Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 32
Árið 2006 var afar gott fyrir
sænska bílaframleiðandann
Saab Automobile.
Sænski bílaframleiðandinn Saab
Automobile setti nýtt met í sölu
fólksbíla á árinu 2006. Samkvæmt
tölum fyrirtækisins seldust
133.167 nýir bílar á árinu sem leið,
sem er aukning um 5,4 prósent á
milli ára. Gamla sölumetið var
sett árið 2000 þegar framleiðand-
inn seldi 132.000 nýja bíla. Með
þessu skaut Saab samkeppnisaðil-
anum Volvo ref fyrir rass, því á
sama tíma dróst sala hjá Volvo
saman um 3,6 prósent.
Forstjóri Saab Automobile er
fullur bjartsýni og gerir ráð fyrir
því að sölumetið verði slegið aftur
í ár.
Nýtt met
hjá Saab
Á nýliðnu ári afhenti Brimborg
hf. um það bil 4.600 bíla, sem
er besti árangur í sögu fyrir-
tækisins.
Af þeim 4.600 bílum sem Brim-
borg hf. afhenti á árinu voru 2.500
nýir bílar. Hefur sala hjá fyrir-
tækinu aldrei verið meiri. Á árinu
afhenti fyrirtækið jafnframt yfir
150 nýja vörubíla, vinnuvélar og
bátavélar sem einnig er met. Mik-
ill vöxtur hefur verið í sölu Brim-
borgar undanfarin ár, en aukning-
in á milli ára er um 100% því árið
2005 seldust hjá fyrirtækinu 2.360
bílar. Samkvæmt spá fyrirtækis-
ins mun sala nýrra bíla hér á landi
dragast saman um 26% og því er
ekki útlit fyrir að metið verði sleg-
ið í bráð.
Metár hjá Brimborg
Nýr og endurbættur 200 hest-
afla sportbíll er væntanlegur
frá Fiat á árinu.
Fiat-framleiðandinn mun á árinu
senda frá sér nýjan þriggja dyra
200 hestafla Grande Punto-sport-
bíl. Nýi bíllinn er talsvert kraft-
meiri heldur en
eldri gerðin af
Grande Punto sem
er knúin áfram af
130 hestafla dísel-
vél. Grande Punto
verður sannarlega
sportbíll því auk
kraftmikillar vélar verður bíll-
inn útbúinn loftinntaki á þakinu,
stærri dekkjum og nýrri hönnun
sem dregur úr loftmótstöðu
hans. Bíllinn er væntanlegur á
markað í Evrópu seint á árinu og
er áætlað að hann muni kosta um
það bil 2,5 milljónir króna. -vör
Nýr Grande Punto
Höfum til afhendingar strax
Bílexport ehf.
www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk
Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson s. 0049 1752711783
Mercedes Benz 2660 EURO5