Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 8
Su›urlandsbraut 26
Reykjavík
Sími: 510 0000
Brekkustíg 39
Njar›vík
Sími: 420 0000
Mi݇si 7
Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Grundargötu 61
Grundarfir›i
Sími: 430 0000
www.besta.is
Hentugir geymslukassar af öllum
stær›um og ger›um sem passa
vel undir jólaskrauti› e›a anna›
dót sem flarf a› geyma.
* Tilbo› gildir til 30. janúar e›a á me›an birg›ir endast.
SETTU ALLT Í
KASSANA
Enn dvelja hundar á
hundahótelinu á Leirum, sem hafa
að líkindum hlaupið að heiman í
skoteldahávaðanum í kringum
áramótin. Að sögn Hreiðars Karls-
sonar komu lögregla og hunda-
eftirlitsmenn með fjóra hunda
þangað á þeim tíma sem fundist
höfðu lausir.
„Það var talsvert hringt til
okkar í kringum áramót til að láta
vita af lausum hundum sem fólk
hafði handsamað og tekið með sér
heim,“ sagði Hreiðar, þegar
Fréttablaðsmenn litu við á Leirum
í gær. „Þessar sprengingar eru
farnar að standa yfir dögum
saman þannig að þetta dreifðist
nokkuð. Við höfðum þann háttinn
á að spyrja fólk hvort það hefði
tök á að hafa hundana eitthvað hjá
sér, ef eigendurnir skyldu hringja.
Með þeim hætti náðum við að
koma þó nokkrum hundum aftur
til eigenda sinna, án þess að þeir
þyrftu að hafa viðkomu á Leir-
um.“
Þetta fyrirkomulag hefur spar-
að mörgum hundeigandanum
skildinginn því greiða þarf 21.500
krónur til þess að leysa út hund
sem lögreglan eða hundaeftirlits-
menn handsama í lausagöngu. Ef
hann er ekki skráður þarf að
greiða 15.400 krónur í viðbót í
skráningargjald, því frá Leirum
fer enginn óskilahundur án skrán-
ingar.
Hreiðar benti á að hundaeig-
endur þyrftu að hafa varann á í
kvöld þegar þrettándaflugeldarn-
ir fara í loftið.
„Ég sá á gamlárskvöld að marg-
ir voru með hunda sína í bandi við
brennurnar,“ sagði hann og kvað
slíkt óráðlegt. „Margir hundar eru
lafhræddir við flugelda og það er
alveg út í hött að vera með þá í
bandi í miðri sprengihríðinni. Það
fer miklu betur með þá að vera í
örygginu inni, þar sem einhver
lítur eftir þeim.“
Hreiðar sagði að troðfullt hefði
verið á hundahótelinu á Leirum
yfir jól og áramót, þar sem margir
færu til útlanda á þessum tíma eða
kysu að koma hundum sínum fyrir
utan borgarinnar. Pantanir fyrir
næstu jól og áramót væru þegar
teknar að berast.
Enn í óskilum
á hundahóteli
Enn eru hundar á hundahótelinu að Leirum sem
teknir voru lausir í kringum áramótin. Þeir hafa að
líkindum hræðst flugeldaskothríðina.
Flugslysum fækkaði tals-
vert á nýliðnu ári frá árinu á undan
og reyndist það slysaminnsta árið
í flugsamgöngum í 43 ár. Frá þessu
greindi alþjóðleg eftirlitsstofnun
með flugöryggi, Alþjóðlega flug-
slysaskráningarstofan (ACRO).
Alls hröpuðu í fyrra 156 skráð-
ar flugvélar, en þær voru 178 árið
2005. Samkvæmt upplýsingum
stofnunarinnar fórust í þessum
slysum alls 1.292, en það er ellefu
prósentum færri en árið á undan.
Samkvæmt upplýsingum
Alþjóða flugmálastofnunarinnar
ICAO fjölgaði flugfarþegum í
heiminum í fyrra um fjögur pró-
sent, upp í um 2,1 milljarð manna.
Mannskæðasta flugslysið á
árinu 2006 varð þegar Tupolev
TU-154-farþegaþota hrapaði í
Svartahaf í ágúst, en með henni
fórust 170 manns.
Slys ekki
færri í 43 ár
Hvað heitir nýkjörinn forseti
fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings?
Hver er nýr framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins?
Hvaða fjármálafyrirtæki
mælti með kaupum í Kaupþingi
á dögunum?
Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra
gerði ríkisstjórninni í gær grein
fyrir því að Hafrannsóknastofn-
unin gæti þurft á aukafjárveit-
ingu að halda finnist loðnan ekki
fljótlega. Auk hafrannsóknaskip-
anna munu þrjú loðnuskip leita
næstu daga og leggja þau líklega
úr höfn 8. desember. Mikið
liggur við að loðnan finnist því
hver veiðilaus dagur á hefðbund-
inni vetrarvertíð kostar þjóðar-
búið um 300 milljónir króna.
Milljónir tapast
Tæknifyrirtækið Hitachi
mun snemma á þessu ári hefja
sölu á hörðum diskum sem geyma
eitt terabæti af gögnum. Aldrei
áður hefur verið mögulegt að
geyma jafn mikið af gögnum á
einum hörðum diski.
Eitt terabæti, skammstafað
TB, er þúsund gígabæti (GB) eða
milljón megabæti (MB) sam-
kvæmt mælingavenjum harðdisk-
framleiðenda. Sem dæmi má
geyma um 250.000 lög eða 350.000
ljósmyndir í háum gæðum á
disknum. Harði diskurinn varð
fimmtíu ára á seinasta ári. Sá
fyrsti geymdi fimm megabæti af
gögnum og vó eitt tonn.
Eins terabætis
harður diskur
Herbjörn Sigmarsson var
ásamt konu dæmdur til refsingar í
Héraðsdómi Reykjavíkur, meðal
annars fyrir tilraunir til fíkniefna-
smygls með póstsendingum hingað
til lands. Herbjörn var dæmdur í 18
mánaða fangelsi, en konan í níu
mánaða fangelsi, skilorðsbundið.
Herbjörn var sakaður um fleiri
brot á fíkniefnalögum en þau sem
getið er um hér að framan. Hann
var jafnframt sakaður um að hafa
þýfi í vörslu sinni og brot á vopna-
lögum. Ásamt konunni var honum
gefið að sök að hafa reynt að smygla
inn fíkniefnum í níu umslögum sem
send voru hingað til lands í pósti
Hún vann hjá Íslandspósti á þess-
um tíma. Herbjörn sá um að útvega
efnin og sendingu þeirra. Umslögin
voru merkt tilteknum viðtakendum
eftir upplýsingum frá konunni. Hún
átti síðan að fjarlægja bréfin við
flokkun á vinnustað sínum í Mýrar-
götu og afhenda Herbirni þau. Í
umslögunum voru ríflega hálft kíló
af amfetamíni og nokkurt magn af
kókaíni og hassi. Þá fundust við
húsleit hjá honum 2,7 kíló af hassi
auk fleiri fíkniefna.
Herbjörn hefur áður hlotið dóma
fyrir brot gegn lögum um ávana- og
fíkniefni, skilasvik og brot á
almennum hegningarlögum. Honum
var gert að greiða 1,6 milljónir
króna í sakarkostnað.
Fíkniefnin með póstinum