Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 22
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Afli í tonnum talið í desembermánuði Heimild: Hagstofa Íslands 17 .0 38 2006 17 .7 04 2005 41 20069 .1 88 2005 Þorskur LoÐNA samningaviðræður milli sauðfjárbænda og ríkisins um nýjan sauðfjársamning standa yfir um þessar mundir, en núverandi samningur rennur út um næstu áramót. Hvað er sauðfjársamningur? Í sem einföldustu máli er sauðfjársamningur samningur um fjárhagslegan stuðning landbúnaðarráðherra fyrir hönd ríkisins við Bændasamtök Íslands fyrir hönd sauðfjár- bænda. Gerður var samningur til sex ára frá 1. janúar 2007. Hvað felst í þeim samningi sem nú er í gildi? Í þeim samningi sem nú er í gildi kemur fram að mark- miðin með samningnum séu að styrkja sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda, að ná fram aukinni hagræðingu í sauðfjárrækt, að halda jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða, og að efla fagmennsku, þekkingu og þróun í sauðfjárrækt ásamt öðru. Í samningnum sem nú gildir er kveðið á um árlegar beingreiðslur til bænda upp á 1.740 milljónir króna sem skiptast hlutfallslega milli framleiðenda eftir fjölda kinda. Við það bætast jöfnunargreiðslur sem renna til bænda sem nýlega hafa hafið búskap, eða eru að bæta við sig umtalsverðum fjölda kinda. Hvernig kemur útflutningsskyldan inn í sauð- fjársamninga? Inni í samningunum er gert ráð fyrir ákveðinni útflutningsskyldu, það er að bændur skuldbinda sig til að selja ákveðið hlutfall framleiðslu sinnar á markaði erlendis. Á síðasta ári voru flutt út um 700 tonn, og var það nokkru minna en árin á undan. Framleiðendur annarra kjötvara eru ekki bundnir af svipuðum ákvæðum um útflutnings- skyldu. Heimildir herma nú að ríkið vilji fella niður útflutningsskylduna í þeim samningaviðræðum sem nú eru í gangi. Andstaða er við það meðal bænda, enda telja þeir markað fyrir lambakjöt takmarkaðan hér á landi og óttast breytingar á því jafnvægi sem verið hefur á markaðinum hér á landi. FBL greining: sAuÐFjÁrsAmNINGAr Ríkisstuðningur við sauðfjárbændur Ágúst Einars- son, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, tók í vikunni við starfi rektors við Háskólann á Bifröst. Hvaða verk- efni hafa átt hug þinn og hjarta? Ég er kominn á bólakaf við að stjórna hér skólanum, fara yfir skipulag, fjármál og námslýsingar og annað þess háttar þannig að það hefur verið nóg að gera frá morgni til kvölds undanfarna daga og verður áfram. Hver eru markmiðin? Við eigum í miklum samskiptum við útlönd og ég vil auka þau, bæta hér kennslu og auka rannsóknir. Verður eitthvað af nýjungum? já, það fylgja nýjum manni alltaf nýjungar. Þær munu koma í ljós smátt og smátt. Ég vil auka fjarkennslu og samskipti við skóla hérlendis og erlendis, sérstaklega við aðra skóla á landsbyggðinni. skólarnir eru lífakkeri hinna dreifðu byggða og ég hef áhuga á að það haldi. SpURT & SvARAð nýr rektor á BiFröSt Vill auka rannsóknir ágúSt einarSSon háskólarektor á Bifröst Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samning um kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands í síðustu viku. Um tímamótasamning er að ræða fyrir starf HÍ. Vísindamenn einkarekinna háskóla gagnrýna samning- inn og vilja að keppt sé um rannsóknafé á jafnréttis- grundvelli. Langtímamarkið Háskóla Íslands er að komast í hóp hundrað bestu háskóla heims. Framtíðarsýnin grundvallast á umfangsmiklu stefnumótunarstarfi sem hófst fyrir rúmu ári síðan þar sem meirihluti starfsmanna skólans og fjöldi stúdenta lögðust á eitt um að greina hvert skólinn vildi stefna á næstu árum og hvernig markmið- um skyldi náð. Bláköld staðreynd Á árunum 2004 og 2005 voru gerð- ar þrjár umfangsmiklar úttektir á ólíkum þáttum í starfsemi HÍ. Í kjölfarið skipuðu fráfarandi rekt- or, Páll Skúlason, og Kristín Ing- ólfsdóttir nefnd sumarið 2005 sem hafði það hlutverk að taka saman niðurstöður undirbúningsvinnunar og setja fram tillögur um viðbrögð. Samhliða hófst vinna á vettvangi deilda og stjórnsýslu skólans. Einnig var leitað til fjölmargra sér- fræðinga innan og utan skólans; fulltrúa stúdenta í grunn- og fram- haldsnámi, nýdoktora, fulltrúa atvinnulífs, menningarlífs, stjórn- valda og erlendra sérfræðinga. Við brautskráningu kandídata í Háskólabíói í febrúar 2006 greindi rektor HÍ síðan frá því að eftir samráð við fulltrúa Háskólaráðs og deildarforseta hefði langtíma- markmið skólans verið sett um að gera HÍ að einum af hundrað bestu háskólum heims. Þessi yfirlýsing vakti mikla athygli og efasemdir um getu íslenskrar menntastofn- unar til að ná slíku markmiði. Það væri bláköld staðreynd að sam- keppni milli þjóða á sviði menntun- ar, rannsókna og nýsköpunar ykist með hverju árinu og stefnumótun- in ætti að snúast um að gera skól- ann að afburða menntastofnun en markmið um að verða einn af hundrað bestu væri of háleitt og þjónaði ekki tilgangi í sjálfu sér. topp fimm hundruð Í dag er Háskóli Íslands ekki í hópi fimm hundruð bestu háskóla heims, samkvæmt Shanghai Jiao Tong list- anum (SJT) yfir bestu háskóla heims. Litlu mun þó muna að skól- inn komist í þann hóp en um tvö þúsund skólar eru metnir inn á lista SJT, sem flestir horfa til varðandi mat á bestu menntastofnunum sam- tímans. Bent hefur þó verið á að við mat á gæðum er mjög horft til gæða raunvísindadeilda (sérstaklega verk- og stærðfræðideilda), og birt- inga greina frá skólunum sem tengjast slíku námi. Þegar aðrir mælikvarðar eru notaðir, til dæmis á gæði félagsfræði- og hugvísinda- deilda, horfir öðruvísi við. Því hefur markmið skólans verið gagnrýnt en undir niðri liggur þó aðeins sá metn- aður að bæta starf skólans veru- lega. Markmið um að komast í hóp hundrað bestu háskóla heims er ekki verra en hvað annað í slíkri viðleitni. Kristín Ingólfsdóttir rekt- or hefur bent á að skólarnir sem fylla flokk þeirra bestu hafi ekki komist þangað fyrir tilviljun heldur sé árangurinn afrakstur markvissr- ar og metnaðarfullrar mennta- stefnu sem nú hefur verið lokið við að móta innan HÍ. Markmið samningsins Samningur ríkisins og HÍ felur í sér að fjárveitingar til rannsókna þrefaldast á samningstímanum og aukast framlög til kennslu um 75 prósent samanborið við framlög á fjárlögum árið 2006. Rannsóknar- framlög til Háskóla Íslands hækka með samningnum um 640 milljónir árlega á tímabilinu 2008 til 2011 eða um tæpa þrjá milljarða í lok samningstímabilsins. Í samningnum er meðal annars stefnt að því að stórefla rannsóknar- tengt framhaldsnám við Háskólann með því að fimmfalda fjölda braut- skráðra doktora og tvöfalda fjölda brautskráðra meistaranema á samn- ingstímabilinu. Framboð námskeiða í framhaldsnámi verður aukið, meðal annars með auknu samstarfi við erlenda háskóla. Fjölga á birt- ingum vísindagreina kennara við Háskóla Íslands í virtum, alþjóðleg- um, ritrýndum tímaritum og útgáfu bóka gefnum út hjá virtum bókaút- gefendum. Auknum framlögum í Rannsóknasjóð Háskólans er ætlað að efla doktorsnám og að undirbúa umsóknir til alþjóðlegra samkeppn- issjóða. Jafnframt er gert ráð fyrir að Háskólinn móti sér skýra stefnu um fjarkennslu fyrir árslok 2007 og fjarkennsla verði efld í völdum greinum. Jafnframt er ætlunin að auka samstarfið við rannsókna- og náttúrufræðisetrin á landsbyggð- inni. gagnrýni Ekki er búið að taka ákvörðun um hvernig viðbótarframlögum til rannsókna verður varið innan HÍ. Kristín Ingólfsdóttir segir það verða vandasamt en tæplega fimm- tíu rannsóknastofnanir eru starf- ræktar innan vébanda Háskóla Íslands. Líklegt er talið að fénu sem rennur til Háskólans á næstu árum verði skipt jafnt niður á milli rann- sóknastofnana innan Háskólans. Þetta er gagnrýnt og bent á að mun líklegra til árangurs sé að láta fé renna í samkeppnissjóði. Vísinda- menn græði meira á því að sækja um fé; að keppt sé um peningana og þeir hæfustu fái styrki því þannig nýtist rannsóknafé best. Vísindamenn í Háskólanum í Reykjavík hafa bent á að eini stóri íslenski rannsóknasjóðurinn, Rann- ís, veiti um sex hundruð milljónir í styrki á ári. Þar er ávallt krafist mótframlags umsækjenda, oft í formi launa og aðstöðu til rann- sókna, en ef því fé sem veitt er til rannsókna innan HÍ með nýgerðum samningi yrði veitt í Rannís væri hægt að losna við kröfuna um mót- framlag. Þeir benda á að eftir auka- fjárveitinguna eigi vísindamenn innan HÍ mun meiri möguleika á styrkjum úr Rannís en aðrir vís- indamenn, þar sem þeir fái mót- framlagið tryggt frá ríkinu. Þetta skekki myndina því eftir því sem mótframlagið sé hærra séu vís- indamenn samkeppnishæfari um að hljóta styrki úr samkeppnissjóð- um. Eins er bent á að svo hátt fram- lag eins og HÍ fær muni gera Rann- ís erfitt fyrir að sækja fé til þess að auka samkeppnisstyrki til vísinda- manna frá því sem nú er. Flaggskipið Hvað sem allri gagnrýni líður er háskólasamfélagið sammála um að nauðsynlegt hafi verið að stórauka framlög til rannsókna á háskóla- stigi. Eins hefur verið bent á að einn stór alhliða háskóli þurfi að vera til staðar hér á landi og aukin fjárfram- lög til hans séu eðlileg; þær beri ekki að skoða í samhengi við starf annarra háskóla í landinu eða fjár- framlög ríkisins til þeirra. Eðlis- munur á námsframboði og skyldum menntastofnana sé of mikill til þess. Hitt er það að vísindamenn innan háskólanna allra, þar á meðal Háskóla Íslands, deila um þá leið sem nú er farin og telja að markmið- um menntamálayfirvalda yrði frek- ar náð með því að gefa fleirum tæki- færi til að nýta rannsóknaféð sem Háskóli Íslands fær næstu árin. Tímamót í sögu Háskóla Íslands HáSkóLi íSLandS stóraukið fé til rannsókna innan HÍ er talið gera skólanum kleift að ná langtímamarkmiðum sínum. Fjárveitingin hefur verið gagnrýnd með þeim rökum að slíkir fjármunir nýtist betur í samkeppnissjóði þar sem keppt er um fjár- magn. FrÉttAskýrING Svavar HávarðSSon svavar@frettabladid.is 10 BeStu HáSkóLar HeiMS* 1. Harvard usA 2. Cambridge Bretland 3. stanford usA 4. Berkeley usA 5. mIt usA 6. kaliforníu háskóli usA 7. Columbia usA 8. Princeton usA 9. Chicago háskóli usA 10. oxford Bretland 10 BeStu HáSkóLar eVróPu 1. Cambridge Bretland 2. oxford Bretland 3. Imperial Coll. London Bretland 4. London College Bretland 5. swiss FIt sviss 6. utrecht Hollandi 7. Parísarháskóli Frakklandi 8. karólínska Institutet svíþjóð 9. manchester Bretland 10. münchen Þýskalandi HáSkóLar á norður- LönduM á toPP 100 karólínska Institutet (48) kaupmannahafnarháskóli (56) Háskólinn í uppsölum (65) oslóarháskóli (68) Háskólinn í Helsinki (74) Háskólinn í Lundi (90) *Listi shanghai jiao tong
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.