Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 112

Fréttablaðið - 06.01.2007, Qupperneq 112
Ég man eftir því að fyrir rúmum tveimur árum – árið 2004 – voru fjármál heimilanna á hvers manns vörum, einkum síðari hluta ársins. Mikið var talað um það að lands- menn allir ættu að ráðast í það þarfa verkefni í sínu heimilishaldi að skuldbreyta og endurfjármagna og hvað það var allt saman kallað, á nýjum og betri lánum. Boðið var upp á 4,15% vexti og 90% veðsetn- ingarhlutfall. Fólk átti að útrýma yfirdráttarskuldunum og hvaðeina, enda ekkert vit í öðru. urðu á einni nóttu sérfræðingar í lánaviðskipt- um, eftir að hafa verið nokkrum árum áður um stutt skeið sérfræð- ingar í hlutabréfaviðskiptum. Boðið var upp á allar mögulegar tegundir lána í auglýsingum sem dundu á okkur frá lánastofnunum allt haust- ið 2004. Svo mikil var eftirspurn lánastofnana eftir lánaviðskiptum að ég man ekki betur en gert hafi verið grín að því ástandi í skaupinu það árið. Bankastjóri var þar látinn tæla skúringakonu bankans, að mig minnir, inn á kontór til sín til þess að bjóða henni lán. tala um árið 2004 eins og það sé óralangt í burtu. En svo mikill er hraðinn á Íslandi að í raun og veru er árið 2004 orðið stjarn- fræðilega langt í burtu, ef maður spáir í það. Vextirnir sem okkur buðust þá eru minning ein – lesa má um þá í þjóðsögum – og 90% lánshlutfallið er varla til lengur, horfið og farið eins og dularfullt fyrirbrigði á himni. Hvar er það? Hvert fór það? allt lánauppboðið, hvatt áfram og dásamað af hinu opin- bera, gína við okkur a.m.k. tvær æði vandasamar flækjur: Annars vegar himinhátt húsnæðisverð og hins vegar skuldsettur almenning- ur með hærri yfirdrátt á herðunum en nokkru sinni og á hærri vöxtum en nokkru sinni. Heimilin greiða nú í yfirdráttarvexti sömu upphæð og rennur til vegamála á ári hverju, samkvæmt nýjustu tíðindum. Varla var það þetta ástand sem stefnt var að, en svona getur atburðarásin leikið okkur grátt ef menn gæta ekki að sér. Fáir rifja nú upp kosn- ingaloforð sem gefin voru um 90% lán, enda voru þau fyrirheit mest- megnis til þess gerð — sýnir reynsl- an — að pissa með skammgóðum vermi í buxurnar. hitt er jafnvel enn verra: Ég sé ekki betur en að ungt fólk hafi hér verið leitt í stórbrotna gildru. Hús- næðisverðið var keyrt upp með auknum lánamöguleikum og betri lánskjörum til þess eins að draga svo úr kjörunum aftur, en skilja verðið eftir í skýjunum. Nú standa þeir sem þurfa að kaupa fasteign í fyrsta skipti frammi fyrir nærri ókleifum múr: Himinháu fasteigna- verði og aðeins 70% lánum, með fáum undantekningum þó. sem við verð- um að draga af þessu er auðvitað sá að það verður að sýna ábyrgð og festu í efnahagsmálum. Það má ekki bara sparka af stað á einum hausteftirmiðdegi árið 2004 ein- hverjum ógurlegum lánskjörum í skamman tíma með húrrahrópum og taka þau svo til baka. Menn verða að vita hvert þeir eru að fara. Lán og ólán ÍS LE N SK A /S IA .IS /I KE 3 55 75 0 6/ 07 © In te r I KE A Sy st em s B. V. 2 00 7 450.000 gestir Frá því nýja IKEA verslunin var opnuð í október hefur gestafjöldi hennar farið langt fram úr björtustu vonum okkar. Við segjum því einfaldlega TAKK – við landsmenn alla. Gleðilegt nýtt ár. Opið kl. 10.00 - 20.00 virka daga Laugardaga kl. 10.00 - 18.00 Sunnudaga kl. 12.00 - 18.00 www.IKEA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.