Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 34
[Hlutabréf]
Stjórn bandaríska hlutabréfa-
markaðarins Nasdaq segist hafa
tryggt sér tæplega 5,1 milljarð
bandaríkjadala eða ríflega 358
milljarða íslenskra króna til að
gera tilboð í öll hlutabréf í kaup-
höll Lundúna í Bretlandi (LSE).
Fjármögnunin samanstendur
af láni til allt að sjö ára sem gerir
hlutabréfamarkaðnum kleift að að
standa straum af öllum aukakostn-
aði sem fellur til við tilboðsferlið.
Í framhaldinu mun Nasdaq selja
eigin bréf fyrir allt að 775 milljón-
ir bandaríkjadala eða um 55 millj-
arða íslenskra króna til að tryggja
sig.
Um gríðarlegar lántökur er að
ræða og tilkynntu matsfyrirtækin
Standard & Poor’s og Moody’s, að
þau myndu færa lánshæfismat
markaðarins niður reynist lána-
bagginn of þungur.
Nasdaq gerði yfirtökutilboð í
annað sinn á árinu í LSE í síðustu
viku sem hljóðaði upp á ríflega
367 milljarða íslenskra króna.
Samhliða því jók markaðurinn
eign sína í LSE úr fimmtungshlut í
28,75 prósent.
Carla Furse, forstjóri LSE,
hafnaði tilboðinu og taldi það ekki
endurspegla virði markaðarins og
framtíðarmöguleika hans.
Robert Greifeld, forstjóri Nas-
daq, sagðist hafa orðið fyrir von-
brigðum með að LSE tók ekki til-
boðinu og lýsti því yfir að Nasdaq
myndi fara í óvinveitta yfirtöku á
LSE.
Nasdaq tryggir sig
fyrir yfirtöku á LSE
Hagnaður HB Granda var rúmur
1,5 milljarðar króna á þriðja árs-
fjórðungi og jókst um 160 prósent
frá sama tímabili í fyrra. Uppgjör-
ið er gott að mati Greiningar Glitn-
is.
Þrátt fyrir bættan rekstur
félagsins og auknar tekjur á árinu,
sem markast af hærra afurða-
verði og lægra gengi krónunnar,
veldur gengisfall krónunnar mikl-
um fjármagnskostnaði og því er
félagið gert upp með eins millj-
arðs tapi á fyrstu níu mánuðum
ársins.
Tekjur félagsins á þriðja fjórð-
ungi voru um 3,2 milljarðar króna
og jukust um 28 prósent. Fram-
legð sem hlutfall af tekjum var
17,5 prósent eða 5,5 prósentustig-
um meira en árið áður.
Tekjur á fyrstu níu mánuðun-
um voru tæpir 10,9 milljarðar
króna og jukust um 26,7 prósent á
milli ára. Glitnir bendir á að tekj-
ur þessa árs eru nú þegar orðnar
meiri en allt árið í fyrra.
Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir (EBITDA) var 2,2 millj-
arðar á tímabilinu eða 20,3 pró-
sent af rekstrartekjum samanbor-
ið við 1,5 milljarð, eða 17,6 prósent
af tekjum, á fyrstu níu mánuðun-
um 2005.
Eignir HB Granda voru 29,8
milljarðar króna í lok september
og eigið fé 9,1 milljarður. Eigin-
fjárhlutfall félagsins stóð í 30,7
prósentum.
Krónan kom mikið við sögu
Miklar sveifur á afkomu HB Granda á milli ársfjórðunga. Grunnrekstur batnar.
Fons, eignarhaldsfélag Pálma
Haraldssonar og Jóhannesar
Kristinssonar, á orðið 29,2 prósent
í norrænu ferðaskrifstofukeðj-
unni Ticket og stendur því nærri
þrjátíu prósenta yfirtökumörkum
sem gilda fyrir skráð félög á
sænska markaðnum.
Fons hefur keypt tvö hundruð
þúsund hluti sem samsvarar um
fjórum prósentum hlutafjár. Jafn-
framt jók Lennart Käll, forstjóri
Ticket, við hlut sinn.
Stjórnendur Ticket hafa boðað
frekari yfirtökur á næstunni, en á
dögunum keypti félagið MZ Tra-
vel Group sem sérhæfir sig í við-
skiptaferðalögum.
Fons nærri yfirtöku
Peningaskápurinn ...
Halli á vöruskiptum við útlönd
hefur ekki mælst minni en nú síð-
astliðna tólf mánuði. Sjö milljarða
halli var á vöruskiptum í október
miðað við 6,4 milljarða í október
2005 á föstu gengi. Nýjar tölur
sem Hagstofan birti í gær sýna að
í október voru fluttar út vörur
fyrir 20 milljarða króna og inn
fyrir 27 milljarða.
Fyrstu tíu mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 193,2 millj-
arða króna en inn fyrir 302,4
milljarða. Nemur því hallinn
109,1 milljarði en á sama tíma
árið áður voru vöruskiptin óhag-
stæð um 81,8 milljarða á sama
gengi.
Verðmæti vöruútflutnings
fyrstu tíu mánuði ársins var 12,5
milljörðum eða 6,9 prósentum
meira en á sama tíma árið áður. Í
Morgunkorni Glitnis segir að
álútflutningur hafi aukist um rúm
fjörutíu prósent frá sama tíma í
fyrra á föstu gengi. Útflutt magn
áls hafi þó aðeins aukist um rúm
fimm prósent svo hækkunin
kemur fyrst og fremst til af háu
heimsmarkaðsverð á áli.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu tíu mánuði ársins var 39,8
milljörðum eða 15,2 prósentum
meira en árið áður. Rúman helm-
ing af þeirri aukningu, eða 20,8
milljarða, má rekja til aukins inn-
flutnings á fjárfestingarvöru sem
náði hámarki í sumar og hefur
aukist um 35,1 prósent á tímabil-
inu. Úr þeim innflutningi hefur
hins vegar dregið verulega und-
anfarna mánuði.
Ekki minni halli í tólf mánuði
Landbúnaður á Nýja-
Sjálandi og Íslandi er svo
ólíkur að ekki er hægt
að bera löndin saman.
Þar var ríkisstuðning-
ur afnuminn fyrir um
aldarfjórðungi. Valdimar
Einarsson, sérfræðingur
frá Nýja-Sjálandi, gagn-
rýnir framseljanlegan
ríkisstuðning.
Landbúnaður hér kemur alltaf til
með að þurfa ríkisstuðning í ein-
hverri mynd auk tollavarna að
mati Valdimars Einarssonar, sér-
fræðings í landbúnaðarmálum frá
Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrir-
varalaust afnám ríkisstuðnings
við landbúnað þar í landi hafa
verið um margt sársaukafullt ferli,
en hér telur hann að áhrifin yrðu
jafnvel enn meiri. Valdimar var
með erindi á fundi Bændasamtaka
Íslands í gærmorgun undir yfir-
skriftinni „Á að vera landbúnaður
á Íslandi?“
Valdimar telur fyrirvaralaust
afnám ríkisstyrkja hér í raun
myndu boða endalok landbúnaðar,
en segir Nýsjálendinga um leið
ekki sjá eftir breytingunni þar.
„Þar átti aldrei að taka upp ríkis-
styrki,“ segir hann.
Valdimar bendir engu að síður
á að Nýsjálendingar verji sinn
landbúnað og séu líklega með
mestu innflutningstakmarkanir á
landbúnaðarvörum sem þekkist.
„Við getum lært af Nýsjálending-
um og höfum gert það með því að
flytja inn þekkingu og reynslu
þeirra af sauðfjárrækt,“ segir
hann, en áréttar að stærðarhlutföll
og áherslur séu allt aðrar í land-
búnaði þar en hér. „Nýsjálending-
ar eru útflutningsþjóð,“ segir hann
og bendir á að 90 prósent af fram-
leiddu kindakjöti og 95 prósent
mjólkurframleiðslu Nýsjálend-
inga sé til útflutnings. Hlutur
landsins í heimsviðskiptum nemur
55 prósentum í kindakjötinu og 33
prósentum í mjólkinni. Til að setja
stærðarhlutföll í samhengi bendir
hann á að 17 ára sonur hans vinni á
Nýja-Sjálandi við annan mann við
að mjólka um þúsund kýr tvisvar á
dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000
kýr. Á svæðinu sem ég starfa á
þarf ég ekki að keyra nema 15 til
20 kílómetra til að vera kominn
fram hjá allri íslensku hjörðinni.“
Valdimar telur að þegar komi að
mjólkurframleiðslu eigi Íslending-
ar að bera sig saman við Dan-
mörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir
eru að gera það gott og þar er rétta
viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom
engu að síður fram að hér mætti
gera umbætur og var hann gagn-
rýninn á kvótakerfið sem hann
telur ávísun á skuldsett bú. „Fram-
sal kvóta nýtist bara fyrstu kyn-
slóðinni,“ segir hann. Þá telur hann
færa leið að setja nýtingarskyldu á
bújarðir, því verð þeirra hér verði
aldrei í samræmi við þær nytjar
sem hafa megi af landbúnaði á
þeim.
M-Invest, félag í eigu
Baugs og Birgis Þórs Bielt-
vedt, hefur eignast helm-
ingshlut í Day Birger et
Mikkelsen, einu frægasta
tískuhúsi Danmerkur.
Seljandi bréfanna er
félag í eigu forstjórans
Keld Mikkelsen sem mun
eftir sem áður eiga helm-
ingshlut í tískuhúsinu.
Með kaupunum er verið
að styðja við áframhald-
andi útrás félagsins á
erlenda markaði og frekari vöruþró-
un og vörusölu. Vörumerkið er selt í
yfir eitt þúsund verslunum í nítján
löndum, meðal annars í Magasin du
Nord og í verslunum í Lundúnum.
„Ég er mjög ánægður
með þennan samning. Baug-
ur mun opna okkur mögu-
leika á að nýta viðskipta-
tækifæri í vöruþróun og
félagið hugsar til langs tíma
sem mun gera fyrirtækið að
spennandi vinnustað til
framtíðar,“ segir Keld Mikk-
elsen. „Lykilstjórnendur
halda áfram að vinna hjá
fyrirtækinu en þessi kaup
munu skerpa sýn okkar á að
þróa félagið í alþjóðlegri
samkeppni.“ M-Invest er dóttur-
félag M-Holding sem er eigandi
vöruhúsanna Magasin du Nord og
Illum. Birgir Þór verður stjórnar-
formaður félagsins.
Eigendur Magasin
kaupa í tískuhúsi
Birgir Bieltvedt stýrir stjórn Day Birger et Mikkelsen.