Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 33

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 33
Íraninn Nima Taherzadeh slær í gegn með fágaðri fatalínu. Fáir tískuhönnuðir hafa vakið jafn mikla eftirtekt að undanförnu og hinn íranski Nima Taherzadeh, fyrir kvenfatalínu sína sem hann kallar einfaldlega Nima. Ekki síst í ljósi þess að hönnuðurinn sem er nýútskrifaður úr Parsons The New School For Design, er ein- ungis 24 ára og Nima fyrsta fata- lína hans. Er lína Nima, sem kom fyrst fyrir sjónir almennings í haust, er meðal annars sögð einkennast af vönduðum hráefnum, velheppn- aðri blöndun ólíkra efna, vönduð- um frágangi og skemmtilegum smáatriðum. Að auki þykir hún sýna mikinn þroska af hálfu hönn- uðar. Sjálfur segist Nima hafa það að markmiði að hanna kvenfatnað sem sé í senn einfaldur, áreynslu- laus, klæðilegur og nútímalegur. Hann vill að konum geti fundist þær vera glæsilegar án mikillar fyrirhafnar, ekki síst þar sem hraði nútímasamfélagsins krefjist þess að fólk sé fljótt að hafa sig til. Svo virðist sem Nima hafi hitt beint í mark með hönnun sinni og halda gagnrýnendur vart vatni yfir línunni. Enda voru tískurisarnir ekki lengi að taka við sér þegar fréttist hversu hæfileikaríkur hönn- uðurinn væri og er hann nú kominn á samning hjá Saks þar sem hann hefur fengið góða aðstöðu. Óhætt er því að segja að gæfan hafi snúist Nima í hag en fyrir skemmstu hannaði hann fötin, saumaði þau, pakkaði inn og sendi til viðskiptavini sína. Fáir ungir hönnuðir eiga jafn miklu láni að fagna og Nima, þar sem baráttan er einstaklega hörð í tískubransanum. Spennandi verður að sjá hvernig vorlínu Nima vegnar en hún var kynnt í desember síðastliðnum. Nýr tískuhönnuður vekur heimsathygli Áberandi kjólar og undarleg höfuðföt. Veðreiðar hafa fyrir löngu skipað sér sess í hugum fólks sem eitt- hvað sem er í bland sýning á sér- kennilegum höfuðfötum hefðar- kvenna og sýning á hestum sem keppa um það hver hleypur hrað- ast. Það skyldi því engan undra að á slíkum veðreiðum í Auckland á Nýja-Sjálandi skuli einnig fara fram tískusýningar. Veðreiðar þessar sem kallast öðru nafni „Herald Christmas Carnival“ eða „Boxing Day“, eru árlegur viðburður þar í landi sem er fjölsóttur af íbúum landsins. Þar mætast glamúr, tíska, pening- ar, veðhlaupahestar, knapar, plötu- snúðar, kampavín og sólskin en í desembermánuði er einmitt hásumar þar í landi. Myndirnar frá hátíðinni voru teknar þann 26. desember síðast- liðinn en það er annar þeirra tveggja daga sem skemmtunin stendur sem hæst. Veðreiðatískan á Nýja-Sjálandi Opið í dag laugardag 10-18 Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Opið laugardag og sunnudag Útsala 50% Áður Nú Ullarkápur 29.900 15.000 Mokkakápur 25.900 13.500 Ullarjakkar 12.900 5.900 Úlpur 12.900 5.900 Dúnkápur 22.900 11.500 Rússkinsjakkar16.900 8.500 Pelsar 26.900 13.500 Mörg góð tilboð Útsalan er hafi n 40 - 70% afsláttur Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið í dag 10-17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.