Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 46
10
„Við höfum nú þegar hafið
undirbúning fyrir gildistöku lag-
anna og markmiðið er að gefa
veitingamönnum og almenningi
sem besta fræðslu um hvað lögin
hafa í för með sér,“ segir Jakob-
ína H. Árnadóttir, verkefnisstjóri
tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð.
Lýðheilsustöð er í forsvari fyrir
undirbúning nýrra tóbaksvarnalaga
og í samstarfi við Samtök ferðaþjón-
ustunnar var útbúið kynningarefni
um fyrirhugaða gildistöku þar sem
helstu breytingar á tóbaksvarnalög-
um eru útskýrðar með tilvísun til
reynslu þeirra erlendis. Lögin hafa
gefið góða raun í nágrannalöndun-
um en markmiðið er að forðast áhrif
óbeinna reykinga á starfsfólk. Sam-
bærileg lög gilda einnig á Írlandi,
Ítalíu, Möltu, í Noregi, Svíþjóð og
Skotlandi ásamt mörgum ríkjum
Bandaríkjanna en þar hafa rann-
sóknir sýnt jákvæðar afleiðingar
bannsins.
Auk kynningarefnisins voru
gefnir út tvenns konar límmiðar
fyrir glugga veitinga- og skemmti-
staða þar sem vakin er athygli á
gildistökunni. Lýðheilsustöð vinn-
ur einnig að rannsóknum á afleið-
ingum laganna sem skiptast í fleiri
liði. Þar verður viðhorf og hegð-
un almennings kannað, heilsufar
starfsmanna, breytingar á tíðni
reykinga og efnahagsáhrif. „Rann-
sóknir frá löndum með sambærileg
lög sýna jákvætt viðmót í kjölfar
gildistöku auk þess sem sala á tób-
aki hefur minnkað í sumum lönd-
um,“ segir Jakobína.
Nú þegar eru mörg kaffihús
orðin reyklaus og síðastliðin ár
hefur hópur þeirra sem kjósa reyk-
leysið aukist. „Tekjutap vegna lag-
anna hefur verið óverulegt erlendis.
Sem dæmi hefur velta veitingahúsa
í New York aukist eftir lagasetn-
inguna,“ segir Jakobína. Á Íslandi
mun vinnueftirlit ásamt heilbrigðis-
eftirliti í hverju sveitarfélagi fyrir
sig fylgjast með því að lögunum
verði framfylgt. „Enn er ekki ljóst
hvaða afleiðingar fylgja brotum á
lögunum en sennilega munu þau
varða áminningum og dagsektum.
Þó finnst mér sennilegt að flestir
virði lögin,“ segir Jakobína.
Þrátt fyrir að reykingar verði
bannaðar á veitinga- og skemmti-
stöðum verður enn leyfilegt að
reykja á almannafæri en hugsan-
lega verða einhverjar takmarkanir á
svæðum tengdum veitingahúsum.
- rh
Reykingabann í sumar
Veitinga- og skemmtistaðir á Íslandi verða reyklausir frá og með 1. júní samkvæmt
nýjum tóbaksvarnalögum. Undirbúningur fyrir gildistöku laganna er nú þegar hafinn.
Sérstakir skór með merkinu MBT
hafa komið fram á sjónarsviðið á
síðustu árum og aflað sér vinsælda.
Rannsóknir sýna að notkun þeirra
minnkar álag á ökkla, hné, mjaðmir
og bak, sér í lagi mjóbak. Þannig er
hægt að draga úr eymslum í þessum
liðum. Ein besta forvarnaræfing gegn
bakverkjum er að ganga reglulega,
svo sem þrjátíu mínútna göngutúr.
Skórnir skipta verulegu máli og MBT
hafa reynst vel.
Nafnið MBT þýðir Masei Barefoot
Training og byggir á fótabeitingu
berfættra Afríkubúa úti
í náttúrunni enda er
mannslíkaminn skap-
aður til að hreyfa
sig fótgangandi
á ójöfnu
u n d i r l a g i .
S k ó s ó l i n n
er hár og
uppbyggður
af sjö lögum
sem saman
mynda eins konar
jafnvægisbretti.
Betra er að byrja
notkun skónna í
smá skömmtum
því fyrstu dag-
ana getur orðið vart við harðsperrur
í kálfavöðvum og víðar. Tugþrauta-
kappinn Jón Arnar Magnússon hefur
notað skóna í nokkur ár og til gam-
ans má geta þess að margir frægir
Hollywood-leikarar nota skóna, þar á
meðal Angelina
Jolie en hvort
hún var með
þá með sér við
Jöku l sá r lón
um árið vitum
við ekki.
MBT-skórn-
ir eru eingöngu til
sölu hjá viðurkennd-
um MBT leiðbein-
endum vegna
þess að mjög
mikilvægt er
að nota þá
rétt frá fyrsta
degi. Þeir fást
hjá Sjúkraþjálf-
un Suðurnesja,
Hafnargötu 15,
Veggsporti, Dynj-
anda og Intersporti í Reykjavík og
Sportveri á Akureyri.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.mbt.is
- gun
Góðir fyrir
göngulagið
MBT skófatnaður hefur reynst þeim einkar vel sem strítt
hafa við eymsli í baki.
{ heilsublaðið }
29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Lífrænt Fjölvítamín
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
V
o
t tað
100% lífræ
nt
Til að fá jafnmikið af nokkrum völdum næringarefnum og í dagskammti
af Lifestream Spirulína þarf að borða:
· 7 gulrætur (betakarotín)
· 1 skál af fersku spínati (járn)
· 1 skál af híðishrísgrjónum (kalíum)
· 1 glas af mjólk (kalk)
· 125 gr. nautakjöt (prótín + B12 vítamín)
· 30gr. hveitigrassafa (blaðgræna)
· 1 hylki Kvöldvorósarolía (GLA fitusýrur)
Súrefnistæmir umbúðirnar til að vernda næringarefnin.
Lifestream þörungarnir eru ómengaðir vegna þess að þeir eru ræktaðir í
ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Styrkir fljótt líkamann gegn kvefi og flensu
WHO Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin telur hágæða Spirulina ákjósanlegan
næringarauka fyrir börn og fullorðna. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á
Spirulina og fjöldi þeirra hefur birst í virtum vísindaritum. Lifestream Spirulina eflir
einbeitingu, gefur orku, dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf.
Gott fyrir alla sem eru í vinnu, námi og vilja halda línunum í lagi.
Greinilegur munur eftir
nokkra daga inntöku
Hress og hraust
í ræktina og vinnu með
Spirulina!
Lifestream Spirulina gefur mér
mjög mikla orku en ég finn ótrúlega
.nniðaþk
etgérage
þnumnnik
im
Þó svo að ég borði mjög hollt fæði er
það Spirulina sem gerir mér kleift
að hafa orku í allt sem þarf að gera
en ég er í skóla, vinnu, líkamsrækt
og æfi fótbolti. Hef miklu meiri
úthald og er hressari á morgnana.
Daði R. Kristleifsson, 18 ára
www.celsus.isGóð heilsa
Byrjendanámskeið byrja 15. jan.
Lifandi fæði námskeið 19-20. jan.