Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 30
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR30
Umræðan
Skipulagsmál
Ég tel mig knúinn til að svara og leiðrétta nokkrar af þeim rangfærslum sem fram
koma í grein Kristján Sveinbjörnson forseta
bæjarstjórnar á Álftanesi í Fréttablaðinu
þann 22. desember síðastliðinn um lóðina að
Miðskógum 8. Nefnd grein er full af rang-
færslum og aðdróttunum og er það áhyggju-
efni að maður í svo miklvægri stöðu skuli
nota slíkar aðferðir til að breiða yfir eiginhagsmuna-
pot. Læt ég það því hinum almenna borgara, þá einkum
og sér í lagi íbúum Álftaness, eftir að leggja mat á
áreiðanleika og heiðarleika forseta bæjarstjórnar í
þessu máli.
Kristján hefur m.a. staðhæft í blaðagreinum að
undanförnu að lóðin að Miðskógum 8 sé of lítil til að
teljast byggingarhæf. Lóðin er tæpir 1450 m2, eða ca.
tvöfalt stærri en margar af þeim lóðum sem verið er að
úthluta á höfuðborgarsvæðinu. Um 20% lóðarinnar
liggja fyrir neðan manngerðan sjávargarð og aldrei
hefur staðið til að nýta þann hluta lóðarinnar til bygg-
inga, enda byggingareitur langt frá sjávargarðinum.
Ég hef frá upphafi gert bæjaryfirvöldum það ljóst að
ekki verði byggt niður í fjöruna og að gert verði ráð
fyrir göngustíg framhjá mínu húsi meðfram fjörunni.
Þetta staðfestir ráðgjafi bæjarstórnar í þessu máli. Það
skal tekið fram að flest húsin sem nú þegar eru byggð
við Skógtjörn eru í svipaðri afstöðu og þetta hús, enda
öll byggð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Kristján
fullyrðir að barátta hans til að koma í veg fyrir að ég
geti reist hús mitt sé ekki hans persónulega þráhyggja,
heldur beri hann hagsmuni íbúa Álftaness fyrir brjósti.
Þetta er grátbroslegt í ljósi atburðarásar síðustu 8 ára,
en það er sá tími sem liðið hefur síðan lóðin var seld úr
eigu fjarskyldra ættingja Kristjáns sem deiliskipulögð
byggingalóð. Gjörðir Kristjáns á þessum tíma eru með
ólíkindum og lýsir hann því best sjálfur í áðurnefndri
grein. Þar eru upptalin nokkur afrek hans: „grafið fyrir
sundlaug, haldið þar grillveislur, staðið fyrir aðförum
og hótunum við væntanlega kaupendur.“ Einnig hefur
hann staðið í málaferlum vegna lóðarinnar og tapað
þeim öllum. Þá geta nágrannar vitnað um að hann hefur
lokað fyrir aðgengi að lóðinni með bílhræjum, svifflug-
vél og fleira drasli, svo mikil er umhyggja og
virðing þessa manns fyrir náttúrunni og svæð-
inu í heild sinni. Ég spyr: hvenær ætlar forseti
bæjarstjórnar að laga lóð mína, fylla upp í
sundlaugina og færa lóðarmörk sem hann vís-
vitandi hefur teygt inn á mína lóð?
Kristján virðir ekki úrskurði allra þeirra
fagaðila sem leitað hefur verið til vegna máls-
ins. Þar með talin er niðurstaða byggingafull-
trúa um að veita skuli byggingaleyfi, tveir
úrskurðir Skipulagsstofnunar um að komandi
hús muni ekki hafa áhrif á lífríki tjarnarinn-
ar, úrskurðir tveggja lögfræðinga, úrskurður Siglinga-
málastofnunar og úrskurður arkitekts og ráðgjafa um
að komandi hús muni ekki hafa áhrif á áform bæjarins
um göngustíg.
Skipulagsstjóri ríkisins skrifar grein í Blaðið þann
30. desember þar sem hann svarar duldum ákúrum og
ærumeiðingum Kristjáns um starfsmenn stofnunar-
innar vegna niðurstöðu þeirra í þessu máli. Kristján
Sveinbjörnsson fullyrðir í greinum sínum í blöðum og
á bloggsíðum að mál þetta sé D-listanum á Álftanesi að
kenna. Það eitt og sér gerir málið pínlegra fyrir Kristj-
án, enda þær ákúrur einungis til að slá ryki í augu kjós-
enda Á-listans á Álftanesi. Ákvörðunartökur og þar
með klárlega ábyrgð á þessu máli liggja hjá Álftanes-
listanum þar sem forseti bæjarstjórnar vinnur í skjóli
eigin flokks og Vinstri grænna.
Hans síðasta útspil er að láta bæjarfélagið kosta
endurdeiliskipulagningu svæðisins, þar sem 95% hafa
nú þegar verið byggð eftir gildandi deiliskipulagi.
Þannig ætlar forseti bæjarstjórnar að nota vald sitt til
að afnema byggingarétt lóðar sem ég keypti sem full-
gilda byggingalóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi
en hann hefur nýtt sér sem sína eigin árum saman.
Höfundur er eigandi lóðarinnar að Miðskógum 8.
Útsýnismál forseta
bæjarstjórnar á Álftanesi
Henrik e.
THorarensen
Kristján hefur m.a. staðhæft í blaðagreinum að
undanförnu að lóðin að Miðskógum 8 sé of lítil
til að teljast byggingarhæf. Lóðin er tæpir 1450
m2, eða ca. tvöfalt stærri en margar af þeim
lóðum sem verið er að úthluta á höfuðborgar-
svæðinu.
Umræðan
Ríkisútvarpið
Ég vil þakka Frétta-blaðinu sérstak-
lega fyrir að hafa
vitnað rétt í blaðavið-
tal við mig í forystu-
grein sinni í gær. Ég
hefði ekki búist við
því fyrirfram. En það
er því miður það eina
sem er rétt í þessum
leiðara hvað mig varðar.
Hvar hefur leiðarahöfundur
Fréttablaðsins orðið þess var að
það hafi orðið „kúvending“ eða
„sinnaskipti“ hjá mér varðandi
þær skoðanir sem ég lýsti í
áðurnefndu viðtali? Hvergi –
því ég er enn nákvæmlega
sömu skoðunar og þarna er lýst.
Hvar pólitískur vilji á Alþingi
liggur í þessum efnum er hins
vegar ekki á mínu valdi.
Það er líka rangt að ég verji
með „oddi og egg“ óbreytt
ástand á auglýsingamarkaði.
Þvert á móti hef ég opinberlega
tekið undir þau sjónarmið
stjórnarformanns
365, að það komi til
greina að setja
einhverskonar
takmörk við
fyrirferð RÚV á
auglýsingamarkaði.
Ég skal hinsvegar
játa það hér, að ef
heldur sem horfir og
allir ljósvakamiðlar
á Íslandi – aðrir en
RÚV - verði innan
skamms komnir
undir hatt 365 - og markaðshlut-
deild þess fyrirtækis orðin
100% (ef RÚV væri horfið af
markaðnum) - þá myndu renna
á mig tvær grímur. En leiðara-
höfundur Fréttablaðsins hefur
væntanlega síst áhyggjur af
þeirri stöðu mála.
Sem sagt: ég hef nákvæm-
lega sömu skoðun á þessum
málum nú og fyrir átján mánuð-
um og sé „samviska til sölu“
held ég að hugsanlegur
kaupandi ætti fremur að leita
hennar í Skaftahlíðinni en
Efstaleitinu.
Höfundur er útvarpsstjóri.
Óbreytt skoðun
Páll magnússon
Umræðan
Þjóðlendulögin
Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóð-
lendur og ákvörðun
marka eignarlanda,
þjóðlendna og afrétta.
Tilgangur þjóðlendulag-
anna var og er að eyða
réttaróvissu og koma
lögsögu- og skipulags-
málum á hreint á miðhá-
lendinu. Um þetta mark-
mið held ég að flestir geti verið
sammála. Lögin eru hins vegar um
margt gölluð, meðal annars um
þær veigalitlu skorður sem ríkinu
eru settar varðandi meðferð og
vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum
fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að
fórna þjóðlendum á altari áfram-
haldandi stóriðju- og landeyðingar-
stefnu í þágu erlendra auðhringja.
Þá skortir á að lögin taki af skarið
um réttindi almennings til aðgangs
og afnota af þjóðlendum. Margt
fleira mætti nefna sem kallar á
ítarlegri umfjöllun en stutt blaða-
grein leyfir.
Framkvæmd laganna hefur
verið með nokkrum ólíkindum, svo
vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórn-
in hefur farið offari í ásælni sinni
eftir landsvæðum og jafnvel hafn-
að þinglýstum heimildum landeig-
enda eða vefengt þær. Kröfugerð
ríkisstjórnar framsóknarsjálf-
stæðisflokksins hefur auk þess
ekki takmarkast við miðhálendið
heldur náð til svæða í byggð og til
sjávar. Loks hefur kröfugerðar-
nefnd ríkisstjórnarinnar gert
harkalegar sönnunarkröfur til
bænda og annarra jarðeigenda og
krafist þess að allur minnsti vafi
verði túlkaður ríkinu í hag. Svo
langt er seilst að ríkisstjórnin virð-
ist ætlast til að landeigendur sanni
eignarrétt sinn að landi, landsrétt-
indum og hlunnindum jafnvel þótt
staðfest landamerki liggi fyrir.
Þannig var fyrstu kröfugerð og
málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar
gagnvart jörðum í
Árnessýslu háttað.
Þeim ofurásælniskröf-
um ríkisstjórnarinnar
hafnaði Hæstiréttur.
Þrátt fyrir það hefur
framsóknarsjálfstæðis
ríkisstjórnin höggvið í
sama knérunn og opin-
berað harðan ásetning
sinn í málinu. Harð-
drægni ríkisstjórnar-
innar er slík, að fjár-
málaráðherra, Árni
Mathiesen, gerir kröfu
til þess að fá til baka landsvæði
sem ríkið seldi einstaklingum seint
á nítjándu öldinni og á þeirri
tuttugustu. Nú síðast beinir ríkis-
stjórnin ofurkröfum sínum að
jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit
og virðist ætla sér að eyða þeirri
viðurkenndu söguskoðun að jörðin
sé sú landmesta á Íslandi. Það er
ekki að ástæðulausu að ríkisstjórn-
in er sökuð um mannréttindabrot.
Því fer fjarri að þjóðlendulögin
áskilji að ríkisstjórnin fari fram
með því offorsi sem raun ber vitni.
Þvert á móti er ríkisstjórninni
skylt að gæta meðalhófs, sýna
sanngirni og starfa í anda góðra
stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki
lagabreytingu til, eingöngu breytta
ríkisstjórnarstefnu, að fjármála-
ráðherra gefi kröfugerðarnefnd
sinni fyrirmæli um að gæta hófs
og virða þinglýstar eignarheimild-
ir og staðfest landamerki og túlka
vafa landeigendum í hag. Og tryggi
að bændur og aðrir jarðeigendur
verði ekki fyrir fjárhagslegum
skakkaföllum, eins og raunin hefur
orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að
þeim með ofurefli og illa ígrund-
uðum málatilbúnaði þvert á það
sem talinn var tilgangur þjóð-
lendulaga.
Það er einnig rétt að halda því
til haga að Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra, lýsti því yfir
þegar á árinu 2000 að kröfugerðar-
nefnd fjármálaráðherra hafi geng-
ið í allt aðra átt en ætlunin var með
lögunum og ekki hafi verið unnið í
anda þeirra. Landbúnaðarráðherra
hefur annað hvort verið borinn
ofurliði annarra ráðherra eða
engar aðgerðir hafa fylgt orðum
hans og fleiri stjórnarliða. Málið
kallar á öflugt brautargengi VG í
komandi alþingiskosningum og
stjórnarskipti.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og skipar 1. sæti á lista VG í
Suðurkjördæmi við alþingiskosn-
ingarnar vorið 2007.
Ásælni ríkisstjórn-
arinnar í þinglýstar
jarðir bænda
aTli gíslason
Því fer fjarri að þjóðlendulögin
áskilji að ríkisstjórnin fari fram
með því offorsi sem raun ber
vitni. Þvert á móti er ríkis-
stjórninni skylt að gæta meðal-
hófs, sýna sanngirni og starfa í
anda góðra stjórnsýsluhátta.
Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu
kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
Hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS