Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 6

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 6
 Mike McConnell, gamalreyndur leyniþjónustumaður í Bandaríkjunum, tekur við embætti yfirmanns allra leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna af John Negroponte, sem verður aðstoðarutanríkisráðherra og þar með helsta hjálparhella Condoleezzu Rice utan- ríkisráðherra. George W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá þessu í gær. Bandarískir fjölmiðlar full- yrtu enn fremur að frekari mannabreytinga væri að vænta í tengslum við hina nýju stefnu Bandaríkjanna í Írak, sem Bush hefur verið að undirbúa allt frá því í haust. Talið er að Bush ætli sér að fjölga í herliði Bandaríkjanna í Írak, í það minnsta tímabundið, frekar en að fækka í liðinu eins og nýr meirihluti demókrata á Bandaríkjaþingi hefur krafist. Einn- ig er talið að Bush vilji veita auknu fjármagni í stríðið, en til þess þarf samþykki þingsins. „Eitt er víst, og það er að ég ætla að tryggja það að verkefnið verði skýrt og greinilega afmarkað og framkvæmanlegt,“ sagði Bush á fimmtu- daginn. Frekari útlistanir á stefnubreytingunni verða þó ekki gerðar opinberar fyrr en að lokn- um mannabreytingunum, sem felast meðal annars í því að Zalmay Khalilzad, sem nú er sendiherra Bandaríkjanna í Írak, taki við af John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, en í staðinn fyrir Khalilzad í Írak komi Ryan Crocker, sem nú er sendiherra í Pakistan. Þá verða einnig mannaskipti hjá herliði Bandaríkjanna í Írak, þar sem David Petraeus tekur við af George Casey sem yfirherforingi Íraksliðsins auk þess sem William Fallon verð- ur yfirmaður miðstjórnar herliðs Bandaríkj- anna í Írak og Afganistan í staðinn fyrir John Abizaid. Ný stefna Bush í Írak leidd af nýju fólki Reykir þú? Ert þú hlynnt(ur) stækkun álversins í Straumsvík? Fyrirtæki Þorsteins Vilhelmssonar, Ránarborg, mun styrkja Lindaskóla um samtals 900 þúsund krónur á næstu þremur árum en ekki um tæpar tvær milljónir króna. „Það sem Ránarborg legg- ur í þetta eru 300 þúsund krónur á ári í þrjú ár,“ segir Gunn- steinn Sigurðsson, skólastjóri Lindaskóla og bæjarráðsmaður í Kópavogi, um framlag félags Þor- steins til verkefnisins í Lindaskóla. Í Fréttablaðinu á fimmtudag var sagt að peningagjöf Þorsteins til Lindaskóla næmi samtals tæpum tveimur milljónum króna á þremur árum. Var sú upphæð byggð á upp- lýsingum sem fengust í samtali við Gunnstein á miðvikudag. Kom fram í samtalinu að þrjú fyrirtæki; Ránarborg, Norvik, sem er eignar- haldsfélag BYKO, og eitt fyrirtæki, sem enn er ónafngreint, myndu saman greiða um þriðjung heildar- kostnaðar við Lindaskólaverkefnið. Sagði Gunnsteinn þennan þriðj- ungshlut skiptast „nálægt því“ í þrennt á milli félaganna þriggja þannig að hvert þeirra greiddi um níunda part af heildarkostnaði verk- efnisins. Kostnaðurinn nemur 16,8 milljónum króna. Níundi partur af því er nálægt 1,9 milljónum króna. Gunnsteinn segir nú að Norvik greiði meira en Ránarborg. „Ég man ekki nákvæmlega töluna en það er töluvert hærra,“ segir Gunn- steinn sem kveðst ekki geta látið Fréttablaðinu í té afrit af samning- unum við Norvika og Ránarborg fyrr en eftir helgi. Gefur 900 þúsund Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri í Lindaskóla, segir Þorstein Vilhelmsson styrkja skólann um 900 þúsund krónur en ekki tæpar tvær milljónir króna. Fernando Araujo, fyrrverandi þróunarmálaráðherra Kólumbíu, slapp úr haldi FARC- skæruliða í gær, eftir sex ára nauð- vist. Varnarmálaráðherra landsins segir að Araujo sé heilsuhraustur og hafi flúið úr einni bækistöðva skæruliðanna þegar stjórnarher- inn gerði árás á hana. Araujo var rænt hinn 5. desember árið 2000. FARC-liðar vonuðust til að geta haft fanga- skipti á honum og eigin liðsmönn- um, sem er alþekkt aðferð FARC- hreyfingarinnar. Slapp eftir sex ár í haldi FARC Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður vinstri grænna, stendur fast á því að uppsagn- ir starfsmanna í íþróttahúsi og sundlaug Snæfellsbæjar síðastliðið vor hafi verið ólögmætar. Hæstiréttur staðfesti nýlega úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að vísa frá máli sem BSRB höfðaði vegna uppsagnanna. „Við teljum að fólki hafi verið sagt upp á ómálefnalegum forsendum og eftir stendur að einn starfsmaður, trúnaðarmaður Starfsmanna- félags Dala- og Snæfellsnessýslu, hefur ekki verið endurráðinn,“ segir Ögmundur. Uppsagnirnar ólögmætar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.