Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 36
Huginn Þór Grétarsson gaf ný- verið út ferðasöguna Háskaför um Suður-Ameríku, bók sem stendur undir nafni. „Bókin snýst um fimm mánaða ferðalag mitt um Suður-Ameríku, þar sem ég lenti í fjölda ævin- týra,“ segir Huginn, sem hélt á suðrænar slóðir eftir þriggja ára heimshornaflakk. Ákvað hann að fara suður á bóginn þar sem honum þótti indíanabyggðir á vesturströnd Norður-Ameríku of vestrænar. Huginn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og fór inn í myrkustu innviði Amazon- frumskógarins. „Þaðan hélt ég til Perú, þar sem mestu menningar- samfélög Suður-Ameríku eiga upptök sín í Andersfjöllunum og við strendurnar úti í eyðimörk- inni. Ég hélt síðan förinni áfram til Bólivíu, Argentínu og endaði hana í Chile.“ Það er engum ofsögum sagt að Huginn hafi ratað í hvert ævintýr- ið á fætur öðru í Suður-Ameríku, en sem dæmi um það lenti hann í fimm ránstilraunum. „Ég lagði af stað sem dæmigerður, afslappað- ur Íslendingur en það gjörbreytt- ist eftir komuna til Quito, höfuð- borgar Ekvador, þar ég endaði með þjófagengi á hælunum fyrstu nóttina,“ segir hann og hlær við tilhugsunina. Huginn lenti líka í stjórnarbylt- ingu í Ekvador og fékk að kenna á afleiðingum byltingar sem hafði átt sér stað í Bólivíu, þegar hann þurfti að múta landamæravörðum til að komast inn í landið. „Það ríkti hálfgerð óöld í Bólivíu og herinn sem hafði náð töluverðum völdum styrkti stöðu sína með mútum.“ Ekki nóg með að Huginn kæm- ist í kast við ýmsa misindismenn heldur munaði tvisvar sinnum minnstu að skaðræðisskepnur yrðu honum að aldurtila. Í fyrra skiptið var hann næstum bitinn af krókódíl, en eitraður snákur í Amazon kom við sögu í síðara til- vikinu. „Seinna skiptið atvikaðist með þeim hætti að ég fékk magakveisu nótt eina eftir að hafa neytt apa- kjöts. Við þurftum tveir að bregða okkur á útikamar í kolniðamyrkri. Hinn fór á eftir mér og rak upp skaðræðisóp þegar í ljós kom að eitraður snákur, svokallaður „fer- de-lance“, hafði hreiðrað um sig inni á kamrinum. Hefði snákurinn hæglega getað orðið okkur að bana, enda algengur dauðsvaldur í Amazon.“ Huginn ferðaðist mestmegnis einn síns liðs þessa fimm mánuði um Suður-Ameríku en kynntist þó nokkrum ferðalöngum á leiðinni af ýmsum þjóðernum, sem höfðu sumir hverjir flakkað um árabil, enda segir Huginn ferðalag af þessum toga fljótt að snúast upp í lífsstíl. Sjálfur hafi hann hins vegar kosið að halda heim á leið og sjái ekki eftir því. Hægt er að fræðast betur um ævintýri Hugins með því að verða sér úti um eintak af bókinni Háska- för um Suður-Ameríku. Fimm ránstilraunir og banvænn snákur Á www.chooseyourownlond- on.com. má undirgangast skemmtilegt persónuleikapróf sem hjálpar hverjum og einum að fá sem mest út úr ferð sinni til London. Ferðamálaráð Bretlands hefur útbúið sérstakar síður fyrir Norð- urlöndin og þar á meðal Ísland. Á þessum síðum má undirgangast skemmtilegt persónuleikapróf sem gefur vísbendingu um hvers kyns ferðamaður viðkomandi er. Markmiðið með þessu er að auð- velda fólki að finna uppáhalds- staði sína í samræmi við niður- stöður prófsins næst þegar það heimsækir London. Margir hafa nýtt sér þetta skemmtilega próf og eru rúm 33 prósent þeirra Íslendinga sem tekið hafa prófið sá ferðamaður sem Svíarnir kalla „anglofiler“. Það er sá ferðamaður sem heldur mikið upp á Bretland og allt sem breskt er. Þessi hópur hefur mik- inn áhuga á enskri framleiðslu, breskri veitingahúsamenningu, pöbbum, listum, tónlist og skemmt- analífi, að ógleymdum enska bolt- anum. Aðrir heyra undir svokallað þotulið sem vilja bara það „besta“ og vilja kanna nokkuð fínni staði í London. „Good Time Guy/Girl“ er annar flokkur en það er sá hópur sem kýs að sofa út, versla á daginn og skemmta sér svo fram á nótt. Eftir þátttöku í prófinu fær við- komandi sendan póst með upplýs- ingum um þá staði og viðburði sem líklegast væri að þeim líkaði best miðað við niðurstöður könn- unarinnar. Hægt er að taka þetta skemmtilega ferðamannapróf á vefslóðinni www.chooseyour- ownlondon.com. Sjálfskönnun ferðamannsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.