Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 86
T
ony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands,
hefur til dæmis boðað
afsögn sína fyrir
haustið. Reiknað er
með að hann geri nán-
ari grein fyrir því í mars og boði
þá jafnframt til kosninga. Búist er
við að þar etji Gordon Brown fjár-
málaráðherra kappi við David
Cameron, leiðtoga Íhaldsflokks-
ins, um forsætisráðherraembætt-
ið.
Stríðið í Írak verður í fréttum
meira og minna allt árið, rétt eins
og á síðasta ári, hvort sem Banda-
ríkjamenn byrja að draga herlið
sitt til baka þaðan eða ekki. Núna
strax eftir helgina er reiknað með
að Bush Bandaríkjaforseti skýri
frá breyttri stefnu sinni gagnvart
Írak og bandarískir fjölmiðlar
hafa nú þegar skýrt frá væntan-
legum mannabreytingum í tengsl-
um við það.
Á árinu þarf Bush að glíma við
nýjan meirihluta andstæðinga
sinna á Bandaríkjaþingi. Demó-
kratar krefjast þess að hann hefji
sem fyrst brottflutning hersins
frá Írak, en Bush er tregur til
þess, hefur jafnan sagst vilja sjá
merkjanlegan árangur af stríðs-
rekstrinum áður en honum verði
hætt. Enginn árangur er þó í sjón-
máli og ólíklegt að demókratar
sýni mikla biðlund.
Átök sjía og súnnía í Írak hafa
líka áhrif langt út fyrir landamær-
in. Íran hefur til dæmis staðið við
bakið á sjíum í Írak og Sádi-Arab-
ía hefur heitið íröskum súnníum
sínum stuðningi, þannig að lítið
þarf til að stríðið í Írak breiðist út
til nágrannalandanna með einum
eða öðrum hætti.
Átökin í Palestínu verða enn
sem fyrr áberandi í fjölmiðlum,
þótt erfitt sé að sjá hvert stefnir í
þeim langdregna harmleik. Hrak-
farir ísraelska hersins í Líbanon
síðasta sumar og sífelldar skærur
á Gazasvæðinu gera það að verk-
um að Ehud Olmert, forsætisráð-
herra Ísraels, er mun verr staddur
nú en fyrir ári þegar hann tók við
af Ariel Sharon. Innbyrðis átök
Palestínumanna gera síðan illt
verra og gætu endað í borgara-
stríði.
Þá verður staða Kosovohéraðs
til umræðu á ný strax í kjölfar
þingkosninga í Serbíu nú í janúar.
Kosovobúar leggja mikla áherslu
á að hljóta sjálfstæði en Serbar
standa sem fyrr harðir gegn því.
Kosningar verða haldnar í
Frakklandi, Belgíu, Finnlandi,
Eistlandi og víðar á árinu og þá má
nefna að í marsmánuði hefst
alþjóðlegt ár tileinkað heimskauta-
svæðunum. Alþjóðlega heim-
skautaárið stendur reyndar í tvö
ár og lýkur því ekki fyrr en í mars
árið 2009. Rannsóknir á heim-
skautasvæðunum verða efldar um
allan helming á þessu tímabili.
Í mars hefst einnig ár svínsins
samkvæmt kínversku tímatali.
Viðburðaríkt ár í vændum
Eins og öll önnur ár ber árið 2007 fleira í skauti sínu en vitað er um í upphafi þess. Engu að síður þarf enga spádómsgáfu til að
sjá fyrir marga þá viðburði sem munu setja svip sinn á heimsfréttirnar næsta árið. Guðsteinn Bjarnason skoðar komandi ár með
aðstoð Graphic News.