Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 68

Fréttablaðið - 06.01.2007, Side 68
32 { heilsublaðið } „Við höfum verið lengi í samstarfi við þýska rúmaframleiðandann Lattoflex, sem hefur verið í farar- broddi í þróun heilsurúma í hálfa öld. Lattoflex var meðal annars fyrsta fyrirtækið til að kynna rimla- rúmbotna á sínum tíma. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur framleiðandinn nú sett á markað heilsurúmið Winx sem óhætt er að fullyrða að eigi sér enga hliðstæðu,“ segir Agnar. Að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Eirbergi er Winx300 rúm- kerfið frá Lattoflex búið nýjum sérhönnuðum vængjum sem stuðla að bættu blóðflæði í líkamanum. Álagspunktar eru hverfandi vegna vængjanna, sem einnig virkja eðli- legar hreyfingar í svefni og því hvílist líkaminn betur. Vængjakerf- ið veitir einnig fullkominn stuðning við allan líkamann, óháð þyngd hvers og eins. Rúmin eru að auki stillanleg undir baki og öxlum eftir breytilegum þörfum hvers og eins. „Þessi rúm eru fyrst og fremst hönnuð til að varna legusárum og við höfum því mikið verið að selja rúm frá Lattoflex til heilbrigðis- stofnana. Við erum meðal annars eini birgirinn í sjúkrarúmum næstu tvö árin. Hins vegar er deginum ljósara að þessi rúm eru alveg eins góð fyrir almenning. Ein- faldlega vegna þess að rúmin eru alveg ótrúlega þægileg. Þess vegna fannst okkur rétt að láta almenn- ing njóta þeirra líka.“ Ný hönnun heilsurúma Eirberg ehf. er söluaðili nýs sérþróaðs heilsudýnukerfis. Agnar H. Johnson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir hönnunina á dýnunum vera einstaka. Í fallegu gömlu húsi við Viðjulund 1 á Akureyri er mannræktarstöðin Yogalundur. Stöðin er í raun fimmta barn Höllu Stefánsdóttur, fjögurra barna móður, jógakennara og einka- þjálfara með meiru, en þar hafa auk hennar hreiðrað um sig hómópati, nuddari, reikimeistari, heilari og höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari ásamt öðrum sem beita heildrænum meðferðum. Yogalundur hefur verið starfandi í rúmt ár. „Ég tók staðinn á leigu í ágúst í fyrra og hann leit þá allt öðruvísi út. Við brutum niður veggi og settum upp aðra, máluð- um og gerðum það sem gera þurfti,“ segir Halla og vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn. „Þremur vikum eftir að ég kom hér inn var stöðin opnuð en í millitíðinni fór ég suður í viku endurmenntun í jóga.“ Halla hefur mjög langa reynslu af kennslu í líkamsrækt og hefur unnið með ólíkum hópum. „Ég hef til dæmis unnið með geðdeild FSA frá því 1992 þar sem ég fékk svolítið frjálsar hendur. Ég er þannig kenn- ari að ég fer ekki eftir bókstaf heldur legg áherslur eftir þörfum nemend- anna og sá strax að ekki væri nóg að kenna þessum hóp bara leikfimi heldur væri mikil þörf á teygjum og og djúpslökun. Seinna bætti ég svo við ropejóga sem gafst einstaklega vel. Ropejóga kveikir á gleðiefna- samböndunum, gefur jafnvægi og hjálpar okkur að ná betri stjórn á huganum. Ég hef líka starfað með fótboltaliðum, körfuboltaliðum og meistaradeild KA og þegar ég var með þeim fyrir nokkrum árum var meiðslatíðni minni og þeir náðu betri árangri í sinni grein.“ Halla hefur einnig þjálfað keppnishóp- inn í sundfélaginu Óðni og íþrótta- kennara. „Jóga er gott fyrir alla því það stuðlar að bættu jafnvægi líkama og sálar og hér í Yogalundi er markmiðið að sem flestir finni þetta jafnvægi í vingjarnlegu og afslöppuðu umhverfi,“ segir Halla að lokum. Í Yogalundi hefst jóga- kennslan klukkan sex á morgnana og þangað eru allir velkomnir. - bb Jafnvægi og hlýja í Yogalundi Halla Stefánsdóttir jógakennari rekur mannræktarstöðina Yogalund. Í Yogalundi er boðið upp á ýmsar heildrænar meðferðir og auðvitað jóga í þægilegu andrúmslofti. BYRJE NDANÁ MSKEIÐ 10 ÁRA OG ELD RI ERU Að HE FJAST BYRJE NDUR 6 -9 ÁRA EKKI Þ ESSA Ö NN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.