Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 34
[Hlutabréf] Stjórn bandaríska hlutabréfa- markaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kaup- höll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostn- aði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljón- ir bandaríkjadala eða um 55 millj- arða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lána- bagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nas- daq, sagðist hafa orðið fyrir von- brigðum með að LSE tók ekki til- boðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE. Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE Hagnaður HB Granda var rúmur 1,5 milljarðar króna á þriðja árs- fjórðungi og jókst um 160 prósent frá sama tímabili í fyrra. Uppgjör- ið er gott að mati Greiningar Glitn- is. Þrátt fyrir bættan rekstur félagsins og auknar tekjur á árinu, sem markast af hærra afurða- verði og lægra gengi krónunnar, veldur gengisfall krónunnar mikl- um fjármagnskostnaði og því er félagið gert upp með eins millj- arðs tapi á fyrstu níu mánuðum ársins. Tekjur félagsins á þriðja fjórð- ungi voru um 3,2 milljarðar króna og jukust um 28 prósent. Fram- legð sem hlutfall af tekjum var 17,5 prósent eða 5,5 prósentustig- um meira en árið áður. Tekjur á fyrstu níu mánuðun- um voru tæpir 10,9 milljarðar króna og jukust um 26,7 prósent á milli ára. Glitnir bendir á að tekj- ur þessa árs eru nú þegar orðnar meiri en allt árið í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 2,2 millj- arðar á tímabilinu eða 20,3 pró- sent af rekstrartekjum samanbor- ið við 1,5 milljarð, eða 17,6 prósent af tekjum, á fyrstu níu mánuðun- um 2005. Eignir HB Granda voru 29,8 milljarðar króna í lok september og eigið fé 9,1 milljarður. Eigin- fjárhlutfall félagsins stóð í 30,7 prósentum. Krónan kom mikið við sögu Miklar sveifur á afkomu HB Granda á milli ársfjórðunga. Grunnrekstur batnar. Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á orðið 29,2 prósent í norrænu ferðaskrifstofukeðj- unni Ticket og stendur því nærri þrjátíu prósenta yfirtökumörkum sem gilda fyrir skráð félög á sænska markaðnum. Fons hefur keypt tvö hundruð þúsund hluti sem samsvarar um fjórum prósentum hlutafjár. Jafn- framt jók Lennart Käll, forstjóri Ticket, við hlut sinn. Stjórnendur Ticket hafa boðað frekari yfirtökur á næstunni, en á dögunum keypti félagið MZ Tra- vel Group sem sérhæfir sig í við- skiptaferðalögum. Fons nærri yfirtöku Peningaskápurinn ... Halli á vöruskiptum við útlönd hefur ekki mælst minni en nú síð- astliðna tólf mánuði. Sjö milljarða halli var á vöruskiptum í október miðað við 6,4 milljarða í október 2005 á föstu gengi. Nýjar tölur sem Hagstofan birti í gær sýna að í október voru fluttar út vörur fyrir 20 milljarða króna og inn fyrir 27 milljarða. Fyrstu tíu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 193,2 millj- arða króna en inn fyrir 302,4 milljarða. Nemur því hallinn 109,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhag- stæð um 81,8 milljarða á sama gengi. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu tíu mánuði ársins var 12,5 milljörðum eða 6,9 prósentum meira en á sama tíma árið áður. Í Morgunkorni Glitnis segir að álútflutningur hafi aukist um rúm fjörutíu prósent frá sama tíma í fyrra á föstu gengi. Útflutt magn áls hafi þó aðeins aukist um rúm fimm prósent svo hækkunin kemur fyrst og fremst til af háu heimsmarkaðsverð á áli. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu tíu mánuði ársins var 39,8 milljörðum eða 15,2 prósentum meira en árið áður. Rúman helm- ing af þeirri aukningu, eða 20,8 milljarða, má rekja til aukins inn- flutnings á fjárfestingarvöru sem náði hámarki í sumar og hefur aukist um 35,1 prósent á tímabil- inu. Úr þeim innflutningi hefur hins vegar dregið verulega und- anfarna mánuði. Ekki minni halli í tólf mánuði Landbúnaður á Nýja- Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðning- ur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagn- rýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í ein- hverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sér- fræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrir- varalaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfir- skriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkis- styrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálending- um og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í land- búnaði þar en hér. „Nýsjálending- ar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af fram- leiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálend- inga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslending- ar að bera sig saman við Dan- mörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagn- rýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Fram- sal kvóta nýtist bara fyrstu kyn- slóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. M-Invest, félag í eigu Baugs og Birgis Þórs Bielt- vedt, hefur eignast helm- ingshlut í Day Birger et Mikkelsen, einu frægasta tískuhúsi Danmerkur. Seljandi bréfanna er félag í eigu forstjórans Keld Mikkelsen sem mun eftir sem áður eiga helm- ingshlut í tískuhúsinu. Með kaupunum er verið að styðja við áframhald- andi útrás félagsins á erlenda markaði og frekari vöruþró- un og vörusölu. Vörumerkið er selt í yfir eitt þúsund verslunum í nítján löndum, meðal annars í Magasin du Nord og í verslunum í Lundúnum. „Ég er mjög ánægður með þennan samning. Baug- ur mun opna okkur mögu- leika á að nýta viðskipta- tækifæri í vöruþróun og félagið hugsar til langs tíma sem mun gera fyrirtækið að spennandi vinnustað til framtíðar,“ segir Keld Mikk- elsen. „Lykilstjórnendur halda áfram að vinna hjá fyrirtækinu en þessi kaup munu skerpa sýn okkar á að þróa félagið í alþjóðlegri samkeppni.“ M-Invest er dóttur- félag M-Holding sem er eigandi vöruhúsanna Magasin du Nord og Illum. Birgir Þór verður stjórnar- formaður félagsins. Eigendur Magasin kaupa í tískuhúsi Birgir Bieltvedt stýrir stjórn Day Birger et Mikkelsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.