Fréttablaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 106
Jóhannes Karl Guðjóns-
son, landsliðsmaður í fótbolta,
sagði við Fréttablaðið í gær að
hann vildi losna frá hollenska
úrvalsdeildarliðinu AZ Alkmaar
og komast aftur til Englands.
Jóhannes Karl samdi við AZ
síðastliðinn vetur þegar hann var
enn á mála hjá Leicester. Þar þótti
hann standa sig vel og telur hann
því líklegt að hann eigi greiða leið
inn í ensku knattspyrnuna á nýjan
leik.
„Það ætti að verða auðvelt að
fara aftur til Englands og hafa nú
þegar nokkur lið í Championship-
deildinni sýnt mér áhuga,“ sagði
Jóhannes Karl, sem er þó samn-
ingsbundinn AZ til ársins 2010.
„AZ er búið að gefa mér grænt
ljós á að ég fari og finni mér nýtt
lið en það verður svo að koma í
ljós hvernig ég losna undan samn-
ingnum. Ég á enn þrjú og hálft ár
eftir og þurfum við því að komast
að ásættanlegri niðurstöðu hvað
varðar starfslok. Það eru því mörg
mismunandi atriði sem koma við
sögu í þessu máli.“
Hann býst þó ekki við að AZ
muni standa í vegi fyrir sér ef
hann finnur sér „rétta“ liðið eins
og hann segir sjálfur.
Nú er hlé á hollensku úrvals-
deildinni og er Jóhannes Karl
staddur hér á landi í fríi með fjöl-
skyldu sinni. Hann á að mæta
aftur til æfinga 10. janúar.
Hann neitar því ekki að um
gríðarleg vonbrigði sé að ræða
þar sem AZ bauð honum afar hag-
stæðan langtímasamning. Greini-
legt að verið var að kaupa framtíð-
armann í liðinu.
Louis van Gaal, þjálfari liðsins,
hefur þó ekki hrifist af leikstíl
Jóhannesar Karls.
„Mestu vonbrigðin eru þau að
ég fékk aldrei tækifæri til að
sanna mig. Ég fékk tvisvar að vera
í byrjunarliðinu, einu sinni í minni
stöðu og einu sinni úti á kanti.
Eftir það fékk ég ekkert tækifæri
þó svo að við hefðum unnið leik-
inn. Ég fatta því ekki alveg hvað
þjálfarinn er að pæla. Kannski að
honum hafi ekkert líkað við mig.“
Í upphafi tímabils fékk hann
engin tækfæri en eftir því sem
leið á haustið náði hann hægt og
bítandi að komast í leikmannahóp-
inn og svo byrjunarliðið. En honum
var svo kippt skyndilega aftur úr
hópnum í desember.
„Þetta virtist allt ganga í rétta
átt en varð svo enn verra undan-
farinn mánuðinn.“
Það var þó ekki Van Gaal sem
sá um að fá Jóhannes Karl til
félagsins, heldur framkvæmda-
stjóri þess. Það gæti að hluta til
skýrt örlög hans í haust.
Eldri bræður Jóhannesar Karls,
Þórður og Bjarni, komu heim úr
atvinnumennskunni síðasta ár og
hófu að leika með ÍA. Sjálfur fer
hann ekki í grafgötur með það að
fjárhagslegur ávinningur sinn af
því að spila erlendis sé ástæðan
fyrir því að hann sé ekki kominn
heim.
„Ef ég væri að þéna jafn mikið
á Íslandi og í Englandi eða Hol-
landi væri ég löngu kominn heim.
Mér finnst því afar ólíklegt að ég
komi heim á þessu ári.“
Hann segir að ekki komi til
greina að fara í aðra deild en
úrvalsdeildina eða Championship-
deildina í Englandi.
„Ég myndi frekar sitja á aftur-
endanum í Hollandi og hirða laun-
in mín en að spila í League One
þar sem ég gæti aldrei fengið sam-
bærileg laun og ég fæ hér. Það
sama gildir um önnur lið, ég fer
ekkert nema ég fái sömu laun og
ég er á núna. Það er einnig ljóst að
ég hefði aldrei farið til Hollands í
fyrra nema út af þeim samningi
sem ég fékk.“
Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem Jóhannes Karl er settur í
kuldann því hann fékk afar fá
tækifæri hjá spænska liðinu Real
Betis sem hann var samnings-
bundinn frá 2001 til 2004.
Annar landsliðsmaður, Grétar
Rafn Steinsson, er einnig á mála
hjá AZ.
Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson vill hætta hjá AZ Alkmaar og komast aftur í ensku knatt-
spyrnuna. AZ hefur gefið honum grænt ljós á að finna sér nýtt lið. „Vissulega mikil vonbrigði,“ segir hann.
13
US Ivry, félag
Ragnars Óskarssonar í
Frakklandi, vann í fyrrakvöld
sigur á landsliði Úkraínu í
æfingaleik, 27-25. Ísland mætir
Úkraínu strax í öðrum leik
sínum á mótinu og telja margir
að um algeran lykilleik sé að
ræða fyrir framhald liðsins á
mótinu.
Ragnar lék vitanlega ekki
með Ivry þar sem hann æfir og
keppir þessa dagana með
íslenska landsliðinu.
Ivry vann lands-
lið Úkraínu
Luis Boa Morte staðfesti
í gær að hann væri á leið til
Íslendingaliðsins West Ham fyrir
fimm milljónir punda. Eru þetta
fyrstu staðfestu kaup Eggerts
Magnússonar síðan hann tók við
stjórnarformennsku í félaginu í
síðasta mánuði. Boa Morte hefur
því að öllum líkindum leikið sinn
síðasta leik hjá Fulham þar sem
hann var orðinn fyrirliði.
„Þetta var ekki erfið ákvörð-
un,“ sagði Boa Morte. „Þetta er
betri samningur sem ég fæ en ég
var með hjá Fulham.“
Boa Morte til
West Ham
Félögin fóru fram á fjölgun
Garðar Jóhannsson
skrifaði loksins undir löglegan
samning við norska úrvalsdeild-
arliðið Fredrikstad í fyrradag.
Hann gerði það einnig í haust en
þá kom í ljós að félagaskipti hans
voru ólögleg. Hann fór aftur til
Noregs í upphafi ársins og er nú
loksins orðinn löglegur leikmaður
hjá Fredrikstad.
„Það eina sem var breytt á
samningnum var dagsetningin.
Ég er því mjög ánægður að þessu
sé loksins lokið.“
Bara dagsetn-
ingunum breytt
Eins og fram hefur
komið munu KR-ingar taka þátt í
æfingamóti á La Manga í næsta
mánuði. Áætlað var að auk KR
tækju fjögur lið úr norsku
úrvalsdeildinni, tvö frá Rússlandi
og eitt frá Úkraínu þátt í mótinu
en þrjú síðastnefndu liðin hafa
ákveðið að vera ekki með.
Öll liðin leika því innbyrðis og
mætir KR Vålerenga í fyrsta leik,
þá Lilleström, Brann og Rosen-
borg. Þessi lið lentu í fjórum efstu
sætum deildarinnar í haust.
Þrjú lið hætta
við þátttöku
Íslenska karlalandslið-
ið í handbolta tapaði með 12 marka
mun, 34-22, fyrir Norðmönnum í
fyrsta leik liðsins á Lauritz
Knudsen-mótinu sem hófst í Dan-
mörku í gær. Ísland var þremur
mörkum undir í hálfleik, 16-13, en
tapaði seinni hálfleiknum með níu
marka mun, 9-18.
Íslenska handboltalandsliðið
hefur ekki tapað stærra í rúm 18
ár eða síðan liðið tapaði með 13
mörkum, 19-32, fyrir Sovétmönn-
um á Ólympíuleikunum 1988.
Þetta var fyrsti undirbúningsleik-
urinn af fimm sem liðið spilar
fyrir HM í handbolta og liðið á
greinilega langt í land.
Alfreð Gíslason, þjálfari
íslenska liðsins, var brúnaþungur
eftir leikinn. „Seinni hálfleikurinn
hjá okkur var algjör skandall og
til skammar. Ég var að prófa eitt
og annað og þess vegna má segja
að stærðin á tapinu sé mér að
kenna en það er hins vegar ófyrir-
gefanlegt að það sé ekki nein bar-
átta í vörninni og að menn hlaupi
ekki til baka,“ sagði Alfreð.
Alfreð segir að það þýði samt
ekki að gefast upp. „Úrslitin úr
þessum leikjum eru ekki aðal-
atriðið og fyrri hálfleikinn var á
köflum mjög góður. Það var fúlast
að sjá strákana gefast upp því ég
hef sjaldan séð íslenska landsliðið
gefast upp. Við skuldum sjálfum
okkur það því að spila betur í
næstu leikjum,“ sagði Alfreð eftir
leik. Íslenska landsliðið mætir
Póllandi í dag og lokaleikurinn er
gegn Dönum á sunnudaginn.
Mörk Íslands: Alexander Petter-
son 4, Róbert Gunnarsson 4, Guð-
jón Valur Sigurðsson 3, Vignir
Svavarsson 3, Ólafur Stefánsson
2, Logi Geirsson 2, Ásgeir Örn
Hallgrímsson 1, Einar Örn Jóns-
son 1, Ragnar Óskarsson 1 og
Snorri Steinn Guðjónsson 1. Allir
leikmenn íslenska liðsins fengu að
spreyta sig í þessum leik.
Skelfilegur seinni hálfleikur