Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 11
Framkvæmdum við
Norðausturveg, sem átti að hefjast
á næsta ári, verður seinkað og 300
milljóna króna fjárveitingu
frestað frá 2007 til 2008. Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
segir að framkvæmdin verði boðin
út á fyrri hluta næsta árs og að
framkvæmdir hefjist um mitt
næsta ár.
„Við ætluðum að byrja
framkvæmdir á næsta ári en það
voru deilur við landeigendur og
því hefur ekki verið hægt að byrja
fullnaðarhönnun og undirbúning
framkvæmda. Verkið kemst því
ekki af stað fyrr en líður á árið,“
segir Sturla Böðvarsson.
Fer í gang á
næsta ári
Sumarbústaður við
Kiðjabergsveg í Grímsnesi brann
til kaldra kola aðfaranótt
miðvikudagsins.
Einn maður á fimmtudagsaldri
var í bústaðnum þegar eldurinn
kom upp. Hundur mannsins vakti
hann og stóð bústaðurinn þá í
ljósum logum. Maðurinn náði að
komast út af sjálfsdáðum.
Lögreglan á Selfossi fékk
tilkynningu um eldsvoðann
klukkan rúmlega tvö og hringdi á
sjúkrabíl sem flutti manninn á
slysadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Hann var útskrifaður
í gær.
Eldsupptök eru ókunn en
lögreglan vinnur að rannsókn
málsins.
Hundur bjarg-
aði manninum
Ekið var á hjól-
reiðamann á fimmtugsaldri í
Flatahrauni í Hafnarfirði á
miðvikudagsmorgun.
Lögreglan í Hafnarfirði fékk
tilkynningu um slysið laust fyrir
klukkan átta.
Maðurinn var fluttur á
gjörgæsludeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss í Fossvogi.
Hann hlaut höfuðáverka en er
ekki þungt haldinn að sögn
svæfingalæknis.
Tildrög slyssins eru ókunn.
Lögreglan í Hafnarfirði vinnur
að rannsókn málsins og að sögn
hennar kann myrkur og töluverð
hálka að hafa orsakað slysið.
Maðurinn er al-
varlega slasaður
Í fyrra var metár í komum
kvenna í Kvennaathvarfið og
stefnir í enn meiri fjölda í ár. Þetta
var meðal þess sem kom fram á
fundi sem Fræðslunefnd Stéttar-
félags íslenskra félagsráðgjafa
stóð fyrir í gær og var yfirskrift
fundarins ofbeldi á heimilum. Í
fyrra komu 92 konur í dvöl og 465
í viðtöl að sögn Sigþrúðar Guð-
mundsdóttur, framkvæmdastýru
Kvennaathvarfsins, sem hefur
verið rekið síðan árið 1982. Á þeim
tíma hafa alls um 7.000 konur
komið í athvarfið og 2.400 börn.
Um 26 prósent kvenna sem komu í
athvarfið í fyrra fóru aftur heim í
óbreytt ástand.
Sigþrúður sagði athugavert að
lítið væri um að eldri konur kæmu
í athvarfið og til dæmis hefði engin
kona eldri en 57 ára komið í fyrra.
Ofbeldi gagnvart öldruðum var
einnig rætt á fundinum og gerði
Kristjana Sigmundsdóttir félags-
ráðgjafi meðal annars kerfislægt
ofbeldi að umtalsefni þar sem
úrræðaleysi þjónustu sé ákveðin
gerð ofbeldis gagnvart öldruðum.
Kristjana sagði ýmsar rann-
sóknir benda til þess að þrjú til tíu
prósent eldri borgara verði fyrir
ofbeldi af ýmsu tagi. Þó sé talið að
það sýni aðeins brot vandans þar
sem aldraðir viðurkenni síður að
þeir verði fyrir ofbeldi.
Fundurinn var í tengslum við
16 daga átak gegn kynbundnu
ofbeldi sem fjöldi félagasamtaka
stendur að.
Fleiri komur í Kvennaathvarf
Hæstiréttur í Pakistan
úrskurðaði í gær að tólf ára
gömul skosk stúlka, Molly
Campbell, sem einnig gengur
undir nafninu Misbah Iram
Ahmed Rana, eigi að fara til
móður sinnar í Skotlandi. Föður
hennar í Pakistan er gert að
afhenda hana breskum yfirvöld-
um innan viku.
Móðir stúlkunnar, sem er
skosk, fékk forræði yfir henni
árið 2005 og segir að faðir hennar,
sem er pakistanskur, hafi flutt
hana ólöglega frá Skotlandi til
Pakistan.
Sjálf segist stúlkan vilja búa
hjá föður sínum. Lögfræðingur
hennar segir að málinu verði
áfrýjað.
Skoska stúlkan
farin til Skotlands
Bókaðu bílinn um leið
þegar framvísað er brottfararspjaldi
frá Flugfélagi Íslands.
Innifalið:
100 km og
kaskó.
Bílaleigubíll
í heilan
sólarhring
frá2.499kr.
Flugfélag Íslands flýgur yfir
100 ferðir í viku til áfangastaða
sinna. Þið njótið þess að lesa
dagblöðin, fá ykkur kaffi og
súkkulaði og áður en þið vitið
af eruð þið komin á áfangastað.
Ferðin tekur enga stund.
Taktu flugið.
Pantaðu í síma 570 3030
eða á www.flugfelag.is
TÍMINN FLÝGUR flugfelag.is
Egilsstaðir 6.990
Ísafjörður 5.990
Akureyri 5.990
Vestm.eyj. 4.490
AKUREYRI
FRÁ
verð frá:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
52
02
1
1/
06