Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 42
6
„Við opnuðum klukkan sex á
miðvikudagsmorgun,“ segir Guð-
rún Gísladóttir, framkvæmdastjóri
og eigandi líkamsræktarstöðvar-
innar Átaks á Akureyri, en starf-
semin er komin úr 470 fm2 húsi
yfir í glæsilegt 1.500 fm2 húsnæði.
Þrátt fyrir að þrjár líkamsræktar-
stöðvar séu á Akureyri segir Guð-
rún að markaður sé til staðar fyrir
stækkunina.
FRÁBÆRT ÚTSÝNI ÚR POTTINUM
„Þessi stöð er ein sú stærsta á
landinu og sú flottasta, þótt ég segi
sjálf frá,“ segir Guðrún og bætir
við að húsnæðið sé glæsilegt í alla
staði og þaðan sé fallegt útsýni.
Tækjasalurinn sé jafn stór og húsið
hafi áður verið og að boðið sé upp
á nýjasta nýtt í tækjum. „Við erum
með innbyggt sjónvarp í öllum
upphitunartækjum, tvo þolfimisali,
barnapössun, veitingasal, nudd,
snyrtistofur og hvíldarhreiður auk
heits potts á þaki hússins þar sem
útsýnið yfir fjörðinn er frábært.“
Hönnun hússins er hugsuð
út frá vatni sem passar vel við
flæðarmálið fyrir utan. Víða má sjá
rekavið og sjávargrjót til skreyting-
ar og vatn rennur niður veggina í
afgreiðslunni og myndar lítinn læk
sem niðar inni á kaffihúsinu. Vegg-
ina prýða listaverk eftir Margréti
Jónsdóttur keramiklistakonu, kuð-
ungar og skeljar.
LYFTINGATÆKI FYRIR BÖRNIN
Guðrún segir tilvalið fyrir fólk að
mæta með börnin um helgar og
nýta staðinn sem skemmtilegan
fjölskyldustað. „Á meðan foreldr-
arnir æfa geta börnin leikið sér í
lyftingartækjum sem eru sérhönnuð
fyrir börn og svo getur öll fjölskyld-
an skellt sér í heita pottinn á þak-
inu og notið útsýnisins og jafnvel
fengið sér að borða á eftir svo þetta
er mjög fjölskylduvænt.“ Kaffihúsið
er opið öllum og þar er boðið upp
á sælkeralokur frá Friðriki V og
Bakaranum á brúnni. Ekki er nauð-
synlegt að hafa kort í líkamsrækt-
arstöðina til að fara í snyrtingu eða
í pottinn á þakinu. „Viðskiptavinir
Lauga í Reykjavík geta svo einnig
nýtt sér þessa stöð og komið hing-
að í eina viku í mánuði og okkar
viðskiptavinir sömuleiðis æft þar á
sama hátt,“ segir Guðrún.
REIÐHJÓL FYLGIR ÁRSKORTI
Hægt er að fá venjuleg áskriftar-
kort til lengri eða skemmri tíma en
einnig er boðið upp á platínukort,
sem er árskort, þar sem tíu nudd-
tímar eru innifaldir auk afsláttar
af vörum og þjónustu, sloppa og
handklæðis. Með öllum árskortum
eða áskrift fylgir átján gíra reiðhjól
á meðan birgðir endast. Guðrún er
bjartsýn á að margir leggi leiðina
í ræktina og sér í lagi núna stuttu
eftir áramótin. „Auk alls þess sem
við buðum áður upp á erum við
núna komin með spinning, dans,
fit pilates og unglinganámskeið í
bootcamp. Þolfimitímarnir og boot-
campið hafa verið vel sóttir og nú
bindum við vonir við fit pilates en
það eru boltatímar með styrkjandi
æfingum þar sem djúpu vöðvarnir
eru þjálfaðir. Ég býst við miklum
straumi á næstunni og er mjög
bjartsýn að fólk taki þessari stöð vel
og hvet alla að koma sér af stað,“
segir Guðrún.
Allar nánari upplýsingar má finna
inni á heimasíðunni www.atakak.is.
indiana@frettabladid.is
brynhildurb@frettabladid.is
Fjölskylduvæn stöð
fyrir líkama og sál
Líkamsræktarstöðin Átak á Akureyri var enduropnuð nú í vikunni í nýju húsnæði.
Stöðin er hin glæsilegasta og skartar fallegu útsýni út á Eyjafjörð úr heita pottinum.
{ heilsublaðið }