Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 52

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 52
Strákarnir okkar 12 Benedikt Bóas Hinriksson, Blaðamaður: Snorri Steinn og Robbi verða í aðalhutverki hjá íslenska liðinu, sem hafnar í sjötta sætinu. atli eðvaldsson, fótBoltaþjálf- ari: Guðjón Valur og Óli Stefáns verða í lykilhlutverki og svo er Snorri Steinn mjög hæfileikaríkur. Ég held að við endum í einhverju af átta efstu sætunum. jón ólafsson, tónlistarmaður: Við lendum í níunda sætinu og Guðjón Valur verður stjarnan. sigríður arnardóttir (sirrý), sjónvarpskona: Ég er berdreymin kona og spái okkur 8. sæti. Ólafur Stefánsson verður aðalstjarnan enda fara heimspeki og handbolti vel saman. geir sveinsson, framkvæmda- stjóri íþróttaakademíunnar í reykjanesBæ: Ég spái því að Alex- ander Petersson verði stjarnan og við höfnum í 5.-8. sæti mótsins. eyþór guðjónsson, leikari: Óli Stefáns, gamli félagi minn úr Val, verður stjarna okkar á mótinu. Ég ætla út með félögum mínum að kíkja á milliriðilinn og spái liðinu einu af átta efstu sætunum með baráttuandann að vopni. Nýstofnuð samtök stuðnings- manna handboltalandsliðsins sem lofa því að styðja Ísland í blíðu og stríðu hafa gefið út tíu stuðningsboðorð en markmið samtakanna er að virkja íslensku þjóðina til þess að styðja betur við bakið á íslenska landsliðinu. Á vefnum www.ibliduog- stridu.is, þar sem fólk getur einn- ig skráð sig í samtökin, munu stuðningsmenn og landsliðs- mennirnir sjálfir blogga og senda inn myndir frá lífinu á bak við tjöldin. Þar er hægt að senda landsliðsmönnunum skilaboð og spurningar sem þeir reyna að svara á síðunni. Tíu boðorð fyrir stuðningsmennina áfram ísland Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins. Fréttablaðið/teitur ■■■■ { Strákarnir okkar á HM } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ stuðningsboðorðin 10: 1. Við lítum á okkur sem „stuðningsmenn” – en ekki „áhangendur”. 2. Við vitum að stuðningur okkar er mikilvægur fyrir liðið og getur haft mikil áhrif á árang- ur þess. 3. Við vitum að stuðningur er ekki síst nauðsynlegur í stríðu – ekki bara í blíðu! 4. Við gerum okkur raunhæfar væntingar. 5. Við teljum það ekki minnimáttarkennd að taka það með í reikninginn að 300 þúsund manna þjóð er að keppa við milljónaþjóðir. Það er bara viðurkenning á staðreyndum. 6. Við gerum þá kröfu til landsliðsins að það „haldi haus” í mótlæti og skuldbindum okkur til þess að gera slíkt hið sama. 7. Við heitum því að yfirgefa ekki skútuna ef miður gengur – við heitum því að halda út allt til enda og sýna „úr hverju við erum gerð“. 8. Jákvæður stuðningur er skemmtilegur og gefandi – ekki bara fyrir landsliðið heldur líka okkur stuðningsmenn og þjóðarkarakterinn. 9. Við getum ekki öll orðið landsliðsmenn – en við getum orðið stuðningsmenn – í blíðu og stríðu. 10. Sama hvernig gengur og sama hvernig fer - þá lofum við alltaf einu: Við höfum ánægju af leiknum. Þú getur tippað í beinni á HM í Þýskalandi Og svo eru leikirnir líka á Lengjunni. Allir sem taka sénsinn 13.–27. janúar eiga möguleika á að fara á leik Liverpool og everton í Ensku Úrvalsdeildinni 3. febrúar. Allt innifalið! Taktu sénsinn og gerðu HM í handbolta enn skemmtilegri Sunnudagur 21.1. 16.50 Ísland – Úkraína Mánudagur 22.1. 18.50 Ísland – Frakkland Og svo náttúrulega milliriðlar og úrslit! Áfram ísland! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA úrslit leikjanna stöðuna í hálfleik fjölda marka í leik hverjir skora fyrsta markið ... og margt fleira Tippaðu á:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.