Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 50

Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 50
14 Halldóra Sigurdórsdóttir hafði unnið sem blaðamaður í fjölda ára þegar hún veiktist illa af vefjagigt. Í leit sinni að bata studdist hún við óhefð- bundnar lækningar og var noktun blómadropa ein þeirra leiða sem Halldóra kannaði í baráttu sinni. Halldóra hafði safnað jurtum og sveppum til eigin nota í yfir tuttugu ár en þegar hún upplifði hvaða lækningamátt droparnir höfðu að geyma hóf hún nám í gerð og notk- un blómadropanna. „Mig langaði að borga til baka og miðla þeim bata sem ég hafði öðlast með óhefðbundnum lækningum,“ segir Halldóra. Meðan á náminu stóð var hún með mörg tilraunadýr en fólki leið svo vel af dropunum að Halldóra þurfti að hafa sig alla við að námi loknu til að anna eft- irspurn fólks á dropunum. Auk þess að nýta sér mátt blómadropanna breytti Halldóra algjörlega um lífs- stíl og þar á meðal mataræði. Um reynslu sína af sjúkdómsbar- áttunni og vitneskju sína um óhefð- bundnar lækningar skrifaði Hall- dóra bók, „Leiðin að bættri líðan“, sem kom út árið 2002. Halldóra er í dag vinsæll námskeiðahaldari þar sem hún fræðir fólk um óhefð- bundnar lækningar, fjallar um nær- ingu, eldar hollan og góðan mat og kynnir kínversku hreyfingatæknina Qi Gong. Halldóra veitir alhliða heilsuráðgjöf en samt eru blóma- droparnir ávallt vinsælastir. „Langflestir sem koma til mín þjást af depurð, streitu eða orku- leysi. Droparnir hentar mjög vel við því en eru einnig góðir við kvíða, svefnleysi, lélegri sjálfsímynd og henta jafnt börnum sem fullorðn- um,“ segir Halldóra. Um 75 íslenskar jurtir eru í dropunum sem Halldóra bæði fær frá öðrum eða tínir sjálf, blöndurnar eiga sér þó ríka hefð og eru alls ekki nýjar af nálinni. „Mennirnir hafa notað jurtir til matar og lækninga frá upphafi. Náttúran á sitt eigið apótek og þar eru oft lausnirnar sem við erum að leita að,“ segir Halldóra. „Það eru engin ávanabindandi efni í dropunum. Fyrir flesta dugar að taka dropana í styttri tíma til að rjúfa vítahring sem fylgt getur ein- hverskonar vanlíðan. Blómadropar eru mikið notaðir í löndum eins og Bandaríkjum, Ástr- alíu, Þýskalandi og Frakklandi og segir Halldóra að allir geti nýtt sér kraft blóma og jurta. „Lífið er ævintýri og það er ekki lengd þess sem skiptir máli heldur hvernig því er lifað,“ segir Halldóra brosandi. Nánari upplýsingar um heilsu- ráðgjöf, námskeið og blómadropa Halldóru er að finna hjá www.viki. is. - rh Kraftur og orka blómanna Halldóra Sigurdórsdóttir öðlaðist bata af vefjagigt með óhefðbundnum lækningum. Eftir veikindin tók hún sig til og skrifaði bókina „Leiðin að bættri líðan“. Öryggishnappur Securitas er lítið og einfalt tæki sem auðvelt er að ýta á ef óhapp eða skyndi- leg veikindi ber að höndum. Flestir kjósa að dvelja heima hjá sér sem lengst þrátt fyrir hækkandi aldur, fötlun eða veik- indi. Þar hefur öryggishnappur Securitas komið mörgum að gagni. Hnappurinn er fyrirferð- arlítill. Hann er borinn um únlið eða háls þannig að auðvelt sé að ýta á hann ef eitthvað verður að. Þegar þrýst er á hann berast samstundis boð til stjórnstöðv- ar Securitas á Neyðarlínunni í 112 og beint talsamband opn- ast við sérþjálfað starfsfólk auk þess sem öryggisvörður mætir á staðinn. Einnig er haft samband við aðstandendur. Greitt er vægt mánaðargjald fyrir öryggishnappinn, búnað- inn og þá þjónustu sem honum fylgir. Öryggi í áskrift Á vef Lýðheilsustöðvar stendur yfir samkeppni fyrir unglinga á aldrinum 15-20 ára sem annaðhvort vilja hætta að reykja eða eru reyklausir. Svara þarf spurningum um reykingar og skrifa örsögu sem tengist reykingum. Dregið verður úr hópi keppenda þar sem tvær utanlandsferðir verða í boði, auk þess sem áhugaverðar örsögur verða verðlaunaðar vikulega. Sjá nánar: www.lydheilsustod.is. Frítt til Evrópu fyrir reyklausa unglinga Nám skeiðin hefjast 8.janúar mánudag inn ÁTTU VON Á BARNI? Við í Hreyfilandi bjóðum upp Meðgöngujóga og Bumbufimi® Mæðrafimi® • Bumbufimi® • Meðgöngujóga • Snillingafimi® fyrir börn 3-12 ára • Hreyfifimi® fyrir börn 1-3 mánaða • Gþ-fimi® fyrir börn 3-5 ára • Tónagull tónlistanámskeið ERTU MEÐ NÝFÆTT BARN og vilt koma þér í fyrra form á heilsusamlegan hátt? MÆÐRAFIMI® 3X Í VIKU! Byrjaðu árið með því að hugsa vel um heilsu þína! Kíktu á vefsíðu okkar www.hreyfiland.is eða hringdu í síma 577 2555 2 FYRI R 1 fulleldað, tilbúið á 5 mín. Heilsubuff ÁN MSG { heilsublaðið }
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.