Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 52
Strákarnir okkar 12 Benedikt Bóas Hinriksson, Blaðamaður: Snorri Steinn og Robbi verða í aðalhutverki hjá íslenska liðinu, sem hafnar í sjötta sætinu. atli eðvaldsson, fótBoltaþjálf- ari: Guðjón Valur og Óli Stefáns verða í lykilhlutverki og svo er Snorri Steinn mjög hæfileikaríkur. Ég held að við endum í einhverju af átta efstu sætunum. jón ólafsson, tónlistarmaður: Við lendum í níunda sætinu og Guðjón Valur verður stjarnan. sigríður arnardóttir (sirrý), sjónvarpskona: Ég er berdreymin kona og spái okkur 8. sæti. Ólafur Stefánsson verður aðalstjarnan enda fara heimspeki og handbolti vel saman. geir sveinsson, framkvæmda- stjóri íþróttaakademíunnar í reykjanesBæ: Ég spái því að Alex- ander Petersson verði stjarnan og við höfnum í 5.-8. sæti mótsins. eyþór guðjónsson, leikari: Óli Stefáns, gamli félagi minn úr Val, verður stjarna okkar á mótinu. Ég ætla út með félögum mínum að kíkja á milliriðilinn og spái liðinu einu af átta efstu sætunum með baráttuandann að vopni. Nýstofnuð samtök stuðnings- manna handboltalandsliðsins sem lofa því að styðja Ísland í blíðu og stríðu hafa gefið út tíu stuðningsboðorð en markmið samtakanna er að virkja íslensku þjóðina til þess að styðja betur við bakið á íslenska landsliðinu. Á vefnum www.ibliduog- stridu.is, þar sem fólk getur einn- ig skráð sig í samtökin, munu stuðningsmenn og landsliðs- mennirnir sjálfir blogga og senda inn myndir frá lífinu á bak við tjöldin. Þar er hægt að senda landsliðsmönnunum skilaboð og spurningar sem þeir reyna að svara á síðunni. Tíu boðorð fyrir stuðningsmennina áfram ísland Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins. Fréttablaðið/teitur ■■■■ { Strákarnir okkar á HM } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ stuðningsboðorðin 10: 1. Við lítum á okkur sem „stuðningsmenn” – en ekki „áhangendur”. 2. Við vitum að stuðningur okkar er mikilvægur fyrir liðið og getur haft mikil áhrif á árang- ur þess. 3. Við vitum að stuðningur er ekki síst nauðsynlegur í stríðu – ekki bara í blíðu! 4. Við gerum okkur raunhæfar væntingar. 5. Við teljum það ekki minnimáttarkennd að taka það með í reikninginn að 300 þúsund manna þjóð er að keppa við milljónaþjóðir. Það er bara viðurkenning á staðreyndum. 6. Við gerum þá kröfu til landsliðsins að það „haldi haus” í mótlæti og skuldbindum okkur til þess að gera slíkt hið sama. 7. Við heitum því að yfirgefa ekki skútuna ef miður gengur – við heitum því að halda út allt til enda og sýna „úr hverju við erum gerð“. 8. Jákvæður stuðningur er skemmtilegur og gefandi – ekki bara fyrir landsliðið heldur líka okkur stuðningsmenn og þjóðarkarakterinn. 9. Við getum ekki öll orðið landsliðsmenn – en við getum orðið stuðningsmenn – í blíðu og stríðu. 10. Sama hvernig gengur og sama hvernig fer - þá lofum við alltaf einu: Við höfum ánægju af leiknum. Þú getur tippað í beinni á HM í Þýskalandi Og svo eru leikirnir líka á Lengjunni. Allir sem taka sénsinn 13.–27. janúar eiga möguleika á að fara á leik Liverpool og everton í Ensku Úrvalsdeildinni 3. febrúar. Allt innifalið! Taktu sénsinn og gerðu HM í handbolta enn skemmtilegri Sunnudagur 21.1. 16.50 Ísland – Úkraína Mánudagur 22.1. 18.50 Ísland – Frakkland Og svo náttúrulega milliriðlar og úrslit! Áfram ísland! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA úrslit leikjanna stöðuna í hálfleik fjölda marka í leik hverjir skora fyrsta markið ... og margt fleira Tippaðu á:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.