Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 1

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 56% 37% 42% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Laugardagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 6. janúar 2007 — 5. tölublað — 7. árgangur Smáauglýsingasími Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur á marga skemmtilega bíla í sínum flota. Dodge Weapon árgerð ´52 hefur sinnt mörgum störfum bæði við flutning á hergögnum og sem björgunarbíll, en nú nýtist hann til að vekja athygli ástörfum Flugbjör eftir það var hann aðeins í friðsamlegum ferðum fyrir Kók,“ segir Sigurður Harðars- son hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur. Eftir að bíllinn kom til Íslands, var hann yfirfarinn en hefur annars verið í góðu lagi. „Bíllinn fór aldrei á skrá en þegar fyrri i andi, Kristján Kri tjá Úr hernum í björg-unarstörf fyrir Coke VEÐRIÐ Í DAG Umræðan um fátæktina „Fátækt er smánarblettur ríkrar þjóðar og hún hverfur ekki þrátt fyrir logandi himin flugeldasýninga og faguryrða á hátíðarstundum,“ segir Ellert B. Schram. Í DAG 16 DODGE WEAPON ÁRGERÐ ´52 Úr hernum í björg- unarstörf fyrir Coke Bílar Ferðir Tíska Heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Leikföng og pólitík Jóhann Torfason sýnir nýstárlegar dúkkur í Lista- safni ASÍ. MENNING 42 SVALA RÚN SIGURÐARDÓTTIR Slakað á með jóga heimavið sérblað um heilsu FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Draumaverkefni Hilmir Snær setur verkið Dag vonar á svið í Borgar- leikhúsinu. HELGARVIÐTAL 28 ÁVAXTAKOKTEILLGómsætar og heilsusamlegar uppskriftir SJÁ BLS. 26 SÖLVI FANNAR GEFUR GÓÐ RÁÐGóður árangur með heilbrigðri skynsemi SJÁ BLS. 8 Heilsublaðið EFNISYFIRLIT SUNDIÐ STYRKIR Góð og ódýr líkamsrækt BLS. 2NÝTT ÁTAK Fjölskylduvænlíkamsræktarstöð BLS. 6 REYKINGABANN Ný lög taka gildi í sumar BLS. 10 LANGTÍMAMARKMIÐÁramótaheit til frambúðar BLS. 12 KRAFTUR BLÓMANNAÓhefðbundnar lækningar BLS. 14 MÓÐIR OG BARN Í FYRIRRÚMI Jóga fyrir nýbakaðar mæður BLS. 16 DANSINN DUNAR Skemmtun og líkamsrækt BLS. 18 ÚR FÓTBOLTA Í LIÐLOSUNSandra Sigmundsdóttirkíróprakt [ SÉRBLAÐ UM LÍKAMSRÆKT OG HEILSU – LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 ] MAGNI OG EYRÚN Aðdáendur slegnir yfir sambandsslitum Kemur flestum í opna skjöldu FÓLK 54 FJARSKIPTI Kostnaður vegna ótryggs fjarskiptasambands Íslands við umheiminn getur numið allt að sjö milljörðum króna á ári. Töpuð viðskiptatækifæri vega þar þyngst, en tekjutap vegna sambandsrofs við umheim- inn kostar einnig sitt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um áhrif sam- bandsrofa í millilandasamskiptum. Skýrslan var unnin af ParX Við- skiptaráðgjöf IBM fyrir Póst- og fjarskiptastofnun. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að sú staðreynd að ekki sé hægt að tryggja meira öryggi í millilanda- tengingum standi í vegi fyrir að ákveðnar tegundir þjónustu, svo sem rekstur netvera og gagnaþjón- ustumiðstöðva fyrir erlenda aðila, séu fýsilegir kostir hér á landi. Einnig sé ólíklegt að hugmyndir um fjármálamiðstöð á Íslandi nái fram að ganga án öruggra fjar- skipta. Því megi segja að ákveðinn fórnarkostnaður liggi í þeirri hættu sem sé á að samband við útlönd rofni. Sæstrengirnir CANTAT-3 og FARICE-1 sjá um fjarskiptasam- band Íslands við útlönd. Endingar- tími CANTAT-3 er áætlaður að hámarki átta ár í viðbót. Undirbúningur að lagningu nýs sæstrengs, FARICE-2, er hafinn. Talið er að stofnkostnaður verði á bilinu þrír til fjórir milljarðar og hægt verði að taka hann í notkun seint á næsta ári. „Eins og staðan er núna er öryggið í fjarskiptasambandi Íslands við útlönd ekki nægilega mikið til þess að fyrirtæki á borð við netversþjónustur og gagna- þjónustumiðstöðvar séu tilbúin að koma með tækifæri hingað til lands,“ segir Þröstur Sigurðsson, fjármálaráðgjafi hjá ParX. „Með lagningu FARICE-2 eru þessi nauðsynlegu öryggisskilyrði til staðar og þá mögulegt að slík fyrirtæki líti fremur til Íslands.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Það kemur mér ekki á óvart að fórnarkostnaðurinn vegna ótryggs sambands sé verulegur. Nútíma- samfélag er upplýsingasamfélag og sæstrengir eru hlekkir við önnur lönd,“ segir hann - sþs Ótryggt netsamband kostar sjö milljarða Kostnaður vegna ótryggs fjarskiptasambands við útlönd er allt að sjö milljarðar á ári. Þar er helst um að ræða fórnarkostnað vegna tapaðra viðskiptatækifæra. FRAMKVÆMDIR Árið 2006 var metár í niðurrifi bygginga í Reykjavík en þá var 51 bygging rifin, fjórum fleiri en árið 2005. Erpur Snær Hansen, heil- brigðisfulltrúi hjá Mengunarvörn- um Umhverfissviðs Reykjavíkur- borgar, segir að niðurrif hafi aukist stöðugt milli ára frá síðustu aldamótum. Meðal helstu bygginga sem voru rifnar á árinu voru Hampiðj- an, gamla Lýsisverksmiðjan, Hraðfrystihúsið við Mýrargötu og Faxaskáli, en rústir hans settu mikinn svip á miðbæinn í haust og vetur. Gríðarlegt magn af bygg- ingarúrgangi varð til á árinu og var hann að mestu leyti urðaður í landfyllingum Faxaflóahafna. Auk þess voru viðamikil asbest- niðurrif í Reykjavík eins og á Brokeyjarhúsunum á Austurbugt og Olíustöðinni á Héðinsgötu, en asbest var notað í byggingar víða á Íslandi fram undir 1970. Erpur segir að 22 hús hafi verið rifin vegna endurnýjunar á húsum og 16 vegna þéttingar byggðar. „Þétting byggðar virðist vera á lokastigi og ef endurnýjun bygginga eykst ekki að ráði á komandi ári má búast við heildar- fækkun í niðurrifi bygginga í ár,“ segir Erpur og bætir því við að fólk geti örugglega búist við fækkun á niðurrifi stórra bygg- inga árið 2007. - ifv Rifið var 51 hús á síðasta ári í þágu endurnýjunar og þéttingar byggðar: Metár í niðurrifi mannvirkja FAXASKÁLI Í MOLUM Faxaskáli var ein þeirra fjölmörgu bygginga í Reykjavík sem voru rifnar á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SNJÓKOMA Á VESTFJÖRÐUM Í dag verður vaxandi norðaustan átt á Vestfjörðum, 10-15 m/s síðdegis. Annars staðar hægari. Bjart veður eystra, annars snjó- eða slydduél. Hiti 0-5 stig syðra, annars vægt frost. Kólnandi veður. VEÐUR 4       Slæmur skellur Norðmenn skelltu íslenska hand- boltalandsliðinu með tólf marka mun á æf- ingamóti í Danmörku. ÍÞRÓTTIR 50 SAGA BANKA OG ÞJÓÐAR Í dag verður opnuð sögusýning Landsbanka Íslands í húsi TM við Ingólfsstræti. Björgólfur Guðmunds- son bankaráðsformaður segir að í raun sé 120 ára saga Landsbankans um leið saga Reykjavíkur og þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VIÐSKIPTI Úrvalsvísitala íslensku kauphallarinnar hélt áfram að hækka í gær og endaði daginn í 6.727 stigum. Hún hefur ekki verið hærri síðan 20. febrúar á síðasta ári, en hæst fór hún í 6.925 stig fáeinum dögum áður. Frá áramótum hefur gengi hlutabréfa í FL Group, Lands- bankanum, Existu og Kaupþingi hækkað um 6-8 prósent. Úrvals- vísitalan sjálf hefur hækkað um 4,9 prósent á fyrstu þremur viðskiptadögum ársins. Krónubréfaútgáfa á fyrstu dögum ársins hefur líka haft sín áhrif til hækkunar. - eþa / sjá bls. 12 Hlutabréf hækka í ársbyrjun: Nálgast metið LÖGREGLUMÁL Níræð kona fannst látin á heimili sínu í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Að sögn lögreglu er talið að konan hafi legið þar látin í um það bil mánuð. Hún var einstæðingur og átti enga aðstandendur sem litu eftir henni. Nágrannar konunnar höfðu samband við lögreglu þegar ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma og tilraunir til að ná sambandi við hana skiluðu engum árangri. Lögreglumenn fóru því á vettvang ásamt lásasmið og fundu konuna lífvana. Talið er fullvíst að hún hafi látist af eðlilegum orsökum. - þsj Níræð kona fannst látin: Látin í mánuð LÖGREGLUMÁL Tíu innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fjórir voru handteknir eftir innbrotstil- raun í vesturhluta Kópavogs og vistaðir í fangageymslum. Hópurinn er grunaður um að minnsta kosti eitt innbrot í viðbót. Þá voru 46 umferðaróhöpp tilkynnt yfir daginn enda lúmsk hálka víða á svæðinu. Meðal annars var ljósastaur ekinn niður á gatnamótum Engjavegar og Gnoðarvogs. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki þar né annars staðar samkvæmt upplýsingum lögreglu. - þsj Höfuðborgarsvæðið í gær: Tíu innbrot og 46 umferðarslys
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.