sótt um skilnað hvort frá öðru. Stallsystur Pamelu Anderson, Car- men Electra hefur einnig sett sitt mark á hjónabandssögu í Holly- wood. Hún giftist körfuboltakapp- anum Dennis Rodman árið 1998 en hjónabandssælan entist ekki leng- ur en í tíu daga. Þá sótti Electra um skilnað og bar fyrir sig „óvið- unandi ágreining“ sem ástæðu skilnaðarins. Það er ein algeng- asta afsökunin í Hollywood fyrir hjónabandslokum og notar fólk og fjölmiðlar þessi orð óspart. Poppprinsessan Britney Spears á metið í stysta hjónabandi sögunn- ar. Hún giftist æskuvini sínum Jason Alexander í Las Vegas en segir sjálf að hún hafi verið í „ann- arlegu ástandi“ það kvöld. Hjóna- bandið entist í 55 klukkutíma og Spears hefur því ekki beðið lengi eftir að láta ógilda hjónabandið eftir brúðkaupsnóttina. Ekki fylgdi sögunni hvað vininum Jason Alexander fannst um málið en hann fékk sína 15 mínútna frægð á meðan málið gekk yfir í fjölmiðl- um. Spears er nú búin að skilja í annað skiptið á ævinni en hjóna- band hennar og Kevin Federline entist í tvö ár. Það er því spurn- ing hvernig henni gengur næst. Allt er þegar þrennt er, ekki satt? Stutt og laggott í Hollywood Jennifer Lopez og Chris Judd Giftu sig árið 2001 og hjónaband- ið entist í níu mánuði. Drew Barrymore og Tom Green Hjónabandssæla þeirra tveggja entist ekki lengur en í fimm mán- uði. Colin Farrell og Amelia Warn- er Giftust árið 2001 en allt kom fyrir ekki og þau skildu fjórum mánuðum síðar. Nicolas Cage og Lisa Marie Presley Líftími þessa hjónabands var ekki lengur en þrír og hálfur mánuður. Önnur stutt hjónabönd Skilnaður leikarans Christian Slat- er við sjónvarpsframleiðandann Ryan Haddon er genginn í gegn. Hjónin fyrrverandi, sem giftust á Valentínusardaginn árið 2000, skildu að borði og sæng í janúar á síðasta ári vegna óviðunandi ágreinings. Slater, sem hefur m.a. leikið í True Romance og Broken Arrow, á tvö börn með Haddon. Ekki er víst hvort hann fái sameiginlegt for- ræði yfir þeim eins og hann hefur óskað eftir. Slater skilur við Haddon Framleiðandinn Mark Burnett, sem hefur sent frá sér raunveru- leikaþætti á borð við Survivor, Rock Star: Supernova og The Apprentice hefur trúlofast leikkonunni Roma Downey. Burnett bað hennar um þakkargjörðar- hátíðina í Mex- íkó og ætla þau sér að giftast á næsta ári. Þau eru 46 ára og eiga bæði börn úr fyrri hjóna- böndum. Bur- nett á tvo syni og Downey, sem hefur leikið í þáttunum Touched By an Angel, á eina dóttur. Trúlofaðist leikkonu Nicole Richie hefur nú rekið góð- vinkonu sína og stjörnustílistann Rachel Zoe og hefur ásakað hana um að ýta undir átröskun hjá viðskipta- vinum sínum. Richie gefur þetta út á heimasíðu sinni þar sem hún talar um að Zoe sé svo illa haldin af átröskun sjálf að hún reyni eftir bestu getu að hafa áhrif á alla í kring- um sig. „Rachel er með sérstakar pillur sem hún dreifir til við- skiptavina sinna sem hjálpar þeim að verða óeðlilega léttar,“ segir Richie en hún hefur grennst mikið síð- ustu ár og verið ásök- uð í fjölmiðlum um að vera haldin átröskun. Stjarna Zoe hefur risið hátt síðustu ár og er hún einn eftirsóttasti stílisti í Holly- wood í dag. Meðal við- skiptavina Rachel Zoe eru Lindsay Lohan, Mischa Barton og Kate Bosworth en þær hafa allar grennst óeðlilega mikið upp á síðkastið sem ýtir enn frekar undir ásakanir Nicole Rich- ie á hendur Zoe. Zoe hefur neitað alfarið fyrir allt saman og segir að Richie og hún skilji í góðu og ætli að halda áfram að vera góðar vinkonur. Rak stílistann fyrir að ýta undir átröskun Stökksteikt andarbringa með volgri andarlifur, mangó og sætum kartöflum í súrsaðri plómusósu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.