Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 48
12
Margir foreldrar þekkja vandamál-
in sem fylgt geta háttatíma barna
sinna. Birgitta Jónsdóttir Klasen
náttúrufræðingur heldur námskeið
í þessum mánuði ætluð foreldrum
sem vilja gera háttatímann að góðri
stund. Birgitta segir að öll börn geti
sofnað á innan við fimmtán mínút-
um og hefur hún hjálpað mörgum
foreldrum gegnum tíðina að koma
börnum sínum niður á kvöldin.
Námskeiðin verða tvö, annað
fyrir foreldra barna á aldrinum átta
mánaða til tveggja ára og hitt fyrir
foreldra barna á aldrinum þriggja
til sjö ára. Á námskeiðunum kennir
Birgitta foreldrum hagnýtar aðferð-
ir til að róa börn sín og svæfa á
skömmum tíma en foreldrarnir
mæta með börnin með sér á nám-
skeiðið. Auk þessa mun Birgitta
fara yfir kenningar í mataræði fyrir
börn.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðin má finna á www.akademi-
an.is. - jóa
Svæft á korteri
16. og 17. janúar verða haldin námskeið fyrir foreldra
sem hjálpa þeim að svæfa börnin sín á skömmum tíma.
{ heilsublaðið }
Nú þegar margir standa frammi fyrir
því að efna öll þau áramótaheit sem
gefin voru í gullinni þoku kampa-
víns og sprunginna flugelda er ekki
úr vegi að fá ráðleggingar frá Val-
gerði Magnúsdóttur sálfræðingi um
það hvernig er best að koma sér í
gang.
„Áramótaheitin okkar snúast oft
um að bæta heilsuna á einhvern
hátt. Þegar við setjum okkur mark-
mið af því tagi skiptir miklu máli að
hugsa til langs tíma og halda ekki að
það sé nóg að atast svolítið í nokkrar
vikur og falla svo aftur í sama horf-
ið. Best er að setja einföld og skýr
markmið sem falla vel að daglegu
lífi, móta daglegar venjur sem eru
okkur í hag og leyfa þeim síðan að
þróast yfir nokkurn tíma. Þannig
gerum við ekki þær kröfur til okkar
að við snúum öllu á haus í lífi okkar
á stundinni og völdum okkur sjálf-
um oft ómældum vandræðum með
því.
Markmiðin þurfa að vera „smart“,
skammstöfun fyrir „skýr, mælanleg,
áhugaverð, raunhæf og tímasett”“
Það þarf að vera skýrt hvers
konar markmiði við ætlum að ná og
það markmið þarf að vera raunhæft.
Það þýðir ekki að ætla sér að hlaupa
maraþon eftir nokkurra vikna þjálf-
un eða að missa fjölda kílóa á fáum
dögum.
Við tímasetjum hvenær við ætlum
að byrja og hvenær við ætlum að
vera komin á gott ról. Það þýðir
ekki að byrja í of miklum rykk, því
þá gefumst við oft upp. Best er að
setja okkar eigin markmið og finna
leiðir sem henta okkur sjálfum, en
ekki fá lánuð markmið eða viðmið
frá öðrum.
Það er auðveldara að ná mark-
miðum sem eru okkur mikilvæg ef
leiðin að þeim er áhugaverð líka.
Það er ekki nóg að markmiðið sé
spennandi í fjarska en leiðin ótrú-
lega leiðinleg og erfið. Það er mikil-
vægt fyrir úthald okkar að breyting-
in á lífsstíl falli vel að þeim venjum
sem við viljum halda og passi inn í
daglegt líf.
Við viljum geta mælt árangurinn
okkar. Sá sem er að breyta holdafari
eða bæta úthald getur mjög auðveld-
lega fylgst með því hvernig gengur
og í öðrum tilfellum er mikilvægt að
finna aðferð til að meta árangurinn.
Reyklausu dagarnir eða klukkutím-
arnir eru mælieining sem og úthald-
ið sem eykst, þó að ekki sé um nema
mínútu í einu. Og allra best er að
geta metið árangurinn með því að
koma sér upp aðferðum til að meta
bætta líðan.
Ef okkur skrikar fótur og við
föllum í freistni getum við lært
eitthvað af því og snúið því þannig
upp í góða reynslu. Við vinnum
miklu betur með jákvæðu hugarfari
og uppörvun frá okkur sjálfum því
við erum okkar eigin bestu banda-
menn.
Best er að reyna að taka sem fyrst
í taumana og læra af reynslunni að
fyrirbyggja næsta bakslag, læra að
þekkja ferlið og snúa af brautinni,
helst auðvitað áður en fallið á sér
stað.
Fyrir þá sem eru að strengja
sama áramótaheitið aftur og aftur
getur verið gagnlegt að skoða af
hverju það hefur ekki staðið áður
og hverju á að breyta. Skorti okkur
úthald, hefðum við þurft að velja
leiðirnar betur, höfðum við stuðning
og bandamenn? Það er mikilvægt
að henda ekki öllu saman þegar
okkur verður á í messunni heldur að
leiðrétta stefnuna og halda ótrauð
áfram. Áramótaheit á ekki að snúast
um annaðhvort eða heldur jákvæða
og skemmtilega lífsstílsbreytingu til
frambúðar.“ - bb
Áramótaheit ættu að vera til frambúðar
Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur segir það lykilatriði að setja markmið til langs tíma.
Sítrusávextir geta komið í veg
fyrir krabbamein í munni hjá
karlmönnum, samkvæmt rann-
sókn sem unnin var í Harvard
háskóla nýverið. Með því að
borða eina appelsínu á dag eða
hálfan greipávöxt er hægt að
draga úr hættunni á krabba-
meini í munni um allt að 40
prósent. Vísindamenn kom-
ust að þessari niðurstöðu eftir
að hafa fylgst með 42 þúsund
mönnum í 16 ár. „Í C-vítamíni
er mikið af andoxunarefnum
sem vernda frumur gegn ill-
kynja breytingum,“ segir Nancy
Maserejian, Sc.D., ein þeirra
sem stýrðu rannsókninni. „Hins
vegar er það óljóst hvort þessi
varnarviðbrögð eru vegna C-
vítamínsins eða hvort önnur
efni í ávöxtunum eru að verki.“
Sem þýðir að ekki er víst að C-
vítamín eitt og sér s k i l i
sama árangri.
Sítrusávextir
15% afsláttur
af Magimix kaffivélunum
M100 Nespresso
Verð frá kr.: 19.295
M200 Automatic Nespresso
Verð frá kr.: 51.340
Aðrir söluaðilar:
Magimix kaffivélin
er einstök að allri gerð