Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 12

Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 12
Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði hratt á helstu fjármála- mörkuðum í fyrstu viðskiptaviku ársins og fór undir 56 dali á tunnu. Helsta ástæðan fyrir lækkun- inni er að olíubirgðir jukust á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar eftir eldsneyti um hátíðirnar. Verðið hefur lækk- að um 9 prósent á markaði í Banda- ríkjunum í vikunni og fór í 55,55 dali á tunnu vestanhafs. Verð á Norðursjávarolíu hefur hins vegar lækkað um 2,85 dali og stóð í 55,07 dölum á tunnu í gær. Hráolíuverð fór í um 78 dali á tunnu um miðjan júlí í fyrra, sem er sögulegt hámarksverð. Það lækkaði um miðjan ágúst og hefur sveiflast í kringum 60 dalina síðan í september. Ekki er ljóst hvort olíuverð heldur áfram að lækka en OPEC- ríkin, samtök olíuútflutningsríkja, sem framleiða 40 prósent allrar hráolíu í heiminum, hafa ákveðið að minnka olíuframleiðslu um 500.000 tunnur á dag frá og með 1. febrúar næstkomandi til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu. Þetta er önnur skerðingin á olíuframleiðslu samtakanna á skömmum tíma. Ekki var einhug- ur um samdrátt í nóvember og fylgdu einungis nokkur ríki ákvörðuninni eftir. Olíuverð tekur dýfu [Hlutabréf] www.danskenns la . i s Innritun í síma 897 5040 Frekari upplýsingar á: Á laugardögum í vetur verður boðið upp á danskennslu fyrir krakka á aldrinum 3-6 ára. Kenndir verða ýmsir barnadansar og freestyle dansar í takt við tónlist. Tímarnir verða brotnir upp með ýmsum leikjum og fígúrum sem munu taka virkan þátt í kennslunni. Geysir Green Energy heitir nýtt alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu sem FL Group, Glitnir og VGK-Hönnun hafa stofnað. Forstjórinn segir starfsemi hefjast nú þegar og boðar tíðindi á næstu vikum. Fjárfest- ingargeta á að nema allt að milljarði dala. FL Group, Glitnir og verkfræði- stofan VGK-Hönnun hafa stofnað fjárfestingarfélagið Geysir Green Energy. Tilgangurinn er sagður vera að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkufram- leiðslu víðs vegar um heim. Ásgeir Margeirsson, fráfarandi aðstoðarforstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sem ráðinn hefur verið forstjóri Geysis Green Energy, segir ótal tækifæri fyrir dyrum, en félagið mun einbeita sér að tækifærum í nýtingu jarðvarma, fjárfestingum í jarðvarmaorkuver- um, yfirtökum á jarðvarmaorku- verum í eigu orkufyrirtækja og einkavæðingu orkufyrirtækja þar sem tækifæri gefast. „Aðaláherslan er á Evrópu, Asíu og Ameríku,“ segir Ásgeir, en bætir um leið við að vissulega kunni tækifæri að leynast víðar. „Saga íslensks starfs í útrás í orku- iðnaði er orðin löng, byrjaði hjá verkfræðistofunum, síðan komu orkufyrirtækin öflug inn og síðan fjármálafyrirtækin. Glitnir hefur náttúrulega sérhæft sig á þessu sviði líkt og þekkt er.“ Í nýju félagi segir Ásgeir saman komna mikla þekkingu ásamt fjármagni til fram- kvæmda. Eigendahóp- ur Geysis Green Energy er ekki að fullu skipað- ur, en í hönd fara viðræður við fyrirtæki í geiranum. Ásgeir segir nokkar vikur þar til endan- leg mynd verður komin á félagið. „En starfsemin hefst strax og á örugglega eftir að fréttast um ein- hverjar aðgerðir félagsins innan einhverra vikna.“ Vitað er þó að eignarhlutur Glitnis í orkufyrirtækinu Enexi mun renna inn í Geysi. Í upphafi leggja fjárfestar fram 100 milljón- ir Bandaríkjadala, eða um 7 millj- arða króna, með peningum og eignum sem falla að fjárfestinga- stefnu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK-Hönnunar er gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til innlendra og erlendra aðila á næstu vikum. Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis annast söluna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir Geysi vera spennandi nýjung fyrir félagið, en það hefur skilgreint fjárfestingar í orkugeira sem hluta af kjarnastarfsemi sinni. „Enginn vafi leikur á að sjálfbær orkuframleiðsla verður heiminum mjög mikilvæg á næstu árum og áratugum. Með því að stilla saman strengi ólíkra aðila, geta íslensk fyrirtæki náð sterkri stöðu á alþjóða orkumörkuðum,“ segir hann. Geysir Green Energy er sagt munu stækka með fjárfestingum, samruna, yfirtökum og þróun nýrra verkefna. Miðað er við að félagið geti ráðist í fjárfestingar sem nema meira en einum milljarði banda- ríkjadala þegar tækifæri gefast. Mikil stemning ríkir á hlutabréfa- markaði í byrjun árs og hækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 4,9 prósent í vikunni. Vísitalan, sem hefur ekki verið hærri síðan 20. febrúar í fyrra þegar markaðurinn var að falla, stendur nú í 6.727 stig- um og vantar því aðeins 200 stig til að komast í hæsta gildi frá upphafi. Veltan á árinu er komin yfir 150 milljarða króna, þar af er stór hluti kominn til vegna færslu á bréfum en veltan er engu að síður orðin meiri en allt árið 2001. FL Group, Landsbankinn, Exista og Kaupþing hafa dregið vagninn með 6-8 prósenta hækkun það sem af er ári. Þannig er ávöxt- un á bréfum Landsbankans orðin meiri en allt árið í fyrra og gengi bréfa í Existu og Glitni hefur aldrei verið hærra. Ástæður þessara hækkana eru meðal annars áframhaldandi krónu- bréfaútgáfa, sem þykir góðs viti svo skömmu eftir að Standard & Poor´s lækkaði lánshæfiseinkunn ríkisins, og jákvæð greining Citigroup á Kaupþingi sem metur bankann á 1.000 krónur á hlut. Lokagengi Kaup- þings var 894 krónur á hlut í gær. Von er á greiningum á Kaupþingi frá Morgan Stanley og Fox-Pitt Kelton. Citigroup-greiningin var vítam- ínssprauta fyrir markaðinn að mati Jónasar Gauta Friðþjófsson- ar, hjá greiningu Glitnis, enda er þarna á ferðinni einn stærsti banki heims. „Þeir mæla sterklega með kaupum. Þar er farið þeim orðum um Kaupþing, sem við vissum svo sem hér heima, að bankinn er orð- inn alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta gildir einnig um hina bankana og fjölmörg önnur fyrirtæki.“ Á sama tíma eiga hlutabréf í verðugri samkeppni við áhættu- minni kosti eins og peningamark- aðsreikninga sem bera fimmtán prósenta vexti. „Eitt og hálft pró- sent á dag er meira en einn mánuð- ur á peningamarkaðsreikningi. Menn vilja kannski ekki missa af lestinni þegar hún er farin af stað,“ segir Jónas Gauti um áhuga fjár- festa fyrir hlutabréfum. Hins vegar fylgir áhætta alltaf hlutabréfum og þær miklu sveifl- ur sem urðu á hlutabréfamarkaði eru komnar til að vera. „Við getum séð þær til að mynda þegar fjár- festar innleysa hagnað eða við verulegar breytingar á ytri aðstæðum sem snúa hagkerfinu í heild. Við erum meira undir smá- sjá erlendra aðila og því getur álit erlendra fjármála- og matsfyrir- tækja skipt máli og valdið sveifl- um, jákvæðum sem neikvæðum á hlutabréfamarkaði.“ Úrvalsvísitalan, sem hefur ekki verið hærri síðan 20. febrúar í fyrra, hefur hækkað um tæp fimm prósent frá áramótum. Stemning er á markaði. Peningaskápurinn ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.