Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 40
[ ]
Í Laugum er búið að opna
Shokk-íþróttasal en þar er að
finna æfingatæki fyrir 8 til 14
ára börn.
Shokk-æfingakerfið byggist upp á
tækjum áþekkum þeim sem full-
orðnir nota í hefðbundnum líkams-
ræktarstöðum. Munurinn liggur í
lóðunum en þau eru mun léttari
ásamt því að tækin eru nettari og
litríkari.
Shokk-æfingakerfið er breskt að
uppruna og þar í landi eru rúmlega
60 líkamsræktarstöðvar með Shokk-
sali. Kerfið kom fyrst fram á
sjónarsviðið 2001 og hefur síðan
breiðst hægt út til annarra landa.
Kerfið var tekið upp í World Class í
Danmörku og þaðan er það komið til
Íslands. „Í mars var opnaður Shokk-
salur í World Class-stöð í Danmörku
í 35 þúsund manna bæjarfélagi og
það voru 250 krakkar sem skráðu
sig,“ segir Björn Leifsson, eigandi
World Class. „Enn hefur enginn
þeirra hætt að mæta svo mér fannst
þetta brilljant hugmynd.“
Björn segir að það sé eins með
Shokk-kerfið og alla líkamsrækt að
allt sé best í hófi. „Líkamsrækt er
mjög góð fyrir börnin en það verð-
ur að passa að álagið sé ekki of
mikið. Það er alltaf leiðbeinandi
viðstaddur í salnum og enginn fær
að byrja að æfa án þess að hafa
fengið leiðsögn frá leiðbeinanda,“
segir Björn.
Salurinn er ætlaður öllum börn-
um á aldrinum 8 til 14 ára. „Það
hafa öll börn gott af því að hreyfa
sig, svo ekki sé minnst á hversu
mikið þau njóta þess,“ segir Björn.
„Shokk er líka frábær hreyfing
fyrir þá krakka sem ekki finna sig í
hefðbundnum íþróttum eða þurfa
að léttast.“ - tg
Líkamsrækt fyrir börn
Í Shokk-æfingakerfinu er lögð áhersla á heilbrigða hreyfingu sem börn hafa gaman af. fréttablaðið/anton
Það er fínasta líkamsrækt að moka tröppur og gangstíga í
snjónum og kemur einnig í veg fyrir föll og beinbrot.
Lýðheilsa
sigurður james ÞorLeifsson og ÓLöf birna margrétardÓttir
hjá LýðheiLsuféLagi Læknanema
langvinn lungnateppa er óafturkræft sjúkdómsástand
þar sem loftflæði um lungun verður takmarkað vegna
lungnaþembu eða langvinnrar berkjubólgu (bronkítis).
Í lungnaþembu missa lungun teygjanleika sinn og
það veldur því að erfiðara verður að ýta loftinu út þegar
við öndum frá okkur. Smæstu loftvegir lungnanna (þar
sem við náum í súrefnið úr andrúmsloftinu) skemmast
og líkaminn fær því ekki nægilegt súrefni þegar fram í
sækir. langvinn berkjubólga er viðvarandi bólga í loft-
vegum sem hefur í för með sér aukna slímframleiðslu
og/eða hósta sem varir samfleytt í minnst þrjá mánuði
á ári í að minnsta kosti tvö ár í röð.
Í raun má líta á langvinna lungnateppu sem saman-
söfnuð áhrif þess sem við öndum að okkur ævilangt.
Þess vegna kemur langvinn lungnateppa yfirleitt ekki
fram fyrr en í fyrsta lagi upp úr fertugu, þegar uppsöfnuð
áhrif á lungu fara að valda lélegri lungnastarfsemi. Helsta
orsök langvinnrar lungnateppu er reykingar. Þeir sem
reykja fá meira af skaðlegum efnum ofan í lungu og það
eykur líkurnar á því að fá sjúkdóminn. Erfðir hafa sitt að
segja, sumir þola reykinn verr en aðrir og því eru meiri
líkur á að þeir fái langvinna lungnateppu.
langvinn lungnateppa er mjög hæggengur sjúkdóm-
ur. Einkennin geta verið lúmsk og þar sem sjúkdómur-
inn kemur yfirleitt ekki fram fyrr en á miðjum aldri getur
fólk haldið að þetta sé eðlilegur hluti af því að eldast
en það er alls ekki rétt. Mikilvægt er að átta sig á því að
þetta er sjúkdómur sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði.
besta leiðin til að greina langvinna lungnateppu
er mæling á lungnastarfsemi. Þá blæs sjúklingur í
öndunarmæli sem mælir rúmmál lungna og hraða lofts
sem hann blæs frá sér. Einnig eru lungu hlustuð og
spurt um reykingasögu og einkenni, s.s. langvarandi
hósta, slímuppgang og mæði. Því er nokkuð auðvelt og
hættulaust að greina sjúkdóminn án umfangsmikilla
rannsókna.
Mikilvægasta skrefið í meðhöndlun langvinnrar
lungnateppu er að hætta að reykja. Það hægir mjög
á versnun sjúkdómsins. Önnur meðferðarúrræði eru
innúðalyf, þjálfun, steratöflur og súrefni. nauðsynlegt er
að koma í veg fyrir sýkingar í lungum þar sem sjúkdóm-
urinn getur versnað hratt vegna þeirra.
Þeim sem eru með langvinna lungnateppu er hætt-
ara við að fá hjartasjúkdóma, s.s. kransæðasjúkdóm.
lungnateppan getur með tímanum hækkað þrýsting
í lungnaæðum en þá vex álag á hjartavöðvann smám
saman. Ekki bætir úr skák að reykingarnar, sem eru nær
alltaf orsök lungnateppu, auka einnig líkur á hjartasjúk-
dómum.
af ofangreindu ætti því að vera ljóst að langvinn
lungnateppa er alvarlegur sjúkdómur sem hefur mikil
áhrif á lífsgæði fólks og lífslíkur. Það er hagur allra að
kannast við þennan sjúkdóm til þess að oftar megi
greina hann og meðhöndla á frumstigum.
Unnið í samvinnu við Skrifstofu kennslu, vísinda og
þróunar á LSH.
Lungun að veði?
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 3