Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 22

Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 22
Ætli það sé talinn ómissandi þáttur í hátíðlegu jólahaldi í Hvíta húsinu að kíkja á eina eða tvær aftökur í sjón- varpinu? Alla vega er mér nýnæmi að því að sjá alvöru aftöku í sjón- varpinu um jólin. Ég verð að við- urkenna að ég kann ekki að meta skemmtanagildi þess að sjá grímu- klædda gangstera murka lífið úr varnarlausri manneskju – jafnvel þótt þetta hafi ekki verið sérlega góð né skikkanleg manneskja. Hvað sem líður þessum óvenju- lega dagskrárlið sem var sýndur heimsbyggðinni í boði Hvíta húss- ins kemst maður ekki hjá því að geta þess að einungis einn aðili hélt virðingu sinni á þessum skelfilega stað þar sem sagt er að margir andstæðingar hans hafi látið lífið – og það var Saddam sjálfur. Böðlarnir, bæði nær- og fjar- staddir, urðu sér og öllu mannkyni til skamm- ar. Dauða- refsingar eru verri ónáttúra en nokk- ur glæp- ur. Í kvöld fórum við í jólaboð til Þór- höllu systur Sól- veigar. Hér fyrr á árum voru jóla- boðin hjá þeim systrum fremur fámenn samkvæmi, þrjár systur, þrír eigin- menn og slangur af krökkum sem enginn vandi var að þekkja í sundur. Nú eru krakkarnir orðnir fullorðnir og makar þeirra og kærastar og kærustur hafa bæst við, að ég tali nú ekki um heila herskara af barnabörnum sem ég er í vand- ræðum með að réttfeðra eða mæðra. Ég tek eftir því að núna á efri árum hef ég vaxandi áhuga á því að ganga í kringum jólatréð með börnunum. Hér áður fyrr fannst mér þetta fremur tilgangslítil gönguferð, það er ekki eins og maður sé að fara neitt. Kannski ég sé að þroskast úr því að ég er orð- inn sáttur við að ganga í hringi. Heimakvöld hjá okkur. Kalkúnn er prýðilegur, ekki síst ef maður kann það trix að losa haminn frá bringunni og stinga kryddsmjöri inn á fugl- inn áður en steikingin hefst. Í fyrsta sinn í háa herrans tíð gat ég skellihlegið að áramóta- skaupinu. Það er eins og að ætla að þurrausa sjóinn með teskeið að ætla að skopstæla uppátæki þeirra sem stjórna og ráða í klukkutíma þætti, því að yfirleitt hefur þetta lið hegðað sér svo ámátlega að það þyrfti tuttugu- ogsjö Spaug- stofur í fullu starfi allt árið um kring til að gera vitleys- unni verð- ug skil. Mér fannst skaupið nýstárlegt og ferskt og skemmti mér konung- lega yfir því. Ég reikna með að það hafi valdið mörgum vonbrigð- um, einkum þeim sem eru svo íhaldssamir að heimta að skaupið á hverju ári sé nákvæmlega eins og skaupið í fyrra, bara skemmti- legra. Síðan tóku við hinar hefð- bundnu sprengingar á Landakots- túni. Nú eru öll börn með öryggis- gleraugu og næsta ár verða allir skyldaðir til að vera með stál- eða asbesthanska líka til að sprengja ekki af sér fingur eða brenna sig. Þrátt fyrir allan þennan örygg- isútbúnað varð samt smáslys á heimilinu. Litla Sól rak nefnilega horn á bókarspjaldi upp í augað á pabba sínum þegar hann ætlaði að fara að lesa fyrir hana. Þetta leit ekki vel út í fyrstu, en fór samt betur en á horfðist ef svo má að orði komast – og sýnir vitanlega að bækur eru ekki síður hættuleg- ar en sprengiefni, og sennilega væri skynsamlegt að allir notuðu öryggisgleraugu við lestur. Hann Andri minn á níu ára afmæli í dag. Hann var fyrsta barnið sem fæddist eftir að árið 1998 gekk í garð. Það gerðist um þrjúleytið á nýársnótt. Ég var orðinn vondauf- ur um að drengurinn mundi láta sjá sig á meðan ég var heima í jólafríi, en á þessum tíma var ég að vinna suður í Arabíu og rétt náði að heilsa upp á sonarsoninn á fæðingardeildinni áður en ég lagði af stað suður á Keflavíkurflug- völl. Við héldum smáveislu fyrir afmælis- barnið og vini og ættingja í dag. Allt fór það vel fram og Andri er ánægður. Samt er það sennilega ekki tekið út með sældinni að eiga afmæli á nýársdag því að hagsýnir aðilar geta gert manni þann óleik að sam- eina jól og afmæli í einum pakka. Sumir eru glúrnir við ýmiss konar nýárshugleiðingar og dug- legir að rifja upp atburði liðins árs og jafnvel að spá fyrir um nýja árið. Þess konar er ekki mér gefið. Ég man ekki eftir neinu mark- verðu, nema einhverjum hvers- dagslegum atvikum úr mínu eigin lífi. Stóratburðir og afrek mikil- menna tolla illa í mér. Minnisstæðast er mér að við Sólveig fórum suður til Afríku í síðastliðnum febrúar, til Togo. Þaðan á ég góðar minningar um falleg börn sem góðu fólki í líknar- félaginu SPES hefur tekist að bjarga og gefa von um einhvers konar framtíð. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa um hverju góð- mennska og kærleikur getur áork- að, en ég verð dapur þegar ég sé hverju heimska og afskiptaleysi afkasta að því er virðist fyrirhafn- arlaust. Ég er sjaldan mjög upprifinn um áramót. Mér finnst ég hafa komið alltof litlu í verk af því sem ég hefði átt að gera. Ég hef ekki úthald í að halda 13 daga jól. Fór í ræktina. Tími til kominn. Það var múgur og margmenni í ræktinni og fólkið hljóp í harðaspretti á færiböndun- um svo að undir tók í húsinu eins og styggð hefði komið að fílahjörð. Þarna fuðruðu vonandi upp jafn- margar hitaeiningar og í áramóta- brennunum. Ég er einu kílói og tvö hundruð grömmum þyngri en í júní síð- astliðnum. Mér finnst það vel við- unandi árangur að þyngjast ekki nema um 200 grömm á mán- uði í sex mán- aða megrun- arkúr en geri ráð fyrir að Sól- veig mín sé á annarri skoðun. Ætli Norð- lendingar séu meiri meinlæta- manneskjur en við Sunnlending- ar? Minn megrunarkúr er afar ein- falt að útskýra. Hann heitir fimm- orða-kúrinn og er svona: „Borða minna. Hreyfa sig meira.“ Vandinn er trúlega ekki sá að skilja í hverju kúrinn felst heldur að lifa samkvæmt honum. Jólaboð hjá systur minni. Hún er slung- inn kokkur og að þessu sinni bauð hún upp á steina- steik: Fram er borið niðurskorið kjöt af ýmsum dýrategundum og svo velja gestirnir sjálfir sér bita og steikja á brennheitum stein- hellum á borðinu. Þetta gerði stormandi lukku og ég er ákveðinn í að herma eftir systur minni næst þegar ég held matarboð. Steinasteik getur nefni- lega ekki klikkað nema maður beri fram kjöt af sjálfdauðu. Gestirnir sjá sjálfir um matreiðsluna og ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir engum um kennt nema sjálfum sér. Jólaboð í Alþingis- húsinu hjá Sólveigu Pétursdóttur, for- seta Alþingis. Boðs- gestir voru þeir listamenn sem Alþingi hefur sæmt heiðurslaun- um. (Heiðurslaunin undanfarin ár hafa verið 125 þúsund á mánuði – fyrir skatt). Sólveig er höfðingi heim að sækja og kann vel að taka á móti gestum. Þetta var prýðileg sam- koma. Jólin eru jú hátíð friðar. Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjall að af- tökur sem ómissandi þátt í jólahaldi, h erskara af börnum, göngur umhverfis grenitré, kalkún og kryddsmjör, öryggisgleraugu og hæt tulegar bækur. Einnig er minnst á sex-mánaða -kúrinn og fimm-orða-kúrinn og áramót án hu gleiðing- ar o.fl. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar Öryggisgleraugu við lestur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.