Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 4
RÉTTÓ
Árgangur 1956
Endurfundur föstudaginn 12. janúar
á Kaffi Reykjavík kl. 20:00
Aðgangur 2.500 kr. Peningar/ekki kort.
Mætum öll og rifjum upp gamla tíma.
Látið vita um mætingu á áðursendan
tölvupóst.
Öryrkjum á Íslandi
hefur fjölgað á undanförnum
árum. Geð- og stoðkerfisraskanir
eru algengustu sjúkdómaflokk-
arnir hjá öryrkjum af báðum kynj-
um. Þetta segir Stefán Ólafsson
prófessor. Hann byggir orð sín á
nýrri rannsókn sem hann gerði,
ásamt læknum, á fjölda örorku-
þega á Íslandi. Tilgangur hennar
var að kanna algengi og dreifingu
öryrkja með tilliti til kyns, aldurs,
búsetu og sjúkdómsgreininga. Við
rannsóknina voru upplýsingar frá
desember 2005 kannaðar en þá
voru tæplega fjórtán þúsund
Íslendingar metnir til örorku.
Í rannsókninni kemur meðal
annars fram að þeim, sem er á
örorku vegna geðraskana, hafi
fjölgað mjög. Tómas Zoëga geð-
læknir segir að ástæður þess verði
að kanna betur. „Hér er ekki hægt
að sýna fram á að fjöldi fólks með
geðsjúkdóma hafi aukist undan-
farin tuttugu ár, eins og til að
mynda hefur gerst í Bandaríkjun-
um. Tíðni áfengis- og fíkniefna-
vanda hefur aftur á móti aukist til
muna,“ segir Tómas. Hann telur
það hugsanlega skýringuna á
algengari örorku og bendir á að
rúmlega tíu prósent þeirra karla
sem séu á örorku vegna geðsjúk-
dóma séu greindir með áfengis-
eða fíkniefnavanda. „Geðraskanir
eru nú ástæða fyrir rúmlega fjöru-
tíu prósentum tilvika á örorku
karla,“ segir Tómas.
Stefán og Tómas benda þó einn-
ig báðir á það að ýmislegt bendi til
þess að fólk sé fúsara en áður að
leita sér aðstoðar vegna geðsjúk-
dóma. Viðhorfsbreyting samfélags
gæti því verið hluti skýringarinn-
ar.
Örorka er einnig algengari
meðal yngstu aldurshópanna hér á
landi en á hinum Norðurlöndun-
um, samkvæmt Læknablaðinu,
sem birtir rannsóknina í nýjasta
tölublaði sínu. Meginástæðuna
fyrir því telur Stefán vera að hér
sé minna um starfsendurhæfingu
og virkniaukandi aðgerðir fyrir
þennan hóp. Stefán segir fjölgun
öryrkja í takt við þá þróun sem
hafi verið í öðrum Evrópulöndum.
Hann telur líklegt að þegar tölur
síðasta árs verði athugaðar komi í
ljós að hægt hafi á fjölguninni.
„Tíðni örorku eykst með auknu
atvinnuleysi. Þetta var áberandi
hér á landi eftir 1990. Öryrkjum
fækkaði ekki hér á landi árið 2005
þótt atvinnuástand væri gott en ég
hef trú á því að það hafi gerst á
síðasta ári,“ segir Stefán. Trygg-
ingastofnun ríkisins greiddi 6,8
milljarða í örorkulífeyri árið 2005,
rúmum átta prósentum meira en
árið 2004.
Geðraskanir ein helsta
ástæða örorku á Íslandi
Í nýrri rannsókn kemur fram að örorka vegna geðraskana hafi aukist mikið. Tómas Zoëga telur að aukin
áfengis- og fíkniefnanotkun skýri fjölgunina að einhverju leyti. Örorka er líka algengara meðal yngstu
aldurshópanna hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Sagt að starfsendurhæfingu vanti fyrir hópinn.
Geðraskanir eru nú
ástæða fyrir rúmlega 40
prósentum tilvika á örorku karla.
Þegar borin eru saman árin
2004 og 2005 kemur í ljós að
algengi örorku vegna geðrask-
ana hefur aukist úr 28,7% í
31,3% hjá konum og úr 37,8% í
40,8% hjá körlum. Þeir Sigurð-
ur Thorlacius, Sigurjón B. Stef-
ánsson og Stefán Ólafsson sem
gerðu rannsóknina segja þetta
benda til að áframhald sé á
þeirri þróun sem hefur verið
áberandi á Íslandi eftir 1990,
það er að tíðni örorku vegna
geðraskana aukist sérstaklega
mikið. Örorka er einnig algeng-
ari meðal yngra fólks á Íslandi
en á öðrum Norðurlöndum. Þeir
segja mörg tækifæri til að
draga úr þessari þróun, til
dæmis með eflingu starfsend-
urhæfingar og virkniaukandi
aðgerða á vinnumarkaði.
Litháískur karlmaður,
Povilas Akelaítis, var í gær dæmd-
ur í tveggja og hálfs árs fangelsi
fyrir tilraum til að smygla til
landsins tæpum 2,5 kílóum af
amfetamíni í lok ágúst á síðasta
ári. Efninu kom hann til landsins
bifreið sem hann flutti með Nor-
rænu.
Þegar bifreiðin kom til Seyðis-
fjarðar gaf fíkniefnahundur merki
um að í henni gætu leynst fíkni-
efni. Þegar drifskaftið var sagað í
sundur reyndist það fullt af
amfetamíni. Maðurinn neitaði að
hafa haft nokkra vitneskju um að
efnið væri falið í bílnum og gat
enga skýringu gefið á tilvist þess
þar. Héraðsdómur Reykjavíkur
taldi rangar og misvísandi skýr-
ingar sem maðurinn gaf benda til
þess að hann hefði haft eitthvað að
fela við komuna til landsins. Jafn-
framt, að teknu tilliti til þess
hversu óljósar upplýsingar mað-
urinn kvaðst hafa fengið um hvað
tæki við þegar hann kæmi hingað
til lands, og að BMW-bifreiðin sem
efnin voru falin í var orðin 17 ára
og varla mikils virði auk fleiri
atriða, var niðurstaða dómsins sú
að framburður mannsins væri
ekki trúverðugur.
Auk fangelsisvistarinnar og
upptöku efnanna var maðurinn
dæmdur til að greiða nær 800 þús-
und krónur í sakarkostnað og
BMW-bifreiðin var gerð upptæk.
Drifskaft fullt af amfetamíni
Magnús Reynir
Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í-
listans á Ísafirði, er kominn til
starfa sem
framkvæmda-
stjóri Frjálslynda
flokksins á
skrifstofu
flokksins í
Reykjavík.
Aðspurður um
deilurnar innan
Frjálslynda
flokksins, segist
Magnús þekkja bæði Guðjón Arnar
og Margréti Sverrisdóttur af góðu
einu. „Ég ætla nú að kanna um
hvað deilurnar snúast áður en ég
tek afstöðu til þeirra.“
Magnús heldur áfram að starfa
innan bæjarráðs Ísafjarðar, enda
sé gott fólk þar til að leysa hann af,
samgöngur góðar og því skjótfarið
á milli.
Framkvæmda-
stjóri til starfa
Fasteignamatið
hækkar í flestum tilfellum þegar
fimmtán stærstu sveitarfélögin í
landinu eru skoðuð, samkvæmt
athugun á gjaldskrárhækkunum
sveitarfélaganna sem Verðeftirlit
Alþýðusambands Íslands, ASÍ, er
að vinna. Þetta þýðir að að
fasteignaskatturinn hækkar um
tíu prósent þó að álagningarpró-
sentan haldist óbreytt.
Henný Hinz, verkefnastjóri
verðlags og neytendamála hjá
ASÍ, segir að óskað hafi verið
eftir upplýsingum um gjaldskrár-
hækkanir og sér sýnist algengt að
þjónustugjöldin hækki um fimm
til tíu prósent. Hún telur ljóst að
hækkanirnar hækki vísitölu
neysluverðs, sem verður gerð
opinber á föstudaginn og kemur
þá í ljós hvernig verðbólgan
mælist.
Áhrif á vísitölu
neysluverðs
Ný vatnsveita Orku-
veitu Reykjavíkur í Borgarfirði,
sem ber nafnið Grábrókarveita,
verður formlega tekin í notkun í
dag.
Er þar með lokið lögn nýrrar
vatnsæðar allt frá Bifröst til
Borgarness, rúmlega 30
kílómetra.
Á leiðinni eru nokkrar stórar
sumarhúsabyggðir auk bújarða
sem geta tengst nýju lögninni.
Talsverður skortur hefur verið
á góðu neysluvatni í nokkrum
byggðanna.
Lagning leiðslunnar hefur
staðið til síðan árið 2004.
Ný vatnsveita
í Borgarfirði