Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
56%
37%
42%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Laugardagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
20
10
50
40
0
60
Sími: 550 5000
LAUGARDAGUR
6. janúar 2007 — 5. tölublað — 7. árgangur
Smáauglýsingasími
Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur á marga skemmtilega bíla í sínum flota. Dodge Weapon árgerð ´52 hefur sinnt mörgum störfum bæði við flutning á hergögnum og sem björgunarbíll, en nú nýtist hann til að vekja athygli ástörfum Flugbjör
eftir það var hann aðeins í friðsamlegum
ferðum fyrir Kók,“ segir Sigurður Harðars-
son hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur.
Eftir að bíllinn kom til Íslands, var hann
yfirfarinn en hefur annars verið í góðu lagi.
„Bíllinn fór aldrei á skrá en þegar fyrri i
andi, Kristján Kri tjá
Úr hernum í björg-unarstörf fyrir Coke
VEÐRIÐ Í DAG
Umræðan um fátæktina
„Fátækt er smánarblettur ríkrar
þjóðar og hún hverfur ekki þrátt
fyrir logandi himin flugeldasýninga
og faguryrða á hátíðarstundum,“
segir Ellert B. Schram.
Í DAG 16
DODGE WEAPON ÁRGERÐ ´52
Úr hernum í björg-
unarstörf fyrir Coke
Bílar Ferðir Tíska Heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Leikföng og
pólitík
Jóhann Torfason
sýnir nýstárlegar
dúkkur í Lista-
safni ASÍ.
MENNING 42
SVALA RÚN SIGURÐARDÓTTIR
Slakað á með jóga
heimavið
sérblað um heilsu
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Draumaverkefni
Hilmir Snær setur
verkið Dag vonar
á svið í Borgar-
leikhúsinu.
HELGARVIÐTAL 28
ÁVAXTAKOKTEILLGómsætar og heilsusamlegar uppskriftir SJÁ BLS. 26
SÖLVI FANNAR GEFUR GÓÐ RÁÐGóður árangur með heilbrigðri skynsemi SJÁ BLS. 8
Heilsublaðið
EFNISYFIRLIT
SUNDIÐ STYRKIR
Góð og ódýr líkamsrækt
BLS. 2NÝTT ÁTAK
Fjölskylduvænlíkamsræktarstöð BLS. 6
REYKINGABANN
Ný lög taka gildi í sumar
BLS. 10
LANGTÍMAMARKMIÐÁramótaheit til frambúðar
BLS. 12
KRAFTUR BLÓMANNAÓhefðbundnar lækningar
BLS. 14
MÓÐIR OG BARN Í FYRIRRÚMI
Jóga fyrir nýbakaðar mæður
BLS. 16
DANSINN DUNAR
Skemmtun og líkamsrækt
BLS. 18
ÚR FÓTBOLTA Í LIÐLOSUNSandra Sigmundsdóttirkíróprakt
[ SÉRBLAÐ UM LÍKAMSRÆKT OG HEILSU – LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 ]
MAGNI OG EYRÚN
Aðdáendur slegnir
yfir sambandsslitum
Kemur flestum í opna skjöldu
FÓLK 54
FJARSKIPTI Kostnaður vegna
ótryggs fjarskiptasambands
Íslands við umheiminn getur
numið allt að sjö milljörðum króna
á ári. Töpuð viðskiptatækifæri
vega þar þyngst, en tekjutap
vegna sambandsrofs við umheim-
inn kostar einnig sitt.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu um áhrif sam-
bandsrofa í millilandasamskiptum.
Skýrslan var unnin af ParX Við-
skiptaráðgjöf IBM fyrir Póst- og
fjarskiptastofnun.
Í niðurstöðum skýrslunnar segir
að sú staðreynd að ekki sé hægt að
tryggja meira öryggi í millilanda-
tengingum standi í vegi fyrir að
ákveðnar tegundir þjónustu, svo
sem rekstur netvera og gagnaþjón-
ustumiðstöðva fyrir erlenda aðila,
séu fýsilegir kostir hér á landi.
Einnig sé ólíklegt að hugmyndir
um fjármálamiðstöð á Íslandi nái
fram að ganga án öruggra fjar-
skipta. Því megi segja að ákveðinn
fórnarkostnaður liggi í þeirri hættu
sem sé á að samband við útlönd
rofni.
Sæstrengirnir CANTAT-3 og
FARICE-1 sjá um fjarskiptasam-
band Íslands við útlönd. Endingar-
tími CANTAT-3 er áætlaður að
hámarki átta ár í viðbót.
Undirbúningur að lagningu nýs
sæstrengs, FARICE-2, er hafinn.
Talið er að stofnkostnaður verði á
bilinu þrír til fjórir milljarðar og
hægt verði að taka hann í notkun
seint á næsta ári.
„Eins og staðan er núna er
öryggið í fjarskiptasambandi
Íslands við útlönd ekki nægilega
mikið til þess að fyrirtæki á borð
við netversþjónustur og gagna-
þjónustumiðstöðvar séu tilbúin að
koma með tækifæri hingað til
lands,“ segir Þröstur Sigurðsson,
fjármálaráðgjafi hjá ParX.
„Með lagningu FARICE-2 eru
þessi nauðsynlegu öryggisskilyrði
til staðar og þá mögulegt að slík
fyrirtæki líti fremur til Íslands.“
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir
niðurstöður skýrslunnar ekki koma
sér á óvart.
„Það kemur mér ekki á óvart að
fórnarkostnaðurinn vegna ótryggs
sambands sé verulegur. Nútíma-
samfélag er upplýsingasamfélag
og sæstrengir eru hlekkir við
önnur lönd,“ segir hann - sþs
Ótryggt netsamband
kostar sjö milljarða
Kostnaður vegna ótryggs fjarskiptasambands við útlönd er allt að sjö milljarðar á
ári. Þar er helst um að ræða fórnarkostnað vegna tapaðra viðskiptatækifæra.
FRAMKVÆMDIR Árið 2006 var metár
í niðurrifi bygginga í Reykjavík
en þá var 51 bygging rifin, fjórum
fleiri en árið 2005.
Erpur Snær Hansen, heil-
brigðisfulltrúi hjá Mengunarvörn-
um Umhverfissviðs Reykjavíkur-
borgar, segir að niðurrif hafi
aukist stöðugt milli ára frá síðustu
aldamótum.
Meðal helstu bygginga sem
voru rifnar á árinu voru Hampiðj-
an, gamla Lýsisverksmiðjan,
Hraðfrystihúsið við Mýrargötu og
Faxaskáli, en rústir hans settu
mikinn svip á miðbæinn í haust og
vetur. Gríðarlegt magn af bygg-
ingarúrgangi varð til á árinu og
var hann að mestu leyti urðaður í
landfyllingum Faxaflóahafna.
Auk þess voru viðamikil asbest-
niðurrif í Reykjavík eins og á
Brokeyjarhúsunum á Austurbugt
og Olíustöðinni á Héðinsgötu, en
asbest var notað í byggingar víða
á Íslandi fram undir 1970.
Erpur segir að 22 hús hafi
verið rifin vegna endurnýjunar á
húsum og 16 vegna þéttingar
byggðar. „Þétting byggðar virðist
vera á lokastigi og ef endurnýjun
bygginga eykst ekki að ráði á
komandi ári má búast við heildar-
fækkun í niðurrifi bygginga í ár,“
segir Erpur og bætir því við að
fólk geti örugglega búist við
fækkun á niðurrifi stórra bygg-
inga árið 2007. - ifv
Rifið var 51 hús á síðasta ári í þágu endurnýjunar og þéttingar byggðar:
Metár í niðurrifi mannvirkja
FAXASKÁLI Í MOLUM Faxaskáli var ein
þeirra fjölmörgu bygginga í Reykjavík
sem voru rifnar á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SNJÓKOMA Á VESTFJÖRÐUM Í
dag verður vaxandi norðaustan átt
á Vestfjörðum, 10-15 m/s síðdegis.
Annars staðar hægari. Bjart veður
eystra, annars snjó- eða slydduél.
Hiti 0-5 stig syðra, annars vægt
frost. Kólnandi veður.
VEÐUR 4
Slæmur skellur
Norðmenn skelltu
íslenska hand-
boltalandsliðinu
með tólf marka
mun á æf-
ingamóti í
Danmörku.
ÍÞRÓTTIR
50
SAGA BANKA OG ÞJÓÐAR Í dag verður opnuð sögusýning Landsbanka Íslands í húsi TM við Ingólfsstræti. Björgólfur Guðmunds-
son bankaráðsformaður segir að í raun sé 120 ára saga Landsbankans um leið saga Reykjavíkur og þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
VIÐSKIPTI Úrvalsvísitala íslensku
kauphallarinnar hélt áfram að
hækka í gær og endaði daginn í
6.727 stigum. Hún hefur ekki
verið hærri síðan 20. febrúar á
síðasta ári, en hæst fór hún í 6.925
stig fáeinum dögum áður.
Frá áramótum hefur gengi
hlutabréfa í FL Group, Lands-
bankanum, Existu og Kaupþingi
hækkað um 6-8 prósent. Úrvals-
vísitalan sjálf hefur hækkað um
4,9 prósent á fyrstu þremur
viðskiptadögum ársins.
Krónubréfaútgáfa á fyrstu
dögum ársins hefur líka haft sín
áhrif til hækkunar. - eþa / sjá bls. 12
Hlutabréf hækka í ársbyrjun:
Nálgast metið
LÖGREGLUMÁL Níræð kona fannst
látin á heimili sínu í Reykjavík
síðastliðinn fimmtudag. Að sögn
lögreglu er talið að konan hafi
legið þar látin í um það bil mánuð.
Hún var einstæðingur og átti enga
aðstandendur sem litu eftir henni.
Nágrannar konunnar höfðu
samband við lögreglu þegar ekkert
hafði spurst til hennar í nokkurn
tíma og tilraunir til að ná sambandi
við hana skiluðu engum árangri.
Lögreglumenn fóru því á vettvang
ásamt lásasmið og fundu konuna
lífvana. Talið er fullvíst að hún hafi
látist af eðlilegum orsökum. - þsj
Níræð kona fannst látin:
Látin í mánuð
LÖGREGLUMÁL Tíu innbrot voru
tilkynnt til lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu í gær. Fjórir
voru handteknir eftir innbrotstil-
raun í vesturhluta Kópavogs og
vistaðir í fangageymslum.
Hópurinn er grunaður um að
minnsta kosti eitt innbrot í viðbót.
Þá voru 46 umferðaróhöpp
tilkynnt yfir daginn enda lúmsk
hálka víða á svæðinu. Meðal
annars var ljósastaur ekinn niður
á gatnamótum Engjavegar og
Gnoðarvogs. Engin alvarleg slys
urðu þó á fólki þar né annars
staðar samkvæmt upplýsingum
lögreglu. - þsj
Höfuðborgarsvæðið í gær:
Tíu innbrot og
46 umferðarslys