Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 4
4 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR GenGið 17.01.2007 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 125,2762 GenGisvísitala krónunnar 70,37 70,71 138,37 139,05 90,88 91,38 12,192 12,264 10,911 10,975 10,031 10,089 0,5832 0,5866 104,92 105,54 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og tel nefnd- ina hafa dregið saman mikið efni sem sé góður grunnur til að vinna á áfram. Jón KristJánsson formaður stjórNarskrárNefNdar vIðskIpTI Gengi hlutabréfa í fjár- festingarfélaginu FL Group hefur hækkað um tæp nítján prósent á einum mánuði, þar af um 13,3 pró- sent frá áramótum. Ætla má að markaðsvirði félagsins hafi því aukist um 27 milljarða króna það sem af er árinu. Samanlagður gengishagnaður af stærstu eignarhlutum FL, í AMR Corporation, stærsta flugrekstrar- fyrirtæki heims, og í Glitni nemur um einum milljarði króna á hverj- um degi frá áramótum. AMR hefur skotist upp um þriðjung frá áramótum og áætlar Greining Glitnis að óinnleystur gengishagnaður FL af 5,98 pró- senta hlut nemi 8,9 milljörðum króna. Lækkandi olíuverð kemur sér vel fyrir rekstur flugfélaga um allan heim. Þá reiknar greiningardeildin með því að hagnaður af þrjátíu prósenta hlut FL í Glitni geti verið um sjö milljarðar króna frá árs- byrjun. FL Group er annar stærsti hlut- hafinn í Finnair, sem hefur hækkað um fimm prósent frá áramótum. Þar fellur eflaust til rúmur einn milljarður í gengishagnað. Þá kunna almennar verðhækk- anir á innlendum hlutabréfamark- aði að hafa haft áhrif til hækkunar á virði FL. Félagið heldur utan um hluti í félögum á borð við Actavis, Landsbankanum, Mosaic og Straumi, sem flestöll hafa átt góðu gengi að fagna á nýju ári. - eþa FL Group er næststærst í Finnair eignarhlutir í amr, finnair og Glitni hafa skilað miklum gengishagnaði á árinu. Hlutabréf í Fl Group hækka um tæpan fimmtung á einum mánuði: Græðir milljarð á degi hverjum LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum hefur ekki upplýst hver stóð á bak við röð af íkveikj- um í bænum frá árinu 2000, þegar kveikt var í frystikistu Ísfélags- ins, til ársins 2006. Eftirlit með mannaferðum að nóttu til hefur verið aukið í bænum eftir að kveikt var í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins hinn 16. desember síð- astliðinn. Enginn liggur undir grun í mál- inu að svo stöddu. Að sögn lögregl- unnar er málið enn í rannsókn og verður haldið opnu. Ef kveikt verður í aftur í Eyjum verður íkveikjan sett í samband við þetta mál að sögn lögreglunnar. - ifv íkveikjurnar í eyjum: Enginn liggur undir grun sTjóRnMÁL Kjörnefnd Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið við að stilla upp lista sem lagður verður fyrir kjör- dæmisþing sem kemur saman á sunnudag. Í prófkjöri fengu þeir sem lentu í fimm af efstu sex sætunum bindandi kosn- ingu. Sveinn Pálsson, formaður kjörnefndar- innar, segir að röðin úr prófkjör- inu haldi sér, í það minnsta fyrir efstu sex sætin. Árni M. Mathie- sen hafnaði í fyrsta sæti og Árni Johnsen í öðru sætinu. Kjartan Ólafsson fékk ekki bindandi kosningu í þriðja sætið, en í tillögu kjörnefndar heldur hann sætinu. - bj Örlög Árna Johnsen ráðast: Kosið um tillögu á sunnudaginn árni Johnsen FyRIRLEsTUR Systurnar Halla og Ragna Ólafsdætur munu í kvöld flytja erindi um íslamska menn- ingu í Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Halla og Ragna, sem eru dætur Ólafs Áka Ragnarsson- ar bæjarstjóra, hafa stundað nám í Egyptalandi. Að því er segir á vefsetri sveitarfélagsins Ölfuss hafa systurnar lært arabísku og fræðst um íslamska menningu á meðan á dvöl þeirra í Egyptalandi hefur staðið. Í nóvember síðast- liðnum heimsótti bæjarstjórinn systurnar í Egyptalandi og þá var meðfylgjandi mynd tekin. Erindi Höllu og Rögnu hefst klukkan sex síðdegis. - gar Bæjarstjóradætur í Ölfusi: Systur fræða íbúa um íslam í eGyptaLandi Halla og ragna ásamt eldri systur sinni regínu og föður sínum við píramídana. sTjóRnMÁL Samþykki tveir þriðju hlutar þingmanna frumvarp til stjórnskipunarlaga verður því vísað til þjóðaratkvæðis án þess að því fylgi þingrof og kosningar. Þannig verður þjóðin í raun stjórnarskrárgjafinn. Stjórnarskrárnefnd leggur til að þessi breyting verði gerð á stjórnarskránni. Nefndin hóf störf í ársbyrjun 2005 og var ætlað að leggja til heildarendurskoðun á stjórnar- skránni. Að sögn Jóns Kristjáns- sonar nefndarformanns var sú afstaða uppi innan nefndarinnar að þverpólitískt samkomulag yrði að ríkja um allar tillögur að breyting- um og mátu menn það svo að málið væri ekki nógu þroskað til að slík samstaða tækist. Þá var lögð áhersla á að leggja til heildar- endurskoðun en ekki breytingar á einstaka greinum. „Ég er sáttur við þessa niður- stöðu og tel nefndina hafa dregið saman mikið efni sem sé góður grunnur til að vinna á áfram,“ segir Jón. Össuri Skarphéðinssyni finnst mikilvægt að breytingin nái fram að ganga enda felist í henni leiðar- vísir um hvernig breyta beri stjórnarskránni í framtíðinni. Hann lítur líka svo á að í þessu felist áfangi í átt að almennum þjóðar- atkvæðagreiðslum um mál. „En ég væri ekki ærlegur ef ég segði ekki hreint út að það eru mér töluverð vonbrigði að ekki tókst að þoka málum lengra.“ Hann segist ekki hafa fellt sig við þá nálgun að nauð- synlegt væri að leggja til heildar- endurskoðun. „Ég taldi að við ættum að reyna að fullvinna þau ákvæði sem líklegt var að við gætum náð samstöðu um.“ Í því sambandi nefnir Össur ákvæði um hugsanlegt framsal á fullveldi, þjóðaratkvæðagreiðslur og sam- eignarákvæði þjóðarinnar á sam- eiginlegum auðlindum. Allir sjö kaflar stjórnarskrár- innar og greinarnar 81 voru tekin til skoðunar í nefndinni en að sögn Jóns var helst dvalið við þá fjóra kafla sem fjalla um Alþingi, for- seta, ríkisstjórn og dómstóla. „En 26. greinin um synjunarvald for- seta var miðlægur punktur, menn skiptust á skoðunum um hana án þess að ná niðurstöðu og það var mesta deilumálið,“ segir Jón. Uppi hafi verið gjörólík sjónarmið um hvernig fara eigi með ákvæðið. Jón segist ekki hafa búist við að verkið yrði auðvelt enda hófst það í sérstöku andrúmslofti. „Hér voru illvígar deilur um stjórnarskrána og synjunarvald forseta sem ristu mjög djúpt í þinginu en vinnuand- inn í nefndinni hefur verið ágætur þrátt fyrir skiptar skoðanir um ýmsa hluti.“ bjorn@frettabladid.is Synjunarvald forseta veigamest deiluefna Stjórnarskrárnefnd leggur til að ein breyting verði gerð á stjórnarskrá lýðveldis- ins. Lýtur hún að því að færa ákvörðunarvald um stjórnarskrárbreytingar út til þjóðarinnar. Nefndarmenn komu sér ekki saman um að gera aðrar breytingar. stJórnarsKrárneFnd jón kristjánsson Þorsteinn pálsson Birgir ármannsson Bjarni Benediktsson Guðjón a. kristjánsson jónína Bjartmarz kristrún Heimisdóttir steingrímur j. sigfússon Össur skarphéðinsson stJórnarsKrárneFnd Nefndin leggur til að ekki þurfi að koma til þingrofs vegna stjónarskrárbreytinga. tveir þriðju hlutar þingmanna geta samkvæmt því vísað breyt- ingum til þjóðaratkvæðis. sTjóRnMÁL Umræður um frum- varpið um Ríkisútvarpið ohf. hófust í gærmorgun og stóðu enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Fyrri tvö kvöld vikunnar stóðu umræður til tólf á mið- nætti. Önnur mál hafa ekki verið sett á dagskrá Alþingis, hvorki hefðbundin þingmál né umræður utan dagskrár eða fyrirspurnir. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt að önnur mál fáist ekki rædd en stjórnarliðar svarað því til að samkomulag um þessa tilhögun hafi verið gert á aðventunni. Því neita stjórnar- andstæðingar og segja að um það eitt hafi verið samið að RÚV málinu yrði frestað fram yfir áramót - ekki að önnur mál og hefðir yrðu að víkja. - bþs Frumvarpið um ríkisútvarpið: Annað kemst ekki á dagskrá FERðIR Íslenskir ferðamenn þurfa vegabréfsáritun til að ferðast til ákveðinna landa í Karíbahafi á tímabilinu 15. janúar til 15. maí á þessu ári. Ástæðan er hertar öryggiskröfur vegna Cricket World Cup 2007. Löndin eru Antígva og Barbúda, Barbadoseyjar, Dóminíka, Grenada, Gvæjana, Jamaíka, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og Trínidad og Tóbagó. - sþs íslendingar þurfa vegabréfsáritun: Öryggi hert í Karíbahafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.